Kórar syngja í Hörpu 22. febrúar fyrir friðinn Arthúr Björgvin Bollason skrifar 13. febrúar 2015 07:00 Í þekktu ljóði eftir skáldið Jónas Svafár segir: „vinna vélbyssur að vélritun / á sögu mannsins“. Það er ekki orðum aukið að alltof langir kaflar í sögu mannkyns hafi verið skrifaðir með blóði. Friðarhugsjónin, draumurinn um að mennirnir geti lifað í sátt og útkljáð deilumál sín með orðum í stað þess að láta vopnin tala, hefur löngum átt erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir aukna menntun og þá upplýsingu sem samtíð okkar er mótuð af, berast heilu þjóðirnar enn á banaspjótum, vígamenn ganga berserksgang og saklaust fólk er aflífað með hroðalegum hætti; fólk sem í raun dreymir ekki um annað en að geta ræktað garðinn sinn í sátt við bæði guð og menn. Það er þetta fólk sem Ari Jósefsson orti um í ljóðinu „Stríð“:Undarlegir eru mennsem ráða fyrir þjóðumÞeir berjast fyrir föðurlandeða fyrir hugsjónog drepa okkur sem eigumekkert föðurland nema jörðinaenga hugsjón nema lífið Þetta er einmitt lóðið. Flestir eiga þá hugsjón eina að mega lifa í friði; og hvað sem líður öllum landamærum þessa heims, þá er jörðin þegar upp er staðið sameiginlegt föðurland okkar allra. Manndráp og styrjaldir eru smánarblettir á sögu mannkynsins. Það er siðferðileg skylda okkar sem viljum teljast til tegundarinnar „homo sapiens“ og standa undir því að kallast viti bornar lífverur að beita öllum ráðum til að vekja andúð á styrjöldum. Það þarf meiri áræði og stórhug til að berjast fyrir friði en að vega menn. John Lennon og Yoko Ono héldu merki friðarins á lofti. Þau brýndu fyrir mönnum að elska hver annan í stað þess að tortíma hver öðrum. Í þessum anda samdi Lennon lagið „Love“, sem Yoko Ono hefur sérstakt dálæti á. Þess vegna valdi hún þetta lag sem einkennislag friðarhátíðarinnar sem nú verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 16. – 22. febrúar. Hugmyndin er að kórar úr öllum heiminum sameinist í þessum fallega söng fyrir friði eina dagstund, síðdegis þann 22. febrúar. Þá munu íslenskir kórar koma saman í Hörpu og syngja þennan áhrifamikla friðarsöng. Og víðs vegar um lönd munu erlendir kórar syngja þennan sama söng á sama tíma, hver í sinni heimaborg. Friðarhátíðin á að verða fastur liður í vetrardagskrá Reykjavíkur næstu árin. Þannig getum við Íslendingar vakið athygli á brýnum málstað friðarins um allan heim. Það yrði mikill heiður fyrir okkur ef landið okkar yrði með tíð og tíma miðstöð heimsfriðarins.Reisum merki friðarins Það er líka ánægjulegt að okkur skuli hafa tekist að vinna breska tónsnillinginn Ben Parry til fylgis við friðarhugsjónina, en hann hefur tekið að sér að verða listrænn stjórnandi hátíðarinnar árið 2015. Og það er vitað að þegar fram líða stundir hafa margir aðrir erlendir listmenn og kórar áhuga fyrir að leggja þessu þarfa málefni lið. Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum til friðarhátíðarinnar, auk þess sem ICELANDAIR hefur tekið að sér að vera öflugur bakhjarl hátíðarinnar, enda er öllum akkur í því á þessum miklu ófriðartímum að eyjan okkar í norðri verði ímynd friðar og andófs gegn hvers kyns hernaðarbrölti. Til þess höfum við alla burði sem herlaust land. Það efast enginn um að stríð er vitfirring. Eina gyðjan sem vakir yfir stríðsrekstri er gyðja heimskunnar. Og þó að gyðjan sú skipi því miður býsna veglegan sess í lífi þjóðanna eigum við ekki að láta henni það eftir að hlakka yfir tilgangslausum manndrápum. Við þurfum að reisa merki friðarins hátt á loft, láta ljósið frá friðarsúlu Yoko Ono lýsa frá Viðey um heima alla og stimpla okkur inn í vitund þjóðanna sem boðbera friðarins. Það er „markaðssetning“ sem verður okkur til framdráttar á alþjóðlegum vettvangi. Kórar úr öllum áttum munu fylla alrýmið í Hörpu 22. febrúar til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Kórarnir munu reyndar ekki aðeins syngja lagið „love“ heldur munu þeir líka gleðja gesti með flutningi á laginu To be graetful undir stjórn höfundarins Magnúsar Kjartanssonar, auk þess sem fleiri tónlistarperlur munu gleðja sinni gesta. Nú þegar hafa rúmlega 700 kórfélagar svarað kallinu. Jafnframt hafa fjölmargir barnakórar boðað komu sína við setningu hátíðarinnar sem verður haldin í Ráðhúsinu mánudaginn 16. febrúar. Allir eru svo velkomnir á hátíðina 22 febrúar í Hörpu sem hefst kl 16:00. Látum sönginn á þessari fyrstu friðarhátíð Reykjavíkur verða svo máttugan að hann ómi yfir höf og lönd og eggi þá sem heyra til að skipa sér í sveit með málsvörum friðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í þekktu ljóði eftir skáldið Jónas Svafár segir: „vinna vélbyssur að vélritun / á sögu mannsins“. Það er ekki orðum aukið að alltof langir kaflar í sögu mannkyns hafi verið skrifaðir með blóði. Friðarhugsjónin, draumurinn um að mennirnir geti lifað í sátt og útkljáð deilumál sín með orðum í stað þess að láta vopnin tala, hefur löngum átt erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir aukna menntun og þá upplýsingu sem samtíð okkar er mótuð af, berast heilu þjóðirnar enn á banaspjótum, vígamenn ganga berserksgang og saklaust fólk er aflífað með hroðalegum hætti; fólk sem í raun dreymir ekki um annað en að geta ræktað garðinn sinn í sátt við bæði guð og menn. Það er þetta fólk sem Ari Jósefsson orti um í ljóðinu „Stríð“:Undarlegir eru mennsem ráða fyrir þjóðumÞeir berjast fyrir föðurlandeða fyrir hugsjónog drepa okkur sem eigumekkert föðurland nema jörðinaenga hugsjón nema lífið Þetta er einmitt lóðið. Flestir eiga þá hugsjón eina að mega lifa í friði; og hvað sem líður öllum landamærum þessa heims, þá er jörðin þegar upp er staðið sameiginlegt föðurland okkar allra. Manndráp og styrjaldir eru smánarblettir á sögu mannkynsins. Það er siðferðileg skylda okkar sem viljum teljast til tegundarinnar „homo sapiens“ og standa undir því að kallast viti bornar lífverur að beita öllum ráðum til að vekja andúð á styrjöldum. Það þarf meiri áræði og stórhug til að berjast fyrir friði en að vega menn. John Lennon og Yoko Ono héldu merki friðarins á lofti. Þau brýndu fyrir mönnum að elska hver annan í stað þess að tortíma hver öðrum. Í þessum anda samdi Lennon lagið „Love“, sem Yoko Ono hefur sérstakt dálæti á. Þess vegna valdi hún þetta lag sem einkennislag friðarhátíðarinnar sem nú verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 16. – 22. febrúar. Hugmyndin er að kórar úr öllum heiminum sameinist í þessum fallega söng fyrir friði eina dagstund, síðdegis þann 22. febrúar. Þá munu íslenskir kórar koma saman í Hörpu og syngja þennan áhrifamikla friðarsöng. Og víðs vegar um lönd munu erlendir kórar syngja þennan sama söng á sama tíma, hver í sinni heimaborg. Friðarhátíðin á að verða fastur liður í vetrardagskrá Reykjavíkur næstu árin. Þannig getum við Íslendingar vakið athygli á brýnum málstað friðarins um allan heim. Það yrði mikill heiður fyrir okkur ef landið okkar yrði með tíð og tíma miðstöð heimsfriðarins.Reisum merki friðarins Það er líka ánægjulegt að okkur skuli hafa tekist að vinna breska tónsnillinginn Ben Parry til fylgis við friðarhugsjónina, en hann hefur tekið að sér að verða listrænn stjórnandi hátíðarinnar árið 2015. Og það er vitað að þegar fram líða stundir hafa margir aðrir erlendir listmenn og kórar áhuga fyrir að leggja þessu þarfa málefni lið. Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum til friðarhátíðarinnar, auk þess sem ICELANDAIR hefur tekið að sér að vera öflugur bakhjarl hátíðarinnar, enda er öllum akkur í því á þessum miklu ófriðartímum að eyjan okkar í norðri verði ímynd friðar og andófs gegn hvers kyns hernaðarbrölti. Til þess höfum við alla burði sem herlaust land. Það efast enginn um að stríð er vitfirring. Eina gyðjan sem vakir yfir stríðsrekstri er gyðja heimskunnar. Og þó að gyðjan sú skipi því miður býsna veglegan sess í lífi þjóðanna eigum við ekki að láta henni það eftir að hlakka yfir tilgangslausum manndrápum. Við þurfum að reisa merki friðarins hátt á loft, láta ljósið frá friðarsúlu Yoko Ono lýsa frá Viðey um heima alla og stimpla okkur inn í vitund þjóðanna sem boðbera friðarins. Það er „markaðssetning“ sem verður okkur til framdráttar á alþjóðlegum vettvangi. Kórar úr öllum áttum munu fylla alrýmið í Hörpu 22. febrúar til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Kórarnir munu reyndar ekki aðeins syngja lagið „love“ heldur munu þeir líka gleðja gesti með flutningi á laginu To be graetful undir stjórn höfundarins Magnúsar Kjartanssonar, auk þess sem fleiri tónlistarperlur munu gleðja sinni gesta. Nú þegar hafa rúmlega 700 kórfélagar svarað kallinu. Jafnframt hafa fjölmargir barnakórar boðað komu sína við setningu hátíðarinnar sem verður haldin í Ráðhúsinu mánudaginn 16. febrúar. Allir eru svo velkomnir á hátíðina 22 febrúar í Hörpu sem hefst kl 16:00. Látum sönginn á þessari fyrstu friðarhátíð Reykjavíkur verða svo máttugan að hann ómi yfir höf og lönd og eggi þá sem heyra til að skipa sér í sveit með málsvörum friðarins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun