Ósanngjörn ummæli Fríða Pálmadóttir skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ég get varla orða bundist yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér stað undanfarna daga í fjölmiðlum landsins um umönnun aldraðra. Það sem tók hornsteininn úr var fyrirsögnin „Fólk bundið og sett á róandi“. Ég hef starfað og komið að hjúkrun aldraðra í þrjátíu ár og aldrei á mínum ferli hef ég upplifað slíkt að fólk sé bundið og sett á róandi. Sláandi er líka að sá sem lætur slík ummæli falla til fjölmiðla á að vera fagaðili, sérmenntaður á sviði öldrunar. Vissulega má margt bæta í þjónustu aldraðra á hjúkrunarheimilum landsins s.s. að aldraðir eigi rétt á einbýli og betri aðstöðu. Allir sem ég hef starfað með síðastliðin þrjátíu ár hafa lagt sig fram um að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu og hugsað um hina öldruðu af alúð. Stundum getur verið nauðsynlegt að nota fjötra til að tryggja öryggi hins aldraða t.d. öryggisbelti í hjólastól til þess að hinn sami fari sér ekki að voða er hann reynir að gera eitthvað umfram getu. Tekið skal fram að fjötrar eru aldrei notaðir nema í sérstökum tilfellum og með samþykki aðstandenda. Fylgikvillar elliglapa og heilabilunar eru oft ranghugmyndir, óróleiki og önnur vanlíðan. Stundum er nauðsynlegt að gefa öldruðum sefandi lyf s.s. Ríson, Haldol og skyld lyf. Það er eingöngu gert til þess að þeim aldraða líði betur. Að halda því fram að fjötrar og lyf séu notuð í annarlegum tilgangi er óábyrgt og fagaðilum ekki sæmandi.Fjárframlög skert Hjúkrunarheimili verða aldrei skemmtistaður þar sem stöðug dagskrá afþreyingar er í boði. Vil ég því minna á að við sem aðstandendur höfum ríkar skyldur til að sinna okkar foreldrum, öfum og ömmum þegar geta þeirra þverr til afþreyingar. Við sem sinnum öldruðum munum hins vegar gera það sem í okkar valdi stendur til þess að síðustu ævikvöldin verði þeim sem léttbærust. Fjárframlög til hjúkrunarheimila hafa verið skert og virðast taka mið af að grunnþörfum aldraðra sé sinnt og er það miður. Öldrunarstofnanir hafa barist fyrir auknum fjárframlögum án árangurs og ég vona að umræða þjóðfélagsins nái eyrum ráðamanna og gerð verði bragarbót. Allir Íslendingar eiga að stuðla að því að málefni aldraðra verði hafin til vegs og virðingar og leggja sitt af mörkum sama hversu mikið við getum lagt til. Margt smátt gerir eitt stórt. Gleymum því ekki að við erum að ræða um aðbúnað foreldra okkar, afa okkar og ömmu og brátt mun okkar tími koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég get varla orða bundist yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér stað undanfarna daga í fjölmiðlum landsins um umönnun aldraðra. Það sem tók hornsteininn úr var fyrirsögnin „Fólk bundið og sett á róandi“. Ég hef starfað og komið að hjúkrun aldraðra í þrjátíu ár og aldrei á mínum ferli hef ég upplifað slíkt að fólk sé bundið og sett á róandi. Sláandi er líka að sá sem lætur slík ummæli falla til fjölmiðla á að vera fagaðili, sérmenntaður á sviði öldrunar. Vissulega má margt bæta í þjónustu aldraðra á hjúkrunarheimilum landsins s.s. að aldraðir eigi rétt á einbýli og betri aðstöðu. Allir sem ég hef starfað með síðastliðin þrjátíu ár hafa lagt sig fram um að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu og hugsað um hina öldruðu af alúð. Stundum getur verið nauðsynlegt að nota fjötra til að tryggja öryggi hins aldraða t.d. öryggisbelti í hjólastól til þess að hinn sami fari sér ekki að voða er hann reynir að gera eitthvað umfram getu. Tekið skal fram að fjötrar eru aldrei notaðir nema í sérstökum tilfellum og með samþykki aðstandenda. Fylgikvillar elliglapa og heilabilunar eru oft ranghugmyndir, óróleiki og önnur vanlíðan. Stundum er nauðsynlegt að gefa öldruðum sefandi lyf s.s. Ríson, Haldol og skyld lyf. Það er eingöngu gert til þess að þeim aldraða líði betur. Að halda því fram að fjötrar og lyf séu notuð í annarlegum tilgangi er óábyrgt og fagaðilum ekki sæmandi.Fjárframlög skert Hjúkrunarheimili verða aldrei skemmtistaður þar sem stöðug dagskrá afþreyingar er í boði. Vil ég því minna á að við sem aðstandendur höfum ríkar skyldur til að sinna okkar foreldrum, öfum og ömmum þegar geta þeirra þverr til afþreyingar. Við sem sinnum öldruðum munum hins vegar gera það sem í okkar valdi stendur til þess að síðustu ævikvöldin verði þeim sem léttbærust. Fjárframlög til hjúkrunarheimila hafa verið skert og virðast taka mið af að grunnþörfum aldraðra sé sinnt og er það miður. Öldrunarstofnanir hafa barist fyrir auknum fjárframlögum án árangurs og ég vona að umræða þjóðfélagsins nái eyrum ráðamanna og gerð verði bragarbót. Allir Íslendingar eiga að stuðla að því að málefni aldraðra verði hafin til vegs og virðingar og leggja sitt af mörkum sama hversu mikið við getum lagt til. Margt smátt gerir eitt stórt. Gleymum því ekki að við erum að ræða um aðbúnað foreldra okkar, afa okkar og ömmu og brátt mun okkar tími koma.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar