Samtal við börn um eldgos og aðra vá Edda Björk Þórðardóttir og Guðný Björk Eydal skrifar 19. janúar 2015 00:00 Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar