Að skreppa saman Úrsúla Jünemann skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Um daginn spurði maðurinn minn hvort við ættum eitthvað að skreppa saman og átti auðvitað við hvort við færum í smá ferðalag. Mér fannst þetta fyndið, ég glotti og svaraði að mig langaði alls ekki að skreppa saman, vildi frekar vera eins stór og sterk eins og ég væri núna. En auðvitað skreppa menn saman með aldrinum. Færni til hreyfingar, styrkur og úthald minnka smátt og smátt. Kannski minnka kröfurnar til lífsins einnig, það gæti verið. Ef til vill er fólk á efri árum sátt við lakari kjör? Viðhorf stjórnvalda í garð eldra fólksins núna í dag – og undanfarin ár einnig – virðast allavega þannig. Eru þarfir fólksins á efri árunum virkilega að skreppa saman? Er lífslöngun og ósk um að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu „að skreppa saman“? Löngun til að læra meira og bæta við sig eða halda við þekkingu og færni? Allt þetta byggist upp á því að eldra fólkið fái tækifæri. Þegar maður er 50 + á hann til dæmis ekki mörg tækifæri til að fá vinnu. Unga fólkið er ódýrara vinnuafl og með nýlegri menntun. En reynslan sem eldra fólkið kemur með er oft ekki metin að verðleikum. Ekki heldur það að eldri starfsmenn séu lausir við baslið við að ala upp börnin, koma sér upp húsnæði og þurfa oftar að tilkynna forföll út af öllu þessu stressi eða veikindi barna. Það er vitað mál að menn skreppa mjög mikið saman þegar þeir hafa ekki lengur hlutverk í lífinu. Og þegar fólk er þá loksins komið að þeim tímapunkti að fá eftirlaun þá skreppa tekjurnar heldur betur saman. Ég er hrædd um að það muni væntanlega aukast enn ef lífeyrissjóðirnir fjárfesta í einhverjum áhættusæknum verkefnum og tapa á því. Svo mun þjóðin eldast, mun fleiri munu eiga rétt á eftirlaunum og færri afla tekna á móti. Ef eftirlaunagreiðslurnar eru lágar og heilbrigðisþjónustan minnkar enn þá er mikil hætta á ferðinni. Margir eldri borgarar hafa nú þegar ekki efni á því að kaupa lyf og læknisþjónustu. Við tölum ekki um að gera eitthvað skemmtilegt: Ferðast, fara á námskeið, sækja menningarviðburði eða fara út að borða. Menn sem hafa unnið allt sitt líf og skilað sínu til þjóðfélagsins ættu að eiga rétt á því að lifa síðustu árin sín með reisn. Allt kostar sitt og helst af öllu þjónustan sem eldra fólkið þarf á að halda. Rík þjóð eins og Ísland ætti að hafa efni á því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn spurði maðurinn minn hvort við ættum eitthvað að skreppa saman og átti auðvitað við hvort við færum í smá ferðalag. Mér fannst þetta fyndið, ég glotti og svaraði að mig langaði alls ekki að skreppa saman, vildi frekar vera eins stór og sterk eins og ég væri núna. En auðvitað skreppa menn saman með aldrinum. Færni til hreyfingar, styrkur og úthald minnka smátt og smátt. Kannski minnka kröfurnar til lífsins einnig, það gæti verið. Ef til vill er fólk á efri árum sátt við lakari kjör? Viðhorf stjórnvalda í garð eldra fólksins núna í dag – og undanfarin ár einnig – virðast allavega þannig. Eru þarfir fólksins á efri árunum virkilega að skreppa saman? Er lífslöngun og ósk um að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu „að skreppa saman“? Löngun til að læra meira og bæta við sig eða halda við þekkingu og færni? Allt þetta byggist upp á því að eldra fólkið fái tækifæri. Þegar maður er 50 + á hann til dæmis ekki mörg tækifæri til að fá vinnu. Unga fólkið er ódýrara vinnuafl og með nýlegri menntun. En reynslan sem eldra fólkið kemur með er oft ekki metin að verðleikum. Ekki heldur það að eldri starfsmenn séu lausir við baslið við að ala upp börnin, koma sér upp húsnæði og þurfa oftar að tilkynna forföll út af öllu þessu stressi eða veikindi barna. Það er vitað mál að menn skreppa mjög mikið saman þegar þeir hafa ekki lengur hlutverk í lífinu. Og þegar fólk er þá loksins komið að þeim tímapunkti að fá eftirlaun þá skreppa tekjurnar heldur betur saman. Ég er hrædd um að það muni væntanlega aukast enn ef lífeyrissjóðirnir fjárfesta í einhverjum áhættusæknum verkefnum og tapa á því. Svo mun þjóðin eldast, mun fleiri munu eiga rétt á eftirlaunum og færri afla tekna á móti. Ef eftirlaunagreiðslurnar eru lágar og heilbrigðisþjónustan minnkar enn þá er mikil hætta á ferðinni. Margir eldri borgarar hafa nú þegar ekki efni á því að kaupa lyf og læknisþjónustu. Við tölum ekki um að gera eitthvað skemmtilegt: Ferðast, fara á námskeið, sækja menningarviðburði eða fara út að borða. Menn sem hafa unnið allt sitt líf og skilað sínu til þjóðfélagsins ættu að eiga rétt á því að lifa síðustu árin sín með reisn. Allt kostar sitt og helst af öllu þjónustan sem eldra fólkið þarf á að halda. Rík þjóð eins og Ísland ætti að hafa efni á því!
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun