Fer vikulega í bolta með Svíkingunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2015 12:00 Eggert Þór Kristófersson Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira