Jón Gnarr, Guð, Jón Sig. og kennivaldið Kristín Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun