Er náms- og starfsfræðsla á dagskrá í skóla barnsins þíns? Sigríður Bílddal og Rannveig Óladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar