Mismunandi valkostir – svar við kalli tímans? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Meginrök okkar sem í áratugi unnum að sameiningu vinstri flokkanna voru, að fleira sameinaði þá en skildi að og sameinaðir hefðu þeir meiri áhrif. Lykiláfangi var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og fjöldi sameiginlegra framboða um allt land, sem áttu síðan drjúgan þátt í samruna fjögurra flokka í Samfylkinguna árið 2000. Í dag starfar þessi hluti stjórnmálanna í fjórum flokkum, Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkur hefur í bili a.m.k. dæmt sig úr leik með lýðskrumi og þjóðernisbelgingi, þó þar séu vissulega góðir liðsmenn félagshyggju eins og Eygló Harðardóttir. Erum við samfylkingarsinnar þá aftur á byrjunarreit? Ekki nauðsynlega. Líta má svo á að þessir fjórir flokkar höfði einfaldlega til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Kjósendur í dag vilja aukin áhrif, geta valið mismunandi áherslur á mismunandi tímum. Það er andi okkar tíma, en ekki skilyrðislaus flokkshollusta. Þetta er því ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag. Ekki síst vegna þess, að mikilvægt atriði hefur breyst frá fyrri tíð, fólk í þessum fjórum flokkum lítur ekki hvert á annað sem sinn helsta andstæðing eins og oft var áður, t.d. á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir þetta glöggt, sem og samstarf VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, í dag á Alþingi og að því er virðist prýðissamstarf þeirra einnig við þingflokka Bjartrar framtíðar og Pírata. Ég held því að við eigum að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systurflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst: Vilja kjósendur meira eða minna af 1. Hefðbundinni jafnaðarstefnu, samstarfi við verkalýðshreyfingu og áherslu á ESB-aðild (Samfylking)? 2. Róttækni í kvenfrelsis- umhverfismálum (VG)? 3. Uppreisn gegn kerfum og valdboði og kröfu um gagnsæi (Píratar)? 4. Frjálslyndri umbótastefnu (Björt framtíð)? Allir þessir þættir eru til í hverjum flokkanna, en misríkjandi. Er ekki lærdómur stjórnmálasögu 20. aldar og um leið áskorun forystu þessara fjögurra flokka að láta ekki andstæðinga, innri átök eða persónulegan metnað, sundra samstarfi og samstöðu umbótasinnaðs félagshyggjufólks. Fólks sem vill gæta almannahagsmuna og jöfnuðar, og ekki síst standa vörð um þá sem veikast standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Meginrök okkar sem í áratugi unnum að sameiningu vinstri flokkanna voru, að fleira sameinaði þá en skildi að og sameinaðir hefðu þeir meiri áhrif. Lykiláfangi var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og fjöldi sameiginlegra framboða um allt land, sem áttu síðan drjúgan þátt í samruna fjögurra flokka í Samfylkinguna árið 2000. Í dag starfar þessi hluti stjórnmálanna í fjórum flokkum, Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkur hefur í bili a.m.k. dæmt sig úr leik með lýðskrumi og þjóðernisbelgingi, þó þar séu vissulega góðir liðsmenn félagshyggju eins og Eygló Harðardóttir. Erum við samfylkingarsinnar þá aftur á byrjunarreit? Ekki nauðsynlega. Líta má svo á að þessir fjórir flokkar höfði einfaldlega til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Kjósendur í dag vilja aukin áhrif, geta valið mismunandi áherslur á mismunandi tímum. Það er andi okkar tíma, en ekki skilyrðislaus flokkshollusta. Þetta er því ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag. Ekki síst vegna þess, að mikilvægt atriði hefur breyst frá fyrri tíð, fólk í þessum fjórum flokkum lítur ekki hvert á annað sem sinn helsta andstæðing eins og oft var áður, t.d. á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir þetta glöggt, sem og samstarf VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, í dag á Alþingi og að því er virðist prýðissamstarf þeirra einnig við þingflokka Bjartrar framtíðar og Pírata. Ég held því að við eigum að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systurflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst: Vilja kjósendur meira eða minna af 1. Hefðbundinni jafnaðarstefnu, samstarfi við verkalýðshreyfingu og áherslu á ESB-aðild (Samfylking)? 2. Róttækni í kvenfrelsis- umhverfismálum (VG)? 3. Uppreisn gegn kerfum og valdboði og kröfu um gagnsæi (Píratar)? 4. Frjálslyndri umbótastefnu (Björt framtíð)? Allir þessir þættir eru til í hverjum flokkanna, en misríkjandi. Er ekki lærdómur stjórnmálasögu 20. aldar og um leið áskorun forystu þessara fjögurra flokka að láta ekki andstæðinga, innri átök eða persónulegan metnað, sundra samstarfi og samstöðu umbótasinnaðs félagshyggjufólks. Fólks sem vill gæta almannahagsmuna og jöfnuðar, og ekki síst standa vörð um þá sem veikast standa.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar