Fer vikulega í bolta með Svíkingunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2015 12:00 Eggert Þór Kristófersson Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, var í síðustu viku ráðinn forstjóri félagsins. Hann tekur við af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sinnti starfinu í tæp þrjú ár. Eggert Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni fram til ársins 2008. Þá gekk hann til liðs við Sjávarsýn, sem er eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, og starfaði þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Eggert vann að endurskipulagningu N1 eftir bankahrun og tók við sem fjármálastjóri að því loknu. Eggert segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri N1 á liðnum árum. „Ég held að það sé klárlega meiri fókus á kjarnareksturinn. Sem er hefðbundið íslenskt olíufélag sem er að reka stöðvar um allt land og þjónusta sjávarútveg, verktaka, iðnað og bændur. Þetta er svolítið svona „back to basics“,“ segir Eggert. Aðspurður segir hann að hefðbundnar bensínstöðvar séu líka að verða meira eins og þægindavöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem maður sér erlendis,“ segir hann. Bensínstöðvar séu því orðnar að verslunum sem fólk geti komið við í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti og þarf ekki að fara langa leið til að sækja þá. Eggert Þór býst ekki við að hann muni eiga minni tíma aflögu núna þegar hann er orðinn forstjóri. „Það held ég ekki. Fjármálastjórastarfið er mjög erilsamt. Það er eiginlega jafn erilsamt og forstjórastarfið,“ segir Eggert, en tekur þó fram að það sé ný upplifun fyrir sig að vera forstjóri. Eggert Þór er mikill íþróttaáhugamaður og þó sér í lagi knattspyrnuáhugamaður. „Ég er uppalinn í Ólafsvík og við spilum alltaf saman einu sinni í viku, gamlir Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafsvík er knattspyrnufélag bæjarins en við köllum okkur Svíkinga, suðurhluti Víkinganna,“ segir hann. Hann segir að þeir félagarnir hafi spilað saman síðan 1988. „Það er kannski aðeins farið að hægja á okkur en við erum mjög góðir í huganum,“ segir Eggert og bætir við að þeir hittist líka reglulega til að horfa á fótbolta. „Svo á ég fjögur börn og konu þannig að það er nóg að gera í því,“ segir Eggert en hann er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira