Ótæk stjórnsýsla Stefán Þorvaldur Þórsson skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Með frumvarpi ferðamálaráðherra um náttúrupassa handa Íslendingum er gerð ein svívirðilegasta atlaga að grundvallarréttindum Íslendinga sem um getur. Ráðherra þessi, sem vill ekki bara reisupassa handa Íslendingum til að greiða fyrir þann ágang á landið sem ferðaþjónustan hefur valdið, vill einnig veita völdum landeigendum lagaheimild til þess að rukka almenning ef við viljum fara um lönd þeirra. Þetta er nokkuð sem ekki er löglegt sem stendur, þökk sé náttúruverndarlögum, en Ragnheiður Elín gerir með frumvarpi sínu tillögu um að þessu verði breytt. Er það kannski skiljanlegt, þar sem hún hefur fagnað ólöglegri gjaldtöku Kerfélagsins og miðasölu á vegum þess við Kerið í Grímsnesi. Nokkuð sem er skýrt lögbrot að mati Umhverfisstofnunar (UST).Lögbrot látin viðgangast UST hefur þó ekki séð sér fært að aðhafast nokkuð og standa vörð um hagsmuni almennings í máli Kersins. Líklega er þar um að kenna hinu þekkta getuleysi íslenskra stofnana. Því má bæta við að umhverfisráðuneytið telur einnig miðasölu Kerfélagsins vera ólöglega, en þar við situr. Þetta er stjórnsýslan sem almenningur situr uppi með. Forstjóri UST hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum um hvort búast megi við aðgerðum til þess að stöðva lögbrotið. Hefur stofnunin engan áhuga á að framfylgja sínu lögbundna hlutverki, sem er að sjá til þess að náttúruverndarlög séu virt, og um leið réttindi Íslendinga til umgengni við eigið land?Ósannindi atvinnuvegaráðuneytisins Ráðuneyti Ragnheiðar Elínar ferðamálaráðherra tekur þátt í leikritinu um ágæti náttúrupassans og fer fram með ósannindi á heimasíðu ráðuneytisins. Þar er m.a. að finna svar við eftirfarandi spurningu: „Kemur náttúrupassi í veg fyrir gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum?“ Svar: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði.“ Þetta eru hrein ósannindi, með tilliti til yfirlýsinga UST og umhverfisráðuneytisins um ólögmæti miðasölu Kerfélagsins. Þessi ímyndaði réttur landeigenda er nefnilega ekki lagalega til staðar, nema í kollinum á ráðherra og öðrum „athafnamönnum“ sem sitja á landskika sem geymir náttúruperlu. Eignarréttur á landi er aldrei annað en óbeinn eignarréttur, þar sem eigandi lands hefur einungis takmarkaðan umráðarétt yfir sínu landi. Hann þarf t.d. að fá tilskilin leyfi fyrir framkvæmdum og almenningi er frjálst að ferðast að vild á viðkomandi landi, þ.e. um óræktað land. Landeigandi sem telur foss eða sprengigíg á sínu landi vera jafnmikla prívateign sína og húsið sem hann býr í, hefur ekki skilning á hugtakinu „einkaeign“ og hvað þá að slíkur maður skilji hve siðferðilega brengluð slík sýn á landið er. Fossinn er á landareigninni og öllum er frjálst að skoða hann, en það er ekki öllum frjálst að ganga um heimili landeigandans. Þetta virðist Ragnheiður Elín og aðrir strangtrúaðir dýrkendur einka-eignarréttarins, ekki skilja. Í þeirra huga er eignarrétturinn öllu öðru æðri og enginn munur skal gerður á fasteign og náttúruperlu. Engu máli skiptir þótt lögin og almennt siðferði segi annað.Þau greiði sem græða Sem betur fer munu Íslendingar aldrei láta þessa svívirðu yfir sig ganga, þó svo að þeir vilji landinu sínu allt gott og myndu án efa vilja að meira fé væri veitt í náttúruvernd. En er það til of mikils mælst að þeir sem eru að valda áganginum og skemmdunum, þ.e. ferðaþjónustufyrirtæki, væru látin borga hóflegt náttúruverndargjald sem hluta af skattgreiðslum í ríkissjóð? „Þeir greiða ekkert sem græða“ – eða hvernig var aftur uppáhaldssetning ferðamálaráðherrans? Ég legg áherslu á að öll slík skattheimta fari fram sem almenn gjaldtaka á vegum hins opinbera en ekki landeigenda sem þá opnaði á gjaldtöku af þeirra hálfu.Hver hefði trúað? Sumir hafa talað um kvóta- eða öllu heldur braskvæðingu náttúru landsins, en það er einmitt það sem gæti beðið okkar ef braskarar og prinsipplausir ráðherrar hafa sitt fram. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum, að fiskurinn í kringum Ísland væri orðinn eign örfárra vellauðugra braskara eins og nú? Margoft er búið að koma með þær leiðir sem aðrar þjóðir nota til tekjuöflunar ferðamannastaða, en leið ferðamálaráðherra fyrirfinnst hvergi í heiminum. Frumvarpið er móðgun og lítillækkun við Íslendinga og til skammar fyrir ríkisstjórnina. Ég vona að íslenska þjóðin vakni og láti ekki ræna sig almannaréttinum, rétt eins og fiskimiðunum. En nú stöndum við frammi fyrir ráðherra sem vill afnema almannaréttinn og í leiðinni veita landeigendum rétt til þess að krefja okkur um aðgangseyri. Nokkuð sem þeir geta ekki gert, nema með hjálp Ragnheiðar Elínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Með frumvarpi ferðamálaráðherra um náttúrupassa handa Íslendingum er gerð ein svívirðilegasta atlaga að grundvallarréttindum Íslendinga sem um getur. Ráðherra þessi, sem vill ekki bara reisupassa handa Íslendingum til að greiða fyrir þann ágang á landið sem ferðaþjónustan hefur valdið, vill einnig veita völdum landeigendum lagaheimild til þess að rukka almenning ef við viljum fara um lönd þeirra. Þetta er nokkuð sem ekki er löglegt sem stendur, þökk sé náttúruverndarlögum, en Ragnheiður Elín gerir með frumvarpi sínu tillögu um að þessu verði breytt. Er það kannski skiljanlegt, þar sem hún hefur fagnað ólöglegri gjaldtöku Kerfélagsins og miðasölu á vegum þess við Kerið í Grímsnesi. Nokkuð sem er skýrt lögbrot að mati Umhverfisstofnunar (UST).Lögbrot látin viðgangast UST hefur þó ekki séð sér fært að aðhafast nokkuð og standa vörð um hagsmuni almennings í máli Kersins. Líklega er þar um að kenna hinu þekkta getuleysi íslenskra stofnana. Því má bæta við að umhverfisráðuneytið telur einnig miðasölu Kerfélagsins vera ólöglega, en þar við situr. Þetta er stjórnsýslan sem almenningur situr uppi með. Forstjóri UST hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum um hvort búast megi við aðgerðum til þess að stöðva lögbrotið. Hefur stofnunin engan áhuga á að framfylgja sínu lögbundna hlutverki, sem er að sjá til þess að náttúruverndarlög séu virt, og um leið réttindi Íslendinga til umgengni við eigið land?Ósannindi atvinnuvegaráðuneytisins Ráðuneyti Ragnheiðar Elínar ferðamálaráðherra tekur þátt í leikritinu um ágæti náttúrupassans og fer fram með ósannindi á heimasíðu ráðuneytisins. Þar er m.a. að finna svar við eftirfarandi spurningu: „Kemur náttúrupassi í veg fyrir gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum?“ Svar: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði.“ Þetta eru hrein ósannindi, með tilliti til yfirlýsinga UST og umhverfisráðuneytisins um ólögmæti miðasölu Kerfélagsins. Þessi ímyndaði réttur landeigenda er nefnilega ekki lagalega til staðar, nema í kollinum á ráðherra og öðrum „athafnamönnum“ sem sitja á landskika sem geymir náttúruperlu. Eignarréttur á landi er aldrei annað en óbeinn eignarréttur, þar sem eigandi lands hefur einungis takmarkaðan umráðarétt yfir sínu landi. Hann þarf t.d. að fá tilskilin leyfi fyrir framkvæmdum og almenningi er frjálst að ferðast að vild á viðkomandi landi, þ.e. um óræktað land. Landeigandi sem telur foss eða sprengigíg á sínu landi vera jafnmikla prívateign sína og húsið sem hann býr í, hefur ekki skilning á hugtakinu „einkaeign“ og hvað þá að slíkur maður skilji hve siðferðilega brengluð slík sýn á landið er. Fossinn er á landareigninni og öllum er frjálst að skoða hann, en það er ekki öllum frjálst að ganga um heimili landeigandans. Þetta virðist Ragnheiður Elín og aðrir strangtrúaðir dýrkendur einka-eignarréttarins, ekki skilja. Í þeirra huga er eignarrétturinn öllu öðru æðri og enginn munur skal gerður á fasteign og náttúruperlu. Engu máli skiptir þótt lögin og almennt siðferði segi annað.Þau greiði sem græða Sem betur fer munu Íslendingar aldrei láta þessa svívirðu yfir sig ganga, þó svo að þeir vilji landinu sínu allt gott og myndu án efa vilja að meira fé væri veitt í náttúruvernd. En er það til of mikils mælst að þeir sem eru að valda áganginum og skemmdunum, þ.e. ferðaþjónustufyrirtæki, væru látin borga hóflegt náttúruverndargjald sem hluta af skattgreiðslum í ríkissjóð? „Þeir greiða ekkert sem græða“ – eða hvernig var aftur uppáhaldssetning ferðamálaráðherrans? Ég legg áherslu á að öll slík skattheimta fari fram sem almenn gjaldtaka á vegum hins opinbera en ekki landeigenda sem þá opnaði á gjaldtöku af þeirra hálfu.Hver hefði trúað? Sumir hafa talað um kvóta- eða öllu heldur braskvæðingu náttúru landsins, en það er einmitt það sem gæti beðið okkar ef braskarar og prinsipplausir ráðherrar hafa sitt fram. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum, að fiskurinn í kringum Ísland væri orðinn eign örfárra vellauðugra braskara eins og nú? Margoft er búið að koma með þær leiðir sem aðrar þjóðir nota til tekjuöflunar ferðamannastaða, en leið ferðamálaráðherra fyrirfinnst hvergi í heiminum. Frumvarpið er móðgun og lítillækkun við Íslendinga og til skammar fyrir ríkisstjórnina. Ég vona að íslenska þjóðin vakni og láti ekki ræna sig almannaréttinum, rétt eins og fiskimiðunum. En nú stöndum við frammi fyrir ráðherra sem vill afnema almannaréttinn og í leiðinni veita landeigendum rétt til þess að krefja okkur um aðgangseyri. Nokkuð sem þeir geta ekki gert, nema með hjálp Ragnheiðar Elínar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun