Segi „pass“ við náttúrupassanum Kristín Thoroddsen skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Flestir þeirra ferðamanna sem hingað koma, segjast koma vegna náttúru landsins. Það eitt segir okkur að aðgerða er þörf til að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem hafa látið á sjá vegna átroðnings. Ferðaþjónustan veltir meiri tekjum en nokkur önnur grein hér á landi í dag. Það segir mér að hún skapar töluverðar skatttekjur og að mínu mati á að nota þær til uppbyggingar í þeirri grein. Nákvæmlega eins og þegar skattur er lagður á íbúa bæjarfélags og þeir fjármunir nýttir til uppbyggingar, viðhalds og þjónustu fyrir þá sem þar búa. Hvað með þær fréttir að hér á landi séu ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með öllu eða að hluta til undanskilin virðisaukaskatti? Meira að segja fyrirtæki sem hefur auðveldan aðgang að ferðamönnum og þeim tekjum sem þeir skilja eftir sig! „Þeir greiða sem njóta“, þessari setningu hefur verið fleygt fram sem rökum með náttúrupassanum. Hvernig réttlæta þá ráðamenn þjóðarinnar það að hér á landi séu rekin fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem njóta góðs af ferðamönnum en þurfa ekki að greiða neitt til samfélagsins? Eins og hér sé ríki í ríkinu. Ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru undanþegin skatti og það virðist vera að ekki sitji allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu. Aðgerða er strax þörf eins og okkar ágæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra bendir á. Það eru orð að sönnu og engum dylst að úrbóta er þörf hið fyrsta. Því legg ég til að við nýtum þá leið sem við höfum hér sem kallast skattur og hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Kerfi sem kallar ekki á aukið starfsmannahald eða flækjustig og er nú þegar til staðar.Hver verður svo hlutur náttúrunnar? Hvernig sjáum við fyrir okkur að þeir fjármunir muni dreifast sem þarna er aflað, það er, þegar búið er að greiða launakostnað forritarans, landvarðarins, nokkurra starfsmanna ferðamálastofu eða tengdrar stofnunar, bílakostnað, kynningarkostnað, umsýslugjald þeirra sem gefa út passana, þeirra sem skrá þá, þeirra sem þá prenta, svo ekki sé talað um þann kostnað sem fer í að elta uppi þá sem ekki ætla sér að greiða fyrir aðgang og verða uppvísir að landspjöllum til að komast fram hjá „kerfinu“? Ég gæti talið upp fleiri atriði en spyr mig þá: Hver verður upphæðin sem eftir verður til uppbyggingar á ferðamannastöðunum? Eða er það ekki annars það sem þetta snýst um? Orðræðan snýst um framkvæmd. Hún snýst um það hvernig hanna á náttúrupassann að mati ráðherra og allt þetta er tilkomið vegna þess hversu vel hefur gengið að markaðssetja ágæti landsins, fólkið sem hér byggir landið og þá fallegu og viðkvæmu náttúru sem við höfum. Veiða á alla fiskana í sjónum, eða í þessu tilfelli, ná til eins margra ferðamanna og mögulegt er. Hvernig var það á þeim tíma sem fiskveiðar öfluðu okkur mestu gjaldeyristeknanna, þurfti þá ekki í framhaldi að takmarka veiðar vegna ofveiði og hræðslu við það að verið væri að „hreinsa“ hafið? Ferðaþjónustan er ekkert ólík fiskveiði. Hún skapar tekjur og er auðlind okkar allra. En kannski erum við að fiska þar of hratt? Þar ráðast skoðanir þeirra sem byggja hag sinn og afkomu á ferðaþjónustunni, skiljanlega.Hafa þarf landsmenn með í ráðum Það sem ferðaþjónustan þarf er velvild íbúa í garð ferðamanna því það hlýtur að vera hluti af stóru myndinni, ekki síður en þær tekjur sem af þeim skapast. Hér þarf að að ríkja gestrisni sem með afspurn gerir Ísland að áhugaverðum stað til að heimsækja. Ljóst er að náttúrupassinn mun ekki verða vinsæll. En ástæða þess að verið er að ræða þessi mál er jú mikil fjölgun ferðamanna. Viljum við í alvöru fara á þennan stað, stað sem ýtir undir það sem kallast og notað er oft í fræðum ferðaþjónustunnar „þolmörk“? Þolmörk eru helsta ógn ferðaþjónustu alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning þar á. En þegar þolmörkum er náð þá fara íbúar svæðisins að snúast gegn ferðamönnunum og kemur upp ákveðin andúð í garð þeirra. Á hvaða stað verðum við komin þá? Öll eggin komin í sömu körfuna og heilu bæjarfélögin farin að afla tekna af komu ferðamannanna. Horfa verður því á þessa aðgerð, sem innleiðing náttúrpassans er, til mun lengri tíma. Horfa á til ferðaþjónustunnar með langtímamarkmið í huga, langhlaup þar sem ryðja á hindrunum úr vegi eins og hægt er svo allir hafi áhuga á og getu til að taka þátt í langhlaupi og uppgangi ferðaþjónustunnar á landinu. Pössum landið en munum að til þess þarf ekki endilega „náttúru“-passa. Þetta mál hefur fengið að velkjast um í kerfinu í þrjú ár og búið er að verja ómældum tíma í að útfæra þessa hugmynd og enn virðast ráðamenn ekki vera vissir um hvað sé best. Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Að þeir brjóti odd af oflæti sínu og hlusti á raddir þegna sinna og stuðli að jákvæðri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi með okkur, þegna landsins, með í ferðinni. Það er að mínu mati eina leiðin til að ná settu markmiði í þessu langhlaupi ferðaþjónustunnar, bæði með hag náttúrunnar og okkar sem byggjum þetta land að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem hingað koma, segjast koma vegna náttúru landsins. Það eitt segir okkur að aðgerða er þörf til að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem hafa látið á sjá vegna átroðnings. Ferðaþjónustan veltir meiri tekjum en nokkur önnur grein hér á landi í dag. Það segir mér að hún skapar töluverðar skatttekjur og að mínu mati á að nota þær til uppbyggingar í þeirri grein. Nákvæmlega eins og þegar skattur er lagður á íbúa bæjarfélags og þeir fjármunir nýttir til uppbyggingar, viðhalds og þjónustu fyrir þá sem þar búa. Hvað með þær fréttir að hér á landi séu ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með öllu eða að hluta til undanskilin virðisaukaskatti? Meira að segja fyrirtæki sem hefur auðveldan aðgang að ferðamönnum og þeim tekjum sem þeir skilja eftir sig! „Þeir greiða sem njóta“, þessari setningu hefur verið fleygt fram sem rökum með náttúrupassanum. Hvernig réttlæta þá ráðamenn þjóðarinnar það að hér á landi séu rekin fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem njóta góðs af ferðamönnum en þurfa ekki að greiða neitt til samfélagsins? Eins og hér sé ríki í ríkinu. Ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru undanþegin skatti og það virðist vera að ekki sitji allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu. Aðgerða er strax þörf eins og okkar ágæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra bendir á. Það eru orð að sönnu og engum dylst að úrbóta er þörf hið fyrsta. Því legg ég til að við nýtum þá leið sem við höfum hér sem kallast skattur og hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Kerfi sem kallar ekki á aukið starfsmannahald eða flækjustig og er nú þegar til staðar.Hver verður svo hlutur náttúrunnar? Hvernig sjáum við fyrir okkur að þeir fjármunir muni dreifast sem þarna er aflað, það er, þegar búið er að greiða launakostnað forritarans, landvarðarins, nokkurra starfsmanna ferðamálastofu eða tengdrar stofnunar, bílakostnað, kynningarkostnað, umsýslugjald þeirra sem gefa út passana, þeirra sem skrá þá, þeirra sem þá prenta, svo ekki sé talað um þann kostnað sem fer í að elta uppi þá sem ekki ætla sér að greiða fyrir aðgang og verða uppvísir að landspjöllum til að komast fram hjá „kerfinu“? Ég gæti talið upp fleiri atriði en spyr mig þá: Hver verður upphæðin sem eftir verður til uppbyggingar á ferðamannastöðunum? Eða er það ekki annars það sem þetta snýst um? Orðræðan snýst um framkvæmd. Hún snýst um það hvernig hanna á náttúrupassann að mati ráðherra og allt þetta er tilkomið vegna þess hversu vel hefur gengið að markaðssetja ágæti landsins, fólkið sem hér byggir landið og þá fallegu og viðkvæmu náttúru sem við höfum. Veiða á alla fiskana í sjónum, eða í þessu tilfelli, ná til eins margra ferðamanna og mögulegt er. Hvernig var það á þeim tíma sem fiskveiðar öfluðu okkur mestu gjaldeyristeknanna, þurfti þá ekki í framhaldi að takmarka veiðar vegna ofveiði og hræðslu við það að verið væri að „hreinsa“ hafið? Ferðaþjónustan er ekkert ólík fiskveiði. Hún skapar tekjur og er auðlind okkar allra. En kannski erum við að fiska þar of hratt? Þar ráðast skoðanir þeirra sem byggja hag sinn og afkomu á ferðaþjónustunni, skiljanlega.Hafa þarf landsmenn með í ráðum Það sem ferðaþjónustan þarf er velvild íbúa í garð ferðamanna því það hlýtur að vera hluti af stóru myndinni, ekki síður en þær tekjur sem af þeim skapast. Hér þarf að að ríkja gestrisni sem með afspurn gerir Ísland að áhugaverðum stað til að heimsækja. Ljóst er að náttúrupassinn mun ekki verða vinsæll. En ástæða þess að verið er að ræða þessi mál er jú mikil fjölgun ferðamanna. Viljum við í alvöru fara á þennan stað, stað sem ýtir undir það sem kallast og notað er oft í fræðum ferðaþjónustunnar „þolmörk“? Þolmörk eru helsta ógn ferðaþjónustu alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning þar á. En þegar þolmörkum er náð þá fara íbúar svæðisins að snúast gegn ferðamönnunum og kemur upp ákveðin andúð í garð þeirra. Á hvaða stað verðum við komin þá? Öll eggin komin í sömu körfuna og heilu bæjarfélögin farin að afla tekna af komu ferðamannanna. Horfa verður því á þessa aðgerð, sem innleiðing náttúrpassans er, til mun lengri tíma. Horfa á til ferðaþjónustunnar með langtímamarkmið í huga, langhlaup þar sem ryðja á hindrunum úr vegi eins og hægt er svo allir hafi áhuga á og getu til að taka þátt í langhlaupi og uppgangi ferðaþjónustunnar á landinu. Pössum landið en munum að til þess þarf ekki endilega „náttúru“-passa. Þetta mál hefur fengið að velkjast um í kerfinu í þrjú ár og búið er að verja ómældum tíma í að útfæra þessa hugmynd og enn virðast ráðamenn ekki vera vissir um hvað sé best. Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Að þeir brjóti odd af oflæti sínu og hlusti á raddir þegna sinna og stuðli að jákvæðri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi með okkur, þegna landsins, með í ferðinni. Það er að mínu mati eina leiðin til að ná settu markmiði í þessu langhlaupi ferðaþjónustunnar, bæði með hag náttúrunnar og okkar sem byggjum þetta land að leiðarljósi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun