Viðskipti innlent

Telur Íslendinga svalari en Norðmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arne Hjeltnes heldur fyrirlestur á fimmtudagsmorgun.
Arne Hjeltnes heldur fyrirlestur á fimmtudagsmorgun.
„Ég ætla að ræða aðeins um það hvaða möguleikar eru fyrir hendi, bæði fyrir Íslendinga og Norðmenn. Og ég ætla að reyna að varpa ljósi á hvað er líkt með Íslendingum og Norðmönnum og svo hvað er ólíkt,“ segir Arne Hjeltnes.

Arne, sem er Norðmaður, heldur erindi á morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um markaðssetningu sjávarafurða og íslensk hugvits á Grand hóteli í fyrramálið. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og vonandi getið þið lært mikið af okkur,“ segir Arne í samtali við Markaðinn. Hann segist að mestu leyti ætla að fjalla um aðferðafræði og hvað náttúran hefur gefið Íslendingum og Norðmönnum til að markaðssetja landið. „Þetta verður svolítið sagnfræðilegt líka vegna þess að ég ætla að tala um útflutning frá Norðurlöndunum á fyrri árum,“ segir Arne sem ætlar að beina augum sínum að sjávarútvegi, ferðamálum og mat. „Ég hef séð hversu miklum árangri Íslendingar hafa náð við að markaðssetja lambakjöt í Bandaríkjunum,“ segir Arne.

Hann segir að Íslendingum hafi að mörgu leyti tekist vel upp í markaðssetningu. „Ykkur hefur tekist að skapa persónulegt viðmót í markaðssetningu, til dæmis í ferðaiðnaðinum,“ segir hann. Íslendingar séu álitnir svalir, villtir og persónulegir í viðmóti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×