Jón Gnarr, Guð, Jón Sig. og kennivaldið Kristín Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun