Jón Gnarr, Guð, Jón Sig. og kennivaldið Kristín Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun