Náttúrupassi: Já takk Ásbjörn Björgvinsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Með fullri virðingu fyrir skoðunum annarra langar mig að koma með þetta innlegg í umræðuna um Náttúrupassann sem mér sýnist enn og aftur vera komin á villigötur. Ég hef mörg undanfarin ár tekið þátt í vinnufundum, ráðstefnum, setið í vinnuhópum og nefndum með félögum mínum í ferðaþjónustunni til að skoða og finna lausnir á þeirri stöðu sem náttúruperlur þessa lands eru komnar í eða eru á leiðinni í. Nú þegar frumvarp ráðherra er komið fram til umræðu er í mínum huga algjört grundvallaratriði að lesa í gegnum ALLT frumvarpið og skoða það vel og söguna á bak við það áður en allt er skotið í kaf eða rangtúlkað.Áralangar umræður Umræðan og skoðun á gjaldtökuleiðum til uppbyggingar við okkar fjölförnustu ferðamannastaði hefur staðið yfir árum saman og hófst löngu áður en núverandi ráðherra tók við störfum. Það var eftir alla þá yfirferð, umræður, fundi, málþing og skýrslur að ráðherra komst að þeirri niðurstöðu að kalla saman hóp til að skoða og ræða útfærsluleiðir á svokölluðum Náttúrupassa. Þeir sem ekki höfðu tekið þátt í umræðum og vinnu undanfarinna ára komu strax með aðrar hugmyndir og töldu ráðherra vera að neyða náttúrupassa upp á landslýð í stað þess að fara aðrar leiðir sem þegar var búið að ræða og skoða í áraraðir og ýta út af borðinu. Ráðgjafahópurinn fékk því það hlutverk að ræða og finna útfærsluleiðir á passanum. Á fyrsta eða öðrum fundi ráðgjafahópsins í nóvember 2013 lögðu Ferðamálasamtök Íslands fram tillögu um að Náttúrupassinn yrði valfrjáls fyrstu tvö til þrjú árin meðan verið væri að kanna greiðsluvilja ferðamanna og ræða sig að endanlegri útfærsluleið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi (sem eftir á að hyggja var miður).Ríkið borgi uppbygginguna Það er margbúið að benda á þá mismunun sem ferðaþjónustan hefur búið við hvað varðar fjárfestingar í innviðum greinarinnar og sérstaklega hvað varðar t.d. rannsóknarfé undanfarin ár. Við erum því miður enn ekki búin að ná þeirri stöðu eða vigt að ríkisvaldið raði okkur ofar í forgangsröðina þegar kemur að fjárveitingum til uppbyggingar innviða og/eða rannsókna. Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hafa áratuga forskot á ferðaþjónustuna og allir innviðir landsins hafa tekið mið af þessum atvinnugreinum undanfarna áratugi sem og áherslur stjórnmálaflokkanna. Með aukinni samstöðu og samræmdum málflutningi um okkar helstu áherslumál getum við aukið vægi greinarinnar og virðingu. Verum ávallt málefnaleg og virðum skoðanir hvert annars þótt ekki séu allir sammála.Niðurstaðan Eftir ítarlega yfirlegu og skoðun á valkostunum tel ég að Náttúrupassinn sé sú gjaldtökuleið sem kemst næst því að vera sanngjörnust úr því að aðrar leiðir reynast vandrataðar eða ófærar út frá ýmsum ástæðum. Það er þegar búið að skerða almannaréttinn þótt núverandi tillaga skerði hann enn frekar, við erum alltaf hrædd við breytingar en það sem var er ekki og það sem er verður ekki. Reynum að skoða þessa tillögu og ræða málefnalega. Það er gengið út frá því að í upphafi verði aðeins um tíu til tólf staði að ræða þar sem einstaka gestir verða krafðir um passann, þ.e. þar sem álagið og aðsóknin er mest. Aðrir staðir sem sækja um að gerast þátttakendur geta sótt um 100% framlag til endurbóta, uppbyggingar og reksturs að því gefnu að ekki verði rukkað inn á viðkomandi staði. Það er því hvati til að gerast þátttakandi í Náttúrupassanum til að fá framlög til úrbóta, lagfæringa og reksturs. Það eru mörg önnur atriði sem ræða má um útfærsluleiðir en gerum það af einhverri sanngirni og án fordóma fyrir fram. Nú er mál að linni því við verðum að fara að ræða okkur að sameiginlegri lausn því náttúran verður að fá forgang áður en við verðum náttúrulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir skoðunum annarra langar mig að koma með þetta innlegg í umræðuna um Náttúrupassann sem mér sýnist enn og aftur vera komin á villigötur. Ég hef mörg undanfarin ár tekið þátt í vinnufundum, ráðstefnum, setið í vinnuhópum og nefndum með félögum mínum í ferðaþjónustunni til að skoða og finna lausnir á þeirri stöðu sem náttúruperlur þessa lands eru komnar í eða eru á leiðinni í. Nú þegar frumvarp ráðherra er komið fram til umræðu er í mínum huga algjört grundvallaratriði að lesa í gegnum ALLT frumvarpið og skoða það vel og söguna á bak við það áður en allt er skotið í kaf eða rangtúlkað.Áralangar umræður Umræðan og skoðun á gjaldtökuleiðum til uppbyggingar við okkar fjölförnustu ferðamannastaði hefur staðið yfir árum saman og hófst löngu áður en núverandi ráðherra tók við störfum. Það var eftir alla þá yfirferð, umræður, fundi, málþing og skýrslur að ráðherra komst að þeirri niðurstöðu að kalla saman hóp til að skoða og ræða útfærsluleiðir á svokölluðum Náttúrupassa. Þeir sem ekki höfðu tekið þátt í umræðum og vinnu undanfarinna ára komu strax með aðrar hugmyndir og töldu ráðherra vera að neyða náttúrupassa upp á landslýð í stað þess að fara aðrar leiðir sem þegar var búið að ræða og skoða í áraraðir og ýta út af borðinu. Ráðgjafahópurinn fékk því það hlutverk að ræða og finna útfærsluleiðir á passanum. Á fyrsta eða öðrum fundi ráðgjafahópsins í nóvember 2013 lögðu Ferðamálasamtök Íslands fram tillögu um að Náttúrupassinn yrði valfrjáls fyrstu tvö til þrjú árin meðan verið væri að kanna greiðsluvilja ferðamanna og ræða sig að endanlegri útfærsluleið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi (sem eftir á að hyggja var miður).Ríkið borgi uppbygginguna Það er margbúið að benda á þá mismunun sem ferðaþjónustan hefur búið við hvað varðar fjárfestingar í innviðum greinarinnar og sérstaklega hvað varðar t.d. rannsóknarfé undanfarin ár. Við erum því miður enn ekki búin að ná þeirri stöðu eða vigt að ríkisvaldið raði okkur ofar í forgangsröðina þegar kemur að fjárveitingum til uppbyggingar innviða og/eða rannsókna. Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hafa áratuga forskot á ferðaþjónustuna og allir innviðir landsins hafa tekið mið af þessum atvinnugreinum undanfarna áratugi sem og áherslur stjórnmálaflokkanna. Með aukinni samstöðu og samræmdum málflutningi um okkar helstu áherslumál getum við aukið vægi greinarinnar og virðingu. Verum ávallt málefnaleg og virðum skoðanir hvert annars þótt ekki séu allir sammála.Niðurstaðan Eftir ítarlega yfirlegu og skoðun á valkostunum tel ég að Náttúrupassinn sé sú gjaldtökuleið sem kemst næst því að vera sanngjörnust úr því að aðrar leiðir reynast vandrataðar eða ófærar út frá ýmsum ástæðum. Það er þegar búið að skerða almannaréttinn þótt núverandi tillaga skerði hann enn frekar, við erum alltaf hrædd við breytingar en það sem var er ekki og það sem er verður ekki. Reynum að skoða þessa tillögu og ræða málefnalega. Það er gengið út frá því að í upphafi verði aðeins um tíu til tólf staði að ræða þar sem einstaka gestir verða krafðir um passann, þ.e. þar sem álagið og aðsóknin er mest. Aðrir staðir sem sækja um að gerast þátttakendur geta sótt um 100% framlag til endurbóta, uppbyggingar og reksturs að því gefnu að ekki verði rukkað inn á viðkomandi staði. Það er því hvati til að gerast þátttakandi í Náttúrupassanum til að fá framlög til úrbóta, lagfæringa og reksturs. Það eru mörg önnur atriði sem ræða má um útfærsluleiðir en gerum það af einhverri sanngirni og án fordóma fyrir fram. Nú er mál að linni því við verðum að fara að ræða okkur að sameiginlegri lausn því náttúran verður að fá forgang áður en við verðum náttúrulaus.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun