Er náms- og starfsfræðsla á dagskrá í skóla barnsins þíns? Sigríður Bílddal og Rannveig Óladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun