Máttur kvenna til Tansaníu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 07:00 Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og stofnana á ekki aðeins að ná til þeirra sem hér búa hverju sinni heldur ber okkur sem einni ríkustu þjóð veraldar einnig að stuðla að framþróun annars staðar – sér í lagi þar sem neyðin er sárust. Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam á eitt prósent jarðarbúa nálega helming auðs veraldar og tuttugasti hluti á 95 prósent eignanna. Því miður er fátækt enn útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rannsóknir sýna að í baráttunni gegn fátækt bítur menntunin best – með menntun fær fólk tæki til að berjast úr örbirgð til bjargálna. Í viðleitni til að leggja þeirri grundvallarbaráttu lið ræðst Háskólinn á Bifröst nú í það verkefni að flytja námskeiðið „Máttur kvenna“ út til Tansaníu og veita efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilisins, veitir aðgang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar.Styrkjum konurnar á heimavelli Nálega þúsund íslenskar konur hafa farið í gegnum námskeiðið Máttur kvenna sem Háskólinn á Bifröst hefur haldið úti í áratug en því er ætlað að skóla konur til aukinnar þátttöku í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt endurmati íslensku kvennanna styrkti námskeiðið þær verulega sem einstaklinga, starfsmenn, frumkvöðla og atvinnurekendur. Hlutverk Háskólans á Bifröst er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og endurspeglast sú áhersla í Mætti kvenna. Og nú þegar áratugar reynsla er komin á þessa aðferð viljum við veita fleirum álíka tækifæri og prófa verkefnið í Afríku, þótt aðstæður séu vissulega öðruvísi og kennsluna þurfi að laga að háttum heimamanna. Valið á Bashay í Tansaníu kemur til vegna tengsla minna við þorpið. Þar hef ég búið og rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu (Tanzanice Farm) sem hefur skapað fjölda starfa fyrir heimamenn. Þau tengsl sem þar hafa skapast nýtast við að ná sem bestum árangri við yfirfærslu verkefnisins. Til að undirbúa fyrsta námskeiðið í Tansaníu núna í apríl kemur ung kona, Resty, frá Tansaníu til Íslands og dvelur hér í 7 vikur. Hún mun fá handleiðslu hjá kennurum Háskólans á Bifröst sem munu kynna fyrir henni verkefnið og aðferðafræði þess. Resty mun í framhaldinu aðstoða kennarana sem fara til Tansaníu við að miðla námsefninu til kvennanna og taka þátt í handleiðslu verklegrar þjálfunar. Þetta skemmtilega verkefni felur í sér samstarf ólíkra heima, frumkvæði og gagnkvæma virðingu þar sem þátttakendur munu læra hver af öðrum. Til verkefnisins í Bashay leggur Háskólinn á Bifröst fram kennara og umsýslu heima fyrir. En við getum þetta ekki ein. Og leitum því til Íslendinga. Mikilægt er að fá fyrirtæki og einstaklinga til liðs við okkur og styrkja verkefnið. Tanzanice Farm, Íslandsbanki og Bernhard Laxdal hafa þegar boðið fram stuðning og við eigum í viðræðum við fleiri góð fyrirtæki. En við vonum að fleiri fyrirtæki og einstaklingar vilji leggja málinu lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og stofnana á ekki aðeins að ná til þeirra sem hér búa hverju sinni heldur ber okkur sem einni ríkustu þjóð veraldar einnig að stuðla að framþróun annars staðar – sér í lagi þar sem neyðin er sárust. Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam á eitt prósent jarðarbúa nálega helming auðs veraldar og tuttugasti hluti á 95 prósent eignanna. Því miður er fátækt enn útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rannsóknir sýna að í baráttunni gegn fátækt bítur menntunin best – með menntun fær fólk tæki til að berjast úr örbirgð til bjargálna. Í viðleitni til að leggja þeirri grundvallarbaráttu lið ræðst Háskólinn á Bifröst nú í það verkefni að flytja námskeiðið „Máttur kvenna“ út til Tansaníu og veita efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilisins, veitir aðgang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar.Styrkjum konurnar á heimavelli Nálega þúsund íslenskar konur hafa farið í gegnum námskeiðið Máttur kvenna sem Háskólinn á Bifröst hefur haldið úti í áratug en því er ætlað að skóla konur til aukinnar þátttöku í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt endurmati íslensku kvennanna styrkti námskeiðið þær verulega sem einstaklinga, starfsmenn, frumkvöðla og atvinnurekendur. Hlutverk Háskólans á Bifröst er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og endurspeglast sú áhersla í Mætti kvenna. Og nú þegar áratugar reynsla er komin á þessa aðferð viljum við veita fleirum álíka tækifæri og prófa verkefnið í Afríku, þótt aðstæður séu vissulega öðruvísi og kennsluna þurfi að laga að háttum heimamanna. Valið á Bashay í Tansaníu kemur til vegna tengsla minna við þorpið. Þar hef ég búið og rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu (Tanzanice Farm) sem hefur skapað fjölda starfa fyrir heimamenn. Þau tengsl sem þar hafa skapast nýtast við að ná sem bestum árangri við yfirfærslu verkefnisins. Til að undirbúa fyrsta námskeiðið í Tansaníu núna í apríl kemur ung kona, Resty, frá Tansaníu til Íslands og dvelur hér í 7 vikur. Hún mun fá handleiðslu hjá kennurum Háskólans á Bifröst sem munu kynna fyrir henni verkefnið og aðferðafræði þess. Resty mun í framhaldinu aðstoða kennarana sem fara til Tansaníu við að miðla námsefninu til kvennanna og taka þátt í handleiðslu verklegrar þjálfunar. Þetta skemmtilega verkefni felur í sér samstarf ólíkra heima, frumkvæði og gagnkvæma virðingu þar sem þátttakendur munu læra hver af öðrum. Til verkefnisins í Bashay leggur Háskólinn á Bifröst fram kennara og umsýslu heima fyrir. En við getum þetta ekki ein. Og leitum því til Íslendinga. Mikilægt er að fá fyrirtæki og einstaklinga til liðs við okkur og styrkja verkefnið. Tanzanice Farm, Íslandsbanki og Bernhard Laxdal hafa þegar boðið fram stuðning og við eigum í viðræðum við fleiri góð fyrirtæki. En við vonum að fleiri fyrirtæki og einstaklingar vilji leggja málinu lið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun