Fer vikulega í bolta með Svíkingunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2015 12:00 Eggert Þór Kristófersson Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira