Endurupplifa æskuna með NBA-körfuboltamyndum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:00 Úlfar Freyr Jóhannsson og Ingólfur Ástmarsson stofnuðu NBA-myndahópinn í desember. vísir/andri marínó Í lok desember tóku tveir menn á fertugsaldri sig saman og stofnuðu Facebook-hópinn NBA körfuboltamyndir – kaupa, selja, skipta. Sem stendur eru meðlimir hópsins níutíu. „Við Ingólfur þekktumst ekkert áður en við stofnuðum hópinn,“ segir Úlfar Freyr Jóhannsson en hann stofnaði hópinn ásamt Ingólfi Ástmarssyni. „Þetta hafði verið stórt áhugamál hjá mér áður og þegar það blossaði upp aftur leitaði ég á netinu. Þar kynntist ég Ingólfi eftir auglýsingu á bland.is.“ „Ég fór ekki úr unglingavinnunni í 8. bekk án þess að kaupa mér pakka af myndum,“ segir Ingólfur Ástmarsson. Hann gerði þau mistök að selja myndirnar sínar síðar meir og byrjaði með autt blað á nýjan leik nú síðasta haust. „Ég hef pantað myndir að utan og á nú nokkuð gott safn, einhverjar þrjár möppur.“ Þeir segja að flestir í hópnum safni svokölluðum Draumaliðsleikmönnum, þ.e. leikmönnum sem skipuðu landslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona. Það var í fyrsta skipti sem NBA-leikmenn voru í landsliðinu. Þar mátti finna andlit á borð við Michael Jordan, Karl Malone, John Stockton, Magic Johnson, Larry Bird og þá eru aðeins fáir upptaldir.Hér ber að líta myndir þeirra félaga.vísir/andri marínó„Það kom upp sú hugmynd hjá einhverjum hvort það væri ekki vit í að flytja inn myndir,“ segir Úlfar. Ekki var tekið vel í þá hugmynd þar sem á þeim myndum hefðu verið leikmenn sem spila í dag. „Ég á nokkra LeBron og Durant og menn sem koma og skoða safnið mitt vilja ekki sjá þá,“ bætir Úlfar við. Í augnablikinu sé það að mestu Jordan- og Wu-Tang-kynslóðin sem er í hópnum. Ingólfur segir að viðbrögðin hafi verið miklu meiri en þeir bjuggust við. Hann þekki dæmi þess efnis að fólk hafi grafið upp gamlar myndir úr kjöllurum og geymslum til að taka þráðinn upp á nýjan leik. „Fólk hefur verið að skiptast á og selja myndir. Það hefur líka verið talað um að hittast en af því hefur ekki orðið enn þá,“ segir Ingólfur. Að sögn Úlfars er verðið á myndum hérlendis enn nokkuð hátt. „Þegar við vorum ungir þá eyddi maður svo miklum pening í myndirnar sem í dag eru næsta verðlausar. Mig grunar að markaðurinn eigi eftir að breytast eitthvað.“ Hann bendir einnig á að hann sé í sambærilegum dönskum hópi sem sé enn fámennari en sá íslenski. Þeir sem hafa áhuga á málinu geta leitað að hópnum á Facebook og fengið aðgang að honum. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Í lok desember tóku tveir menn á fertugsaldri sig saman og stofnuðu Facebook-hópinn NBA körfuboltamyndir – kaupa, selja, skipta. Sem stendur eru meðlimir hópsins níutíu. „Við Ingólfur þekktumst ekkert áður en við stofnuðum hópinn,“ segir Úlfar Freyr Jóhannsson en hann stofnaði hópinn ásamt Ingólfi Ástmarssyni. „Þetta hafði verið stórt áhugamál hjá mér áður og þegar það blossaði upp aftur leitaði ég á netinu. Þar kynntist ég Ingólfi eftir auglýsingu á bland.is.“ „Ég fór ekki úr unglingavinnunni í 8. bekk án þess að kaupa mér pakka af myndum,“ segir Ingólfur Ástmarsson. Hann gerði þau mistök að selja myndirnar sínar síðar meir og byrjaði með autt blað á nýjan leik nú síðasta haust. „Ég hef pantað myndir að utan og á nú nokkuð gott safn, einhverjar þrjár möppur.“ Þeir segja að flestir í hópnum safni svokölluðum Draumaliðsleikmönnum, þ.e. leikmönnum sem skipuðu landslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona. Það var í fyrsta skipti sem NBA-leikmenn voru í landsliðinu. Þar mátti finna andlit á borð við Michael Jordan, Karl Malone, John Stockton, Magic Johnson, Larry Bird og þá eru aðeins fáir upptaldir.Hér ber að líta myndir þeirra félaga.vísir/andri marínó„Það kom upp sú hugmynd hjá einhverjum hvort það væri ekki vit í að flytja inn myndir,“ segir Úlfar. Ekki var tekið vel í þá hugmynd þar sem á þeim myndum hefðu verið leikmenn sem spila í dag. „Ég á nokkra LeBron og Durant og menn sem koma og skoða safnið mitt vilja ekki sjá þá,“ bætir Úlfar við. Í augnablikinu sé það að mestu Jordan- og Wu-Tang-kynslóðin sem er í hópnum. Ingólfur segir að viðbrögðin hafi verið miklu meiri en þeir bjuggust við. Hann þekki dæmi þess efnis að fólk hafi grafið upp gamlar myndir úr kjöllurum og geymslum til að taka þráðinn upp á nýjan leik. „Fólk hefur verið að skiptast á og selja myndir. Það hefur líka verið talað um að hittast en af því hefur ekki orðið enn þá,“ segir Ingólfur. Að sögn Úlfars er verðið á myndum hérlendis enn nokkuð hátt. „Þegar við vorum ungir þá eyddi maður svo miklum pening í myndirnar sem í dag eru næsta verðlausar. Mig grunar að markaðurinn eigi eftir að breytast eitthvað.“ Hann bendir einnig á að hann sé í sambærilegum dönskum hópi sem sé enn fámennari en sá íslenski. Þeir sem hafa áhuga á málinu geta leitað að hópnum á Facebook og fengið aðgang að honum.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira