Er náms- og starfsfræðsla á dagskrá í skóla barnsins þíns? Sigríður Bílddal og Rannveig Óladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið náms- og starfsfræðslu er tvíþætt. Annars vegar að kenna nemendum að þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika sína og veikleika. Hins vegar að þeir læri að finna upplýsingar um nám og störf svo þeir geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðina og tekist á við breytingar. Í náms- og starfsfræðslu á að fjalla um starfsnám jafnt sem bóknám og bæði drengir og stúlkur eiga að fá fræðslu um störf sem oft er litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf, en talið er að börn hafi fastmótaðar skoðanir á hvað séu karla- og kvennastörf við 11 ára aldur.Bjargráð gegn brotthvarfi Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem fá markvissa náms- og starfsfræðslu eru metnaðarfyllri og líklegri til að ljúka námi heldur en þau sem fá ekki slíka fræðslu. Brotthvarf frá námi er kostnaðarsamt fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra, skóla og samfélagið í heild. Til að auka líkur á að nemendur finni námsleiðir sem þeim henta og hafi þrautseigju til að takast á við breytingar þarf að efla náms- og starfsfræðslu. Á þetta er m.a. bent í Hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun og í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir „Ríkisstjórnin mun vinna gegn brottfalli úr námi, m.a. með styrkingu náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur starfsnám átt undir högg að sækja hérlendis. Við erum ekki ein á báti hvað þetta snertir. Í nýrri evrópskri skýrslu (The evidence base on lifelong guidance), sem greinir frá alþjóðlegum rannsóknum á gildi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, kemur fram að ungmenni fái oft litla ráðgjöf og fræðslu varðandi starfsmenntun sem gæti verið ástæða þess að fleiri velji bóknámsleið, sem hentar ekki öllum best. Nútímaleg starfsmenntun og þjálfun er hins vegar talin vera máttarstólpi þekkingarsamfélagsins og starfsmenntun er mikilvæg fyrir efnahagslíf hverrar þjóðar.Hvernig er staðan? Aðalnámsskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu búnir undir áframhaldandi nám og störf með markvissri náms- og starfsfræðslu. Í nóvember sl. voru skólastjórar í öllum grunnskólum landsins spurðir út í þetta. Svör bárust frá nægilega mörgum skólum til þess að draga megi af marktækar ályktanir. Í ljós kom að náms- og starfsfræðsla virðist alls ekki vera á dagskrá í yfir helmingi grunnskóla. Aðeins 20% skóla hafa hana á stundatöflu (sem skyldugrein eða valgrein) en í 23% skólanna lítur út fyrir að sá sem sinnir náms- og starfsfræðslu komi sem gestur inn í aðrar námsgreinar. Í flestum tilvikum er náms- og starfsfræðslan aðeins ætluð unglingastigi. Ýmsir sjá um kennsluna, oftast náms- og starfsráðgjafar (51%) eða kennarar (38%). Engar upplýsingar eru til um tímafjölda í náms- og starfsfræðslu eða hvaða efni er kennt. Íslenskir grunnskólanemendur fá því augljóslega mjög mismunandi náms- og starfsfræðslu ef þá nokkra. Úr þessu verður að bæta því óhætt er að fullyrða að markviss náms- og starfsfræðsla í grunnskóla er mikilvæg, ekki einungis fyrir framtíð nemenda heldur samfélagið allt.Greinin er önnur af fleirum um sama málefni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun