Kvenfélagið Hringurinn fagnar 111 ára afmæli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 08:15 Sonja Egilsdóttir tók við formannsembætti Hringsins í maí í fyrra. vísir/stefán Um þessar mundir á kvenfélagið Hringurinn 111 ára afmæli. Markmið félagsins er, og hefur alltaf verið, að vinna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. „Í félaginu eru um 350 konur sem eru mjög samstilltar og áhugasamar um starfið,“ segir Sonja Egilsdóttir, formaður félagsins. Sonja tók við starfinu í maí í fyrra en á árinu gaf félagið gjafir og styrki fyrir 140 milljónir króna. „Á 110 ára afmæli félagsins í fyrra afhentum við Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til,“ segir Sonja. Þrjátíu milljónum var því varið að auki í önnur verkefni á árinu. Auk áðurnefndra milljóna hlaut Barnaspítali Hringsins hjartalínuritstæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautuhitara auk ristil- og magaspeglunartækja. Græjurnar voru keyptar fyrir fjármuni, alls sex milljónir króna, sem söfnuðust í bjóráskorun á meðal notenda samskiptavefsins Facebook. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hlaut nauðsynlegan búnað í læknisskoðunarherbergi, fósturgreiningardeild kvennadeildar LSH ómskoðunartæki, svæfinga- og gjörgæsludeild LSH sérhæft tæki til barkaþræðingar í börnum og gjörgæslu- og vöknunardeild LSH fékk fjármagn til að bæta aðstöðu í aðstandendarýmum. Að auki hlutu Ísbjörninn Hringur, Sjónarhóll, Rjóðrið, Dropinn og Lyngás styrki. „Starfið í ár verður mjög hefðbundið hjá okkur. Helstu fjáraflanirnar okkar eru jólabasarinn, jólakortin og jólakaffið okkar,“ segir Sonja. Vinna við undirbúning þessara viðburða stendur allan veturinn. Yfir vetrarmánuðina hittist hópur tvisvar í viku til að vinna handavinnu sem verður til sölu á jólabasarnum. Sá fer yfirleitt fram fyrsta sunnudag í nóvembermánuði. Í mars hefjast þær handa við að undirbúa jólakortasöluna. Kortin eru sett upp og send í prentun. Í september byrjar vinna við að brjóta kortin saman og setja í umslög. Það verk vinna um þrjátíu konur einu sinni í viku fram að jólamánuðinum. „Allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu. Það er engin yfirbygging hjá okkur heldur fer allt beint í styrki,“ segir Sonja. „Ef við sjáum einhvers staðar þörf fyrir styrki leggjum við enn meir á okkur til að hjálpa.“ Í tilefni afmælisins munu Hringskonur hafa afmæliskaffi fyrir meðlimi félagsins um komandi helgi. Öðrum velunnurum sem vilja halda upp á daginn er bent á að alltaf er hægt að styrkja félagið en reikningsupplýsingar þess má finna á heimasíðunni hringurinn.is. Tengdar fréttir Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00 „Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39 Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46 Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Um þessar mundir á kvenfélagið Hringurinn 111 ára afmæli. Markmið félagsins er, og hefur alltaf verið, að vinna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. „Í félaginu eru um 350 konur sem eru mjög samstilltar og áhugasamar um starfið,“ segir Sonja Egilsdóttir, formaður félagsins. Sonja tók við starfinu í maí í fyrra en á árinu gaf félagið gjafir og styrki fyrir 140 milljónir króna. „Á 110 ára afmæli félagsins í fyrra afhentum við Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til,“ segir Sonja. Þrjátíu milljónum var því varið að auki í önnur verkefni á árinu. Auk áðurnefndra milljóna hlaut Barnaspítali Hringsins hjartalínuritstæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautuhitara auk ristil- og magaspeglunartækja. Græjurnar voru keyptar fyrir fjármuni, alls sex milljónir króna, sem söfnuðust í bjóráskorun á meðal notenda samskiptavefsins Facebook. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hlaut nauðsynlegan búnað í læknisskoðunarherbergi, fósturgreiningardeild kvennadeildar LSH ómskoðunartæki, svæfinga- og gjörgæsludeild LSH sérhæft tæki til barkaþræðingar í börnum og gjörgæslu- og vöknunardeild LSH fékk fjármagn til að bæta aðstöðu í aðstandendarýmum. Að auki hlutu Ísbjörninn Hringur, Sjónarhóll, Rjóðrið, Dropinn og Lyngás styrki. „Starfið í ár verður mjög hefðbundið hjá okkur. Helstu fjáraflanirnar okkar eru jólabasarinn, jólakortin og jólakaffið okkar,“ segir Sonja. Vinna við undirbúning þessara viðburða stendur allan veturinn. Yfir vetrarmánuðina hittist hópur tvisvar í viku til að vinna handavinnu sem verður til sölu á jólabasarnum. Sá fer yfirleitt fram fyrsta sunnudag í nóvembermánuði. Í mars hefjast þær handa við að undirbúa jólakortasöluna. Kortin eru sett upp og send í prentun. Í september byrjar vinna við að brjóta kortin saman og setja í umslög. Það verk vinna um þrjátíu konur einu sinni í viku fram að jólamánuðinum. „Allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu. Það er engin yfirbygging hjá okkur heldur fer allt beint í styrki,“ segir Sonja. „Ef við sjáum einhvers staðar þörf fyrir styrki leggjum við enn meir á okkur til að hjálpa.“ Í tilefni afmælisins munu Hringskonur hafa afmæliskaffi fyrir meðlimi félagsins um komandi helgi. Öðrum velunnurum sem vilja halda upp á daginn er bent á að alltaf er hægt að styrkja félagið en reikningsupplýsingar þess má finna á heimasíðunni hringurinn.is.
Tengdar fréttir Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00 „Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39 Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46 Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00
„Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39
Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46