Rótarýklúbburinn eRótarý Perla Björk Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun