Rótarýklúbburinn eRótarý Perla Björk Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun