Baráttan gegn spilltu viðskiptaumhverfi Ásgeir Brynjar Torfason og Jenný Stefanía Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2015 07:00 Spilling í viðskiptalífinu getur birst með margvíslegum hætti; mútuþægni, mútum, þjófnaði, fjárkúgun, samráði, fölsun ársreikninga og svikum hvers konar. Algengt form spillingar í viðskiptum er þegar stjórnendur og starfsmenn misnota stöðu sína til persónulegs ávinnings. Stundum geta hvatakerfin verið þannig uppbyggð að stjórnendur og starfsmenn missa sjónar á góðum gildum og langtímamarkmiðum fyrirtækisins, því allt kapp er lagt á að gíra upp skammtímahagnað til að ná bónusmarkmiðum. Áhrif spillingar eru margvísleg og alltaf skaðleg fyrir neytendur og hagkerfið í heild sinni. Spilling í viðskiptum hefur skaðleg áhrif á traust í samfélaginu, laskar orðspor og áreiðanleika í viðskiptum þannig að væntingar viðskiptavina um heiðarleika og heilindi minnka.Góðir stjórnarhættir Góðir stjórnarhættir eru menningarbundnir og birtast á mismunandi hátt en vondir stjórnarhættir verða oft fyrst sýnilegir þegar vandamál og krísur koma upp. Spilling grefur almennt undan trausti, en traust er ein mikilvægasta undirstaða viðskipta. Til að samningar að baki viðskiptum haldi þarf annars vegar lög og reglu en hins vegar traust manna á milli, traust um réttar upplýsingar, réttar vörur, réttar innihaldslýsingar o.s.frv. Reikningsskil eru gerð út frá fjárhagsupplýsingum en byggja jafnframt á skilningi þess að treysta megi því að ársreikningar séu gerðir á ábyrgan, sannferðugan og réttan hátt. Sé ekki hægt að treysta því mun kerfið hrynja. Límið sem heldur viðskiptalífinu saman er því fyrst og fremst gagnkvæmt traust, en spilling og hvers konar svik tærir og grefur undan traustinu, þannig að fjármálakerfið í heild getur auðveldlega hrunið.Óhagkvæmni Þegar fréttist af spillingu innan fyrirtækis tapar það virðingu viðskiptavina, traustið brestur og orðsporið laskast. Stjórnendur verða að eyða dýrmætum tíma og fjármagni til að endurvinna glatað traust og orðspor, til að viðhalda mikilvægustu rekstrarforsendu sinni, viðskiptavininum. Sektargreiðslur, lögfræði- og ráðgjafarkostnaður getur þannig líka orðið mikill og dregið úr hagkvæmri nýtingu á fjármagni og mannauði. Auk þess að leiða til óhagkvæmrar nýtingar á fjármagni og mannauði getur spilling haft í för með sér ýmis alvarleg hagræn áhrif fyrir allt hagkerfið. Þannig getur kostnaður vegna starfsmanna með vitneskju um spillingu verið hár, því það þarf annaðhvort að hækka viðkomandi í tign og launum eða gera starfslokasamning gegn þögn og afskiptaleysi. Á endanum greiðir neytandinn alltaf kostnað við spillingu, því fyrirtækin verða að fleyta spillingarkostnaði út í verðlagið.Viðbrögð og aðgerðir Þó að flestum sé efst í huga fjármálahrunið 2008 þegar talað er um spillingu í viðskiptalífinu, þá voru framin afdrifarík svik í tengslum við fjármálakrísuna árið 2001, sérstaklega hjá bandaríska orkusölufyrirtækinu Enron. Í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar á reglugerðarumhverfi skráðra fyrirtækja. Árið 2004 er sérstaklega merkilegt í baráttunni við spillingu í viðskiptum að tvennu leyti. Það ár ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að bæta við tíunda ákvæðinu eða „boðorði gegn spillingu“ í alheimsviðskiptasáttmála sinn. Sáttmálinn tekur á mannréttindum, vinnuafli, umhverfi í tengslum við viðskipti og loks spillingu með yfirlýsingu um að spilling sé nú álitin ein stærsta hindrun gegn sjálfbærri þróun með tærandi áhrifum á öll samfélög. Nýr alþjóðlegur endurskoðunarstaðall (ISA 240) var einnig samþykktur árið 2004. Staðallinn tekur sérstaklega til fjársvika og fölsunar ársreikninga en hugmyndin þar að baki endurspeglar viðbrögð endurskoðendastéttarinnar við Enron-málinu. Ein stærsta endurskoðunarskrifstofa heims á þeim tíma, Arthur Andersen, tók fullan þátt í stórfelldum svikum Enron, sem urðu til þess að fjölmargir töpuðu sparnaði og lífsviðurværi sínu. Markmið með staðlinum felst aðallega í grundvallarhugarfarsbreytingu endurskoðandans, þannig að hann megi ekki gera ráð fyrir að stjórnendur fyrirtækja segi satt og rétt frá, enda þótt hann hafi aldrei haft ástæðu til að véfengja þá áður. Gerð er krafa um að endurskoðandi beiti faglegri tortryggni eða efahyggju (e. professional scepticism) í öllu endurskoðunarferlinu, og geri ráð fyrir möguleika á rangfærslum í bókhaldi, sem gefi ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.Að standa reikningsskil gjörða sinna Ein helsta ástæða þess að ríkjum eða fyrirtækjum farnast vel er talin vera samþætting á trausti og ábyrgð. Þetta á við allt síðan á dögum ítölsku borgríkjanna við Flórens, á gullöld Hollands og í Bretlandi á 18. og 19. öld. Öll þessi svæði blómstruðu vegna þess að ábyrgð og ábyrgðarskylda (e. accountability) voru grundvallarhugtök í menningu þeirra og reikningsskil (e. accounting) voru einnig samþætt öllu námsefni, við trúarsetningar, siðlega breytni og stjórnmálakenningar. Fjárhagsleg ábyrgðarskylda forstjóra og stjórnarmanna fyrirtækja er jafn mikilvæg í nútímalegu hagkerfi, bæði fyrir eigendur og viðskiptavini. Þess vegna á siðleysi og spilling í viðskiptum ekki að geta borgað sig. Til þess að svo megi verða þurfa viðskiptareglur og lög að vera skýr og einföld, en eftirlit með þeim jafnframt öflugt og skilvirkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Spilling í viðskiptalífinu getur birst með margvíslegum hætti; mútuþægni, mútum, þjófnaði, fjárkúgun, samráði, fölsun ársreikninga og svikum hvers konar. Algengt form spillingar í viðskiptum er þegar stjórnendur og starfsmenn misnota stöðu sína til persónulegs ávinnings. Stundum geta hvatakerfin verið þannig uppbyggð að stjórnendur og starfsmenn missa sjónar á góðum gildum og langtímamarkmiðum fyrirtækisins, því allt kapp er lagt á að gíra upp skammtímahagnað til að ná bónusmarkmiðum. Áhrif spillingar eru margvísleg og alltaf skaðleg fyrir neytendur og hagkerfið í heild sinni. Spilling í viðskiptum hefur skaðleg áhrif á traust í samfélaginu, laskar orðspor og áreiðanleika í viðskiptum þannig að væntingar viðskiptavina um heiðarleika og heilindi minnka.Góðir stjórnarhættir Góðir stjórnarhættir eru menningarbundnir og birtast á mismunandi hátt en vondir stjórnarhættir verða oft fyrst sýnilegir þegar vandamál og krísur koma upp. Spilling grefur almennt undan trausti, en traust er ein mikilvægasta undirstaða viðskipta. Til að samningar að baki viðskiptum haldi þarf annars vegar lög og reglu en hins vegar traust manna á milli, traust um réttar upplýsingar, réttar vörur, réttar innihaldslýsingar o.s.frv. Reikningsskil eru gerð út frá fjárhagsupplýsingum en byggja jafnframt á skilningi þess að treysta megi því að ársreikningar séu gerðir á ábyrgan, sannferðugan og réttan hátt. Sé ekki hægt að treysta því mun kerfið hrynja. Límið sem heldur viðskiptalífinu saman er því fyrst og fremst gagnkvæmt traust, en spilling og hvers konar svik tærir og grefur undan traustinu, þannig að fjármálakerfið í heild getur auðveldlega hrunið.Óhagkvæmni Þegar fréttist af spillingu innan fyrirtækis tapar það virðingu viðskiptavina, traustið brestur og orðsporið laskast. Stjórnendur verða að eyða dýrmætum tíma og fjármagni til að endurvinna glatað traust og orðspor, til að viðhalda mikilvægustu rekstrarforsendu sinni, viðskiptavininum. Sektargreiðslur, lögfræði- og ráðgjafarkostnaður getur þannig líka orðið mikill og dregið úr hagkvæmri nýtingu á fjármagni og mannauði. Auk þess að leiða til óhagkvæmrar nýtingar á fjármagni og mannauði getur spilling haft í för með sér ýmis alvarleg hagræn áhrif fyrir allt hagkerfið. Þannig getur kostnaður vegna starfsmanna með vitneskju um spillingu verið hár, því það þarf annaðhvort að hækka viðkomandi í tign og launum eða gera starfslokasamning gegn þögn og afskiptaleysi. Á endanum greiðir neytandinn alltaf kostnað við spillingu, því fyrirtækin verða að fleyta spillingarkostnaði út í verðlagið.Viðbrögð og aðgerðir Þó að flestum sé efst í huga fjármálahrunið 2008 þegar talað er um spillingu í viðskiptalífinu, þá voru framin afdrifarík svik í tengslum við fjármálakrísuna árið 2001, sérstaklega hjá bandaríska orkusölufyrirtækinu Enron. Í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar á reglugerðarumhverfi skráðra fyrirtækja. Árið 2004 er sérstaklega merkilegt í baráttunni við spillingu í viðskiptum að tvennu leyti. Það ár ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að bæta við tíunda ákvæðinu eða „boðorði gegn spillingu“ í alheimsviðskiptasáttmála sinn. Sáttmálinn tekur á mannréttindum, vinnuafli, umhverfi í tengslum við viðskipti og loks spillingu með yfirlýsingu um að spilling sé nú álitin ein stærsta hindrun gegn sjálfbærri þróun með tærandi áhrifum á öll samfélög. Nýr alþjóðlegur endurskoðunarstaðall (ISA 240) var einnig samþykktur árið 2004. Staðallinn tekur sérstaklega til fjársvika og fölsunar ársreikninga en hugmyndin þar að baki endurspeglar viðbrögð endurskoðendastéttarinnar við Enron-málinu. Ein stærsta endurskoðunarskrifstofa heims á þeim tíma, Arthur Andersen, tók fullan þátt í stórfelldum svikum Enron, sem urðu til þess að fjölmargir töpuðu sparnaði og lífsviðurværi sínu. Markmið með staðlinum felst aðallega í grundvallarhugarfarsbreytingu endurskoðandans, þannig að hann megi ekki gera ráð fyrir að stjórnendur fyrirtækja segi satt og rétt frá, enda þótt hann hafi aldrei haft ástæðu til að véfengja þá áður. Gerð er krafa um að endurskoðandi beiti faglegri tortryggni eða efahyggju (e. professional scepticism) í öllu endurskoðunarferlinu, og geri ráð fyrir möguleika á rangfærslum í bókhaldi, sem gefi ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.Að standa reikningsskil gjörða sinna Ein helsta ástæða þess að ríkjum eða fyrirtækjum farnast vel er talin vera samþætting á trausti og ábyrgð. Þetta á við allt síðan á dögum ítölsku borgríkjanna við Flórens, á gullöld Hollands og í Bretlandi á 18. og 19. öld. Öll þessi svæði blómstruðu vegna þess að ábyrgð og ábyrgðarskylda (e. accountability) voru grundvallarhugtök í menningu þeirra og reikningsskil (e. accounting) voru einnig samþætt öllu námsefni, við trúarsetningar, siðlega breytni og stjórnmálakenningar. Fjárhagsleg ábyrgðarskylda forstjóra og stjórnarmanna fyrirtækja er jafn mikilvæg í nútímalegu hagkerfi, bæði fyrir eigendur og viðskiptavini. Þess vegna á siðleysi og spilling í viðskiptum ekki að geta borgað sig. Til þess að svo megi verða þurfa viðskiptareglur og lög að vera skýr og einföld, en eftirlit með þeim jafnframt öflugt og skilvirkt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar