Ótæk stjórnsýsla Stefán Þorvaldur Þórsson skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Með frumvarpi ferðamálaráðherra um náttúrupassa handa Íslendingum er gerð ein svívirðilegasta atlaga að grundvallarréttindum Íslendinga sem um getur. Ráðherra þessi, sem vill ekki bara reisupassa handa Íslendingum til að greiða fyrir þann ágang á landið sem ferðaþjónustan hefur valdið, vill einnig veita völdum landeigendum lagaheimild til þess að rukka almenning ef við viljum fara um lönd þeirra. Þetta er nokkuð sem ekki er löglegt sem stendur, þökk sé náttúruverndarlögum, en Ragnheiður Elín gerir með frumvarpi sínu tillögu um að þessu verði breytt. Er það kannski skiljanlegt, þar sem hún hefur fagnað ólöglegri gjaldtöku Kerfélagsins og miðasölu á vegum þess við Kerið í Grímsnesi. Nokkuð sem er skýrt lögbrot að mati Umhverfisstofnunar (UST).Lögbrot látin viðgangast UST hefur þó ekki séð sér fært að aðhafast nokkuð og standa vörð um hagsmuni almennings í máli Kersins. Líklega er þar um að kenna hinu þekkta getuleysi íslenskra stofnana. Því má bæta við að umhverfisráðuneytið telur einnig miðasölu Kerfélagsins vera ólöglega, en þar við situr. Þetta er stjórnsýslan sem almenningur situr uppi með. Forstjóri UST hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum um hvort búast megi við aðgerðum til þess að stöðva lögbrotið. Hefur stofnunin engan áhuga á að framfylgja sínu lögbundna hlutverki, sem er að sjá til þess að náttúruverndarlög séu virt, og um leið réttindi Íslendinga til umgengni við eigið land?Ósannindi atvinnuvegaráðuneytisins Ráðuneyti Ragnheiðar Elínar ferðamálaráðherra tekur þátt í leikritinu um ágæti náttúrupassans og fer fram með ósannindi á heimasíðu ráðuneytisins. Þar er m.a. að finna svar við eftirfarandi spurningu: „Kemur náttúrupassi í veg fyrir gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum?“ Svar: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði.“ Þetta eru hrein ósannindi, með tilliti til yfirlýsinga UST og umhverfisráðuneytisins um ólögmæti miðasölu Kerfélagsins. Þessi ímyndaði réttur landeigenda er nefnilega ekki lagalega til staðar, nema í kollinum á ráðherra og öðrum „athafnamönnum“ sem sitja á landskika sem geymir náttúruperlu. Eignarréttur á landi er aldrei annað en óbeinn eignarréttur, þar sem eigandi lands hefur einungis takmarkaðan umráðarétt yfir sínu landi. Hann þarf t.d. að fá tilskilin leyfi fyrir framkvæmdum og almenningi er frjálst að ferðast að vild á viðkomandi landi, þ.e. um óræktað land. Landeigandi sem telur foss eða sprengigíg á sínu landi vera jafnmikla prívateign sína og húsið sem hann býr í, hefur ekki skilning á hugtakinu „einkaeign“ og hvað þá að slíkur maður skilji hve siðferðilega brengluð slík sýn á landið er. Fossinn er á landareigninni og öllum er frjálst að skoða hann, en það er ekki öllum frjálst að ganga um heimili landeigandans. Þetta virðist Ragnheiður Elín og aðrir strangtrúaðir dýrkendur einka-eignarréttarins, ekki skilja. Í þeirra huga er eignarrétturinn öllu öðru æðri og enginn munur skal gerður á fasteign og náttúruperlu. Engu máli skiptir þótt lögin og almennt siðferði segi annað.Þau greiði sem græða Sem betur fer munu Íslendingar aldrei láta þessa svívirðu yfir sig ganga, þó svo að þeir vilji landinu sínu allt gott og myndu án efa vilja að meira fé væri veitt í náttúruvernd. En er það til of mikils mælst að þeir sem eru að valda áganginum og skemmdunum, þ.e. ferðaþjónustufyrirtæki, væru látin borga hóflegt náttúruverndargjald sem hluta af skattgreiðslum í ríkissjóð? „Þeir greiða ekkert sem græða“ – eða hvernig var aftur uppáhaldssetning ferðamálaráðherrans? Ég legg áherslu á að öll slík skattheimta fari fram sem almenn gjaldtaka á vegum hins opinbera en ekki landeigenda sem þá opnaði á gjaldtöku af þeirra hálfu.Hver hefði trúað? Sumir hafa talað um kvóta- eða öllu heldur braskvæðingu náttúru landsins, en það er einmitt það sem gæti beðið okkar ef braskarar og prinsipplausir ráðherrar hafa sitt fram. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum, að fiskurinn í kringum Ísland væri orðinn eign örfárra vellauðugra braskara eins og nú? Margoft er búið að koma með þær leiðir sem aðrar þjóðir nota til tekjuöflunar ferðamannastaða, en leið ferðamálaráðherra fyrirfinnst hvergi í heiminum. Frumvarpið er móðgun og lítillækkun við Íslendinga og til skammar fyrir ríkisstjórnina. Ég vona að íslenska þjóðin vakni og láti ekki ræna sig almannaréttinum, rétt eins og fiskimiðunum. En nú stöndum við frammi fyrir ráðherra sem vill afnema almannaréttinn og í leiðinni veita landeigendum rétt til þess að krefja okkur um aðgangseyri. Nokkuð sem þeir geta ekki gert, nema með hjálp Ragnheiðar Elínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Með frumvarpi ferðamálaráðherra um náttúrupassa handa Íslendingum er gerð ein svívirðilegasta atlaga að grundvallarréttindum Íslendinga sem um getur. Ráðherra þessi, sem vill ekki bara reisupassa handa Íslendingum til að greiða fyrir þann ágang á landið sem ferðaþjónustan hefur valdið, vill einnig veita völdum landeigendum lagaheimild til þess að rukka almenning ef við viljum fara um lönd þeirra. Þetta er nokkuð sem ekki er löglegt sem stendur, þökk sé náttúruverndarlögum, en Ragnheiður Elín gerir með frumvarpi sínu tillögu um að þessu verði breytt. Er það kannski skiljanlegt, þar sem hún hefur fagnað ólöglegri gjaldtöku Kerfélagsins og miðasölu á vegum þess við Kerið í Grímsnesi. Nokkuð sem er skýrt lögbrot að mati Umhverfisstofnunar (UST).Lögbrot látin viðgangast UST hefur þó ekki séð sér fært að aðhafast nokkuð og standa vörð um hagsmuni almennings í máli Kersins. Líklega er þar um að kenna hinu þekkta getuleysi íslenskra stofnana. Því má bæta við að umhverfisráðuneytið telur einnig miðasölu Kerfélagsins vera ólöglega, en þar við situr. Þetta er stjórnsýslan sem almenningur situr uppi með. Forstjóri UST hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum um hvort búast megi við aðgerðum til þess að stöðva lögbrotið. Hefur stofnunin engan áhuga á að framfylgja sínu lögbundna hlutverki, sem er að sjá til þess að náttúruverndarlög séu virt, og um leið réttindi Íslendinga til umgengni við eigið land?Ósannindi atvinnuvegaráðuneytisins Ráðuneyti Ragnheiðar Elínar ferðamálaráðherra tekur þátt í leikritinu um ágæti náttúrupassans og fer fram með ósannindi á heimasíðu ráðuneytisins. Þar er m.a. að finna svar við eftirfarandi spurningu: „Kemur náttúrupassi í veg fyrir gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum?“ Svar: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði.“ Þetta eru hrein ósannindi, með tilliti til yfirlýsinga UST og umhverfisráðuneytisins um ólögmæti miðasölu Kerfélagsins. Þessi ímyndaði réttur landeigenda er nefnilega ekki lagalega til staðar, nema í kollinum á ráðherra og öðrum „athafnamönnum“ sem sitja á landskika sem geymir náttúruperlu. Eignarréttur á landi er aldrei annað en óbeinn eignarréttur, þar sem eigandi lands hefur einungis takmarkaðan umráðarétt yfir sínu landi. Hann þarf t.d. að fá tilskilin leyfi fyrir framkvæmdum og almenningi er frjálst að ferðast að vild á viðkomandi landi, þ.e. um óræktað land. Landeigandi sem telur foss eða sprengigíg á sínu landi vera jafnmikla prívateign sína og húsið sem hann býr í, hefur ekki skilning á hugtakinu „einkaeign“ og hvað þá að slíkur maður skilji hve siðferðilega brengluð slík sýn á landið er. Fossinn er á landareigninni og öllum er frjálst að skoða hann, en það er ekki öllum frjálst að ganga um heimili landeigandans. Þetta virðist Ragnheiður Elín og aðrir strangtrúaðir dýrkendur einka-eignarréttarins, ekki skilja. Í þeirra huga er eignarrétturinn öllu öðru æðri og enginn munur skal gerður á fasteign og náttúruperlu. Engu máli skiptir þótt lögin og almennt siðferði segi annað.Þau greiði sem græða Sem betur fer munu Íslendingar aldrei láta þessa svívirðu yfir sig ganga, þó svo að þeir vilji landinu sínu allt gott og myndu án efa vilja að meira fé væri veitt í náttúruvernd. En er það til of mikils mælst að þeir sem eru að valda áganginum og skemmdunum, þ.e. ferðaþjónustufyrirtæki, væru látin borga hóflegt náttúruverndargjald sem hluta af skattgreiðslum í ríkissjóð? „Þeir greiða ekkert sem græða“ – eða hvernig var aftur uppáhaldssetning ferðamálaráðherrans? Ég legg áherslu á að öll slík skattheimta fari fram sem almenn gjaldtaka á vegum hins opinbera en ekki landeigenda sem þá opnaði á gjaldtöku af þeirra hálfu.Hver hefði trúað? Sumir hafa talað um kvóta- eða öllu heldur braskvæðingu náttúru landsins, en það er einmitt það sem gæti beðið okkar ef braskarar og prinsipplausir ráðherrar hafa sitt fram. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum, að fiskurinn í kringum Ísland væri orðinn eign örfárra vellauðugra braskara eins og nú? Margoft er búið að koma með þær leiðir sem aðrar þjóðir nota til tekjuöflunar ferðamannastaða, en leið ferðamálaráðherra fyrirfinnst hvergi í heiminum. Frumvarpið er móðgun og lítillækkun við Íslendinga og til skammar fyrir ríkisstjórnina. Ég vona að íslenska þjóðin vakni og láti ekki ræna sig almannaréttinum, rétt eins og fiskimiðunum. En nú stöndum við frammi fyrir ráðherra sem vill afnema almannaréttinn og í leiðinni veita landeigendum rétt til þess að krefja okkur um aðgangseyri. Nokkuð sem þeir geta ekki gert, nema með hjálp Ragnheiðar Elínar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun