Finnst gaman að baka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 09:45 Bogey Rún og Alexander hittast reglulega og byrja jafnan á að fara heim til Bogeyjar, borða Cheerios og spjalla. Vísir/Valli „Þegar ég var barn í Langholtsskóla var ég svolítið feimin. Þess vegna fékk ég mentor. Mentorinn minn var stelpa úr Menntaskólanum við Sund sem ég hitti alltaf einu sinni í viku í heilan vetur. Við fórum í keilu, sund, bíó og gerðum margt fleira skemmtilegt,“ segir Bogey Rún Beck Helgadóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún segir þessar stundir með menntaskólastúlkunni hafa gefið sér mikið. „Mér fannst gaman að geta sagt hinum krökkunum frá einhverju sem ég hafði upplifað utan skólans og tel að þetta prógramm hafi hjálpað mér.“ Bogey segir annan nemanda úr sama bekk hafa líka haft mentor þennan vetur. „Við vorum oft saman því mentorarnir okkar voru vinkonur,“ rifjar hún upp. Nú er Bogey í leiðbeinandahlutverkinu. Frá því í október í haust hefur hún verið mentor og hitt Alexander Khandong, nemanda í Álfhólsskóla í Kópavogi, vikulega. Hann er átta ára og á foreldra frá Taílandi. „Það er misjafnt hvernig fólk vill hafa fyrirkomulagið á hittingunum en mér finnst ágætt að hafa mentordag, alltaf sama vikudaginn, og gera þá ráð fyrir þessari samveru. Við höfum þetta þannig að ég sæki Alexander í skólann og skutla honum heim á eftir af því að ég er á bíl. Ég reyni alltaf að vera komin með hugmyndir að einhverju til að gera en spyr hann alltaf líka hvort það sé eitthvað sérstakt sem hann langi að gera. Það er fastur liður hjá okkur að fara beint heim til mín og borða Cheerios. Það er mikilvægur dagskrárliður. Við spjöllum mikið saman, Alexander er rosalegur spjallari. Oft förum við eitthvað út á eftir en höfum líka bakað mikið saman heima hjá mér. Honum finnst rosa gaman að baka. Við höfum líka farið í bíó og á bingó og horft á sjónvarp og vídeó.“ Bogey veit um fleiri nemendur Kvennaskólans sem hafa valið að vera mentorar þetta árið og sinna krökkum á aldrinum sjö til níu ára á svipaðan hátt og hún. En veit hún hvernig valið er í yngri hópinn? „Ég held að krakkar sem eru af erlendum uppruna, eða nýfluttir í hverfið og þekkja ekki marga, hafi forgang,“ svarar hún og vonar að þeir sem taka þátt í mentorverkefninu á þessum vetri eigi eftir að hittast. Markmið og hugmyndafræði Vinátta er samfélagsverkefni þar sem lögð er áhersla á gagnkvæman ávinning með því að börn og ungmenni læri af aðstæðum hvors annars. Það byggir á þeirri hugmyndafræði að samskiptin séu jákvætt innlegg í líf barnsins því mentorinn verður barninu fyrirmynd og bætir möguleika þess við mótun sjálfsmyndar. Börnin eiga að … kynnast nýjum hugmyndum, aðstæðum og öðlast nýja þekkingu og reynslu. styrkja sjálfsmynd sína og auka félagsfærni. kynnast nýjum aðstæðum til skemmtunar. kynnast möguleikum til náms. Mentorarnir eiga að … þroska félagslega færni og samskiptahæfni. eiga uppbyggileg samskipti við börn og forráðamenn þeirra. laga sig að margbreytilegum aðstæðum. vinna að velferð barna og öðlast víðtæka reynslu í samskiptum við börn. heimild: vinatta.is Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
„Þegar ég var barn í Langholtsskóla var ég svolítið feimin. Þess vegna fékk ég mentor. Mentorinn minn var stelpa úr Menntaskólanum við Sund sem ég hitti alltaf einu sinni í viku í heilan vetur. Við fórum í keilu, sund, bíó og gerðum margt fleira skemmtilegt,“ segir Bogey Rún Beck Helgadóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún segir þessar stundir með menntaskólastúlkunni hafa gefið sér mikið. „Mér fannst gaman að geta sagt hinum krökkunum frá einhverju sem ég hafði upplifað utan skólans og tel að þetta prógramm hafi hjálpað mér.“ Bogey segir annan nemanda úr sama bekk hafa líka haft mentor þennan vetur. „Við vorum oft saman því mentorarnir okkar voru vinkonur,“ rifjar hún upp. Nú er Bogey í leiðbeinandahlutverkinu. Frá því í október í haust hefur hún verið mentor og hitt Alexander Khandong, nemanda í Álfhólsskóla í Kópavogi, vikulega. Hann er átta ára og á foreldra frá Taílandi. „Það er misjafnt hvernig fólk vill hafa fyrirkomulagið á hittingunum en mér finnst ágætt að hafa mentordag, alltaf sama vikudaginn, og gera þá ráð fyrir þessari samveru. Við höfum þetta þannig að ég sæki Alexander í skólann og skutla honum heim á eftir af því að ég er á bíl. Ég reyni alltaf að vera komin með hugmyndir að einhverju til að gera en spyr hann alltaf líka hvort það sé eitthvað sérstakt sem hann langi að gera. Það er fastur liður hjá okkur að fara beint heim til mín og borða Cheerios. Það er mikilvægur dagskrárliður. Við spjöllum mikið saman, Alexander er rosalegur spjallari. Oft förum við eitthvað út á eftir en höfum líka bakað mikið saman heima hjá mér. Honum finnst rosa gaman að baka. Við höfum líka farið í bíó og á bingó og horft á sjónvarp og vídeó.“ Bogey veit um fleiri nemendur Kvennaskólans sem hafa valið að vera mentorar þetta árið og sinna krökkum á aldrinum sjö til níu ára á svipaðan hátt og hún. En veit hún hvernig valið er í yngri hópinn? „Ég held að krakkar sem eru af erlendum uppruna, eða nýfluttir í hverfið og þekkja ekki marga, hafi forgang,“ svarar hún og vonar að þeir sem taka þátt í mentorverkefninu á þessum vetri eigi eftir að hittast. Markmið og hugmyndafræði Vinátta er samfélagsverkefni þar sem lögð er áhersla á gagnkvæman ávinning með því að börn og ungmenni læri af aðstæðum hvors annars. Það byggir á þeirri hugmyndafræði að samskiptin séu jákvætt innlegg í líf barnsins því mentorinn verður barninu fyrirmynd og bætir möguleika þess við mótun sjálfsmyndar. Börnin eiga að … kynnast nýjum hugmyndum, aðstæðum og öðlast nýja þekkingu og reynslu. styrkja sjálfsmynd sína og auka félagsfærni. kynnast nýjum aðstæðum til skemmtunar. kynnast möguleikum til náms. Mentorarnir eiga að … þroska félagslega færni og samskiptahæfni. eiga uppbyggileg samskipti við börn og forráðamenn þeirra. laga sig að margbreytilegum aðstæðum. vinna að velferð barna og öðlast víðtæka reynslu í samskiptum við börn. heimild: vinatta.is
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira