Náttúrupassi: Já takk Ásbjörn Björgvinsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Með fullri virðingu fyrir skoðunum annarra langar mig að koma með þetta innlegg í umræðuna um Náttúrupassann sem mér sýnist enn og aftur vera komin á villigötur. Ég hef mörg undanfarin ár tekið þátt í vinnufundum, ráðstefnum, setið í vinnuhópum og nefndum með félögum mínum í ferðaþjónustunni til að skoða og finna lausnir á þeirri stöðu sem náttúruperlur þessa lands eru komnar í eða eru á leiðinni í. Nú þegar frumvarp ráðherra er komið fram til umræðu er í mínum huga algjört grundvallaratriði að lesa í gegnum ALLT frumvarpið og skoða það vel og söguna á bak við það áður en allt er skotið í kaf eða rangtúlkað.Áralangar umræður Umræðan og skoðun á gjaldtökuleiðum til uppbyggingar við okkar fjölförnustu ferðamannastaði hefur staðið yfir árum saman og hófst löngu áður en núverandi ráðherra tók við störfum. Það var eftir alla þá yfirferð, umræður, fundi, málþing og skýrslur að ráðherra komst að þeirri niðurstöðu að kalla saman hóp til að skoða og ræða útfærsluleiðir á svokölluðum Náttúrupassa. Þeir sem ekki höfðu tekið þátt í umræðum og vinnu undanfarinna ára komu strax með aðrar hugmyndir og töldu ráðherra vera að neyða náttúrupassa upp á landslýð í stað þess að fara aðrar leiðir sem þegar var búið að ræða og skoða í áraraðir og ýta út af borðinu. Ráðgjafahópurinn fékk því það hlutverk að ræða og finna útfærsluleiðir á passanum. Á fyrsta eða öðrum fundi ráðgjafahópsins í nóvember 2013 lögðu Ferðamálasamtök Íslands fram tillögu um að Náttúrupassinn yrði valfrjáls fyrstu tvö til þrjú árin meðan verið væri að kanna greiðsluvilja ferðamanna og ræða sig að endanlegri útfærsluleið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi (sem eftir á að hyggja var miður).Ríkið borgi uppbygginguna Það er margbúið að benda á þá mismunun sem ferðaþjónustan hefur búið við hvað varðar fjárfestingar í innviðum greinarinnar og sérstaklega hvað varðar t.d. rannsóknarfé undanfarin ár. Við erum því miður enn ekki búin að ná þeirri stöðu eða vigt að ríkisvaldið raði okkur ofar í forgangsröðina þegar kemur að fjárveitingum til uppbyggingar innviða og/eða rannsókna. Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hafa áratuga forskot á ferðaþjónustuna og allir innviðir landsins hafa tekið mið af þessum atvinnugreinum undanfarna áratugi sem og áherslur stjórnmálaflokkanna. Með aukinni samstöðu og samræmdum málflutningi um okkar helstu áherslumál getum við aukið vægi greinarinnar og virðingu. Verum ávallt málefnaleg og virðum skoðanir hvert annars þótt ekki séu allir sammála.Niðurstaðan Eftir ítarlega yfirlegu og skoðun á valkostunum tel ég að Náttúrupassinn sé sú gjaldtökuleið sem kemst næst því að vera sanngjörnust úr því að aðrar leiðir reynast vandrataðar eða ófærar út frá ýmsum ástæðum. Það er þegar búið að skerða almannaréttinn þótt núverandi tillaga skerði hann enn frekar, við erum alltaf hrædd við breytingar en það sem var er ekki og það sem er verður ekki. Reynum að skoða þessa tillögu og ræða málefnalega. Það er gengið út frá því að í upphafi verði aðeins um tíu til tólf staði að ræða þar sem einstaka gestir verða krafðir um passann, þ.e. þar sem álagið og aðsóknin er mest. Aðrir staðir sem sækja um að gerast þátttakendur geta sótt um 100% framlag til endurbóta, uppbyggingar og reksturs að því gefnu að ekki verði rukkað inn á viðkomandi staði. Það er því hvati til að gerast þátttakandi í Náttúrupassanum til að fá framlög til úrbóta, lagfæringa og reksturs. Það eru mörg önnur atriði sem ræða má um útfærsluleiðir en gerum það af einhverri sanngirni og án fordóma fyrir fram. Nú er mál að linni því við verðum að fara að ræða okkur að sameiginlegri lausn því náttúran verður að fá forgang áður en við verðum náttúrulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir skoðunum annarra langar mig að koma með þetta innlegg í umræðuna um Náttúrupassann sem mér sýnist enn og aftur vera komin á villigötur. Ég hef mörg undanfarin ár tekið þátt í vinnufundum, ráðstefnum, setið í vinnuhópum og nefndum með félögum mínum í ferðaþjónustunni til að skoða og finna lausnir á þeirri stöðu sem náttúruperlur þessa lands eru komnar í eða eru á leiðinni í. Nú þegar frumvarp ráðherra er komið fram til umræðu er í mínum huga algjört grundvallaratriði að lesa í gegnum ALLT frumvarpið og skoða það vel og söguna á bak við það áður en allt er skotið í kaf eða rangtúlkað.Áralangar umræður Umræðan og skoðun á gjaldtökuleiðum til uppbyggingar við okkar fjölförnustu ferðamannastaði hefur staðið yfir árum saman og hófst löngu áður en núverandi ráðherra tók við störfum. Það var eftir alla þá yfirferð, umræður, fundi, málþing og skýrslur að ráðherra komst að þeirri niðurstöðu að kalla saman hóp til að skoða og ræða útfærsluleiðir á svokölluðum Náttúrupassa. Þeir sem ekki höfðu tekið þátt í umræðum og vinnu undanfarinna ára komu strax með aðrar hugmyndir og töldu ráðherra vera að neyða náttúrupassa upp á landslýð í stað þess að fara aðrar leiðir sem þegar var búið að ræða og skoða í áraraðir og ýta út af borðinu. Ráðgjafahópurinn fékk því það hlutverk að ræða og finna útfærsluleiðir á passanum. Á fyrsta eða öðrum fundi ráðgjafahópsins í nóvember 2013 lögðu Ferðamálasamtök Íslands fram tillögu um að Náttúrupassinn yrði valfrjáls fyrstu tvö til þrjú árin meðan verið væri að kanna greiðsluvilja ferðamanna og ræða sig að endanlegri útfærsluleið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi (sem eftir á að hyggja var miður).Ríkið borgi uppbygginguna Það er margbúið að benda á þá mismunun sem ferðaþjónustan hefur búið við hvað varðar fjárfestingar í innviðum greinarinnar og sérstaklega hvað varðar t.d. rannsóknarfé undanfarin ár. Við erum því miður enn ekki búin að ná þeirri stöðu eða vigt að ríkisvaldið raði okkur ofar í forgangsröðina þegar kemur að fjárveitingum til uppbyggingar innviða og/eða rannsókna. Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hafa áratuga forskot á ferðaþjónustuna og allir innviðir landsins hafa tekið mið af þessum atvinnugreinum undanfarna áratugi sem og áherslur stjórnmálaflokkanna. Með aukinni samstöðu og samræmdum málflutningi um okkar helstu áherslumál getum við aukið vægi greinarinnar og virðingu. Verum ávallt málefnaleg og virðum skoðanir hvert annars þótt ekki séu allir sammála.Niðurstaðan Eftir ítarlega yfirlegu og skoðun á valkostunum tel ég að Náttúrupassinn sé sú gjaldtökuleið sem kemst næst því að vera sanngjörnust úr því að aðrar leiðir reynast vandrataðar eða ófærar út frá ýmsum ástæðum. Það er þegar búið að skerða almannaréttinn þótt núverandi tillaga skerði hann enn frekar, við erum alltaf hrædd við breytingar en það sem var er ekki og það sem er verður ekki. Reynum að skoða þessa tillögu og ræða málefnalega. Það er gengið út frá því að í upphafi verði aðeins um tíu til tólf staði að ræða þar sem einstaka gestir verða krafðir um passann, þ.e. þar sem álagið og aðsóknin er mest. Aðrir staðir sem sækja um að gerast þátttakendur geta sótt um 100% framlag til endurbóta, uppbyggingar og reksturs að því gefnu að ekki verði rukkað inn á viðkomandi staði. Það er því hvati til að gerast þátttakandi í Náttúrupassanum til að fá framlög til úrbóta, lagfæringa og reksturs. Það eru mörg önnur atriði sem ræða má um útfærsluleiðir en gerum það af einhverri sanngirni og án fordóma fyrir fram. Nú er mál að linni því við verðum að fara að ræða okkur að sameiginlegri lausn því náttúran verður að fá forgang áður en við verðum náttúrulaus.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar