Lýðræði fyrir alla? Guðrún Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hef ég varla hugsað um annað en þátttöku innflytjenda í kosningum. Það er vegna þess að mastersverkefnið mitt, „Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim“, fjallaði um þann málaflokk, í íslensku (eða í raun reykvísku) samhengi. Það er alveg ótrúlegt hvað þáttur eins og lýðræðisleg þátttaka minnihlutahóps í samfélaginu er í raun lítið rannsakaður. Hjá Hagstofu Íslands finnast eingöngu tölur um þátttöku fólks af erlendum bakgrunni frá árinu 2006 og bera þau hjá Hagstofunni fyrir sig að það sé of mikið álag á kjörstjórnir að safna þessum gögnum. Of mikið álag eða of mikið ómerkilegt? Tölur yfir þátttöku eftir aldri hafa til dæmis verið notaðar til að rýna í mögulegar ástæður fyrir því að ungt fólk tekur lítinn þátt í kosningum, eins og raun bar vitni í síðustu borgarstjórnarkosningum (2014). Af hverju ætti ekki að vera hægt að nýta tölur yfir þátttöku fólks af erlendum uppruna í eitthvað svipað? Nú eða ef þessar tölur sýna mikla þátttöku, þá reyna að viðhalda þátttökunni eða jafnvel bæta hana enn meira. Jafnvel skoða hvaða þættir hafa hvetjandi áhrif á fólkið til að taka þátt og reyna að nýta það í að hvetja aðra til þátttöku. Íslensk stjórnvöld segja í stefnu sinni um aðlögun innflytjenda að þátttaka nýrra Íslendinga á öllum sviðum samfélagsins sé mjög mikilvæg. Jafnframt segir í stefnunni að hornsteinn íslensks samfélags séu meðal annars lýðræði, samábyrgð og mannréttindi. Í mínum rannsóknum hefur komið í ljós að það eru ekki allir innflytjendur sem vita að þeir hafa í raun kosningarrétt. Er það lýðræðislegt? Er það samábyrgð? Eru það mannréttindi? Það er alveg ljóst að á þessu sviði er margt hægt að bæta, sé vilji fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hef ég varla hugsað um annað en þátttöku innflytjenda í kosningum. Það er vegna þess að mastersverkefnið mitt, „Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim“, fjallaði um þann málaflokk, í íslensku (eða í raun reykvísku) samhengi. Það er alveg ótrúlegt hvað þáttur eins og lýðræðisleg þátttaka minnihlutahóps í samfélaginu er í raun lítið rannsakaður. Hjá Hagstofu Íslands finnast eingöngu tölur um þátttöku fólks af erlendum bakgrunni frá árinu 2006 og bera þau hjá Hagstofunni fyrir sig að það sé of mikið álag á kjörstjórnir að safna þessum gögnum. Of mikið álag eða of mikið ómerkilegt? Tölur yfir þátttöku eftir aldri hafa til dæmis verið notaðar til að rýna í mögulegar ástæður fyrir því að ungt fólk tekur lítinn þátt í kosningum, eins og raun bar vitni í síðustu borgarstjórnarkosningum (2014). Af hverju ætti ekki að vera hægt að nýta tölur yfir þátttöku fólks af erlendum uppruna í eitthvað svipað? Nú eða ef þessar tölur sýna mikla þátttöku, þá reyna að viðhalda þátttökunni eða jafnvel bæta hana enn meira. Jafnvel skoða hvaða þættir hafa hvetjandi áhrif á fólkið til að taka þátt og reyna að nýta það í að hvetja aðra til þátttöku. Íslensk stjórnvöld segja í stefnu sinni um aðlögun innflytjenda að þátttaka nýrra Íslendinga á öllum sviðum samfélagsins sé mjög mikilvæg. Jafnframt segir í stefnunni að hornsteinn íslensks samfélags séu meðal annars lýðræði, samábyrgð og mannréttindi. Í mínum rannsóknum hefur komið í ljós að það eru ekki allir innflytjendur sem vita að þeir hafa í raun kosningarrétt. Er það lýðræðislegt? Er það samábyrgð? Eru það mannréttindi? Það er alveg ljóst að á þessu sviði er margt hægt að bæta, sé vilji fyrir hendi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun