Andrés önd er alltaf mín uppáhaldsönd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2015 12:00 „Hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við,“ segir Sigrún Eldjárn. Vísir/Ernir Teiknaðir þú mikið þegar þú varst lítil, Sigrún? „Já, ég teiknaði alveg daginn út og daginn inn! Það var það allra skemmtilegasta sem ég gerði.“ Hvernig verkfæri notaðir þú? „Blýantar eru mín uppáhaldsverkfæri. Þeir eru töfratæki. En svo notaði ég alls konar liti líka, bæði vax-, tré- og tússliti.“ Var eitthvað sérstakt sem þú teiknaðir eða málaðir mest? „Líklega hef ég langmest teiknað krakka og skrípafígúrur – og geri enn! Ég reyndi mig samt við allt mögulegt. Eiginlega hvað sem er. Ég skoðaði mikið teiknimyndaseríur og var oft að líkja eftir þeim myndum. Til dæmis hefur Andrés Önd alltaf verið mín uppáhaldsönd.“ Hversu gömul varstu þegar þú ákvaðst að verða myndlistarmaður? „Ég man nú ekki eftir að hafa nokkurn tímann beinlínis ákveðið að verða myndlistarmaður. Það bara gerðist einhvern veginn. Ég var svo 13 ára þegar ég fór fyrst á námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og tvítug þegar ég fór í fullt myndlistarnám í Myndlista - og handíðaskóla Íslands. En alveg frá því ég var pínulítil hefur teikning verið stór hluti af lífi mínu og mun sjálfsagt verða það alla tíð.“ Hvernig byrjarðu á myndunum þínum? „Ég ydda blýant, klóra mér í hausnum, hugsa málið, horfi á blaðið, horfi inn í höfuðið á mér og svo hjálpumst við að, ég og blýanturinn, við að rissa eitthvað upp. Eitthvað sem kannski verður flott en kannski líka ómögulegt! En þá byrjar maður bara upp á nýtt.“ Er einhver litur í uppáhaldi? „Blátt hefur alltaf verið minn litur. En blátt er þó ekki bara blátt því það eru örugglega til þúsund bláir litir – eða milljón!“ Áttu þér eftirlætis karakter? „Ég held alltaf mest upp á þá sem ég er að skrifa um þá stundina. Núna er ég að skrifa þriðju bókina um strokubörnin á Skuggaskeri og því eru þeir ævintýrakrakkar aðalfólkið mitt núna. Bétveir er mikill vinur minn af því að hann er svo hrifinn af bókum. En ég hef gert langflestar sögur um strákinn Kugg og gömlu kerlingarnar, vinkonur hans, þær Málfríði og mömmu hennar. Þau eru uppátækjasöm og í næsta mánuði ætla þau að hoppa upp á leiksvið í Kúlu Þjóðleikhússins og leika þar leikrit fyrir alla krakka sem heitir KUGGUR OG LEIKHÚSVÉLIN.“ Þegar þú skrifar bækur, sérðu þær þá fyrir þér í myndum? „Já, hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við. Margar þeirra komast á blað en aðrar bíða síns tíma þarna inni.“ Leitarðu að sögupersónum í kringum þig eða verða þær til í hugskoti þínu eða draumum? „Það er svolítið erfitt að greina þarna á milli. Sögupersónurnar mínar verða til í hugskoti mínu – en í hugskotinu leynast persónur bæði úr draumum og veruleika. Þetta blandast svo allt saman og úr verður alls konar skrítið og skemmtilegt fólk.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Teiknaðir þú mikið þegar þú varst lítil, Sigrún? „Já, ég teiknaði alveg daginn út og daginn inn! Það var það allra skemmtilegasta sem ég gerði.“ Hvernig verkfæri notaðir þú? „Blýantar eru mín uppáhaldsverkfæri. Þeir eru töfratæki. En svo notaði ég alls konar liti líka, bæði vax-, tré- og tússliti.“ Var eitthvað sérstakt sem þú teiknaðir eða málaðir mest? „Líklega hef ég langmest teiknað krakka og skrípafígúrur – og geri enn! Ég reyndi mig samt við allt mögulegt. Eiginlega hvað sem er. Ég skoðaði mikið teiknimyndaseríur og var oft að líkja eftir þeim myndum. Til dæmis hefur Andrés Önd alltaf verið mín uppáhaldsönd.“ Hversu gömul varstu þegar þú ákvaðst að verða myndlistarmaður? „Ég man nú ekki eftir að hafa nokkurn tímann beinlínis ákveðið að verða myndlistarmaður. Það bara gerðist einhvern veginn. Ég var svo 13 ára þegar ég fór fyrst á námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og tvítug þegar ég fór í fullt myndlistarnám í Myndlista - og handíðaskóla Íslands. En alveg frá því ég var pínulítil hefur teikning verið stór hluti af lífi mínu og mun sjálfsagt verða það alla tíð.“ Hvernig byrjarðu á myndunum þínum? „Ég ydda blýant, klóra mér í hausnum, hugsa málið, horfi á blaðið, horfi inn í höfuðið á mér og svo hjálpumst við að, ég og blýanturinn, við að rissa eitthvað upp. Eitthvað sem kannski verður flott en kannski líka ómögulegt! En þá byrjar maður bara upp á nýtt.“ Er einhver litur í uppáhaldi? „Blátt hefur alltaf verið minn litur. En blátt er þó ekki bara blátt því það eru örugglega til þúsund bláir litir – eða milljón!“ Áttu þér eftirlætis karakter? „Ég held alltaf mest upp á þá sem ég er að skrifa um þá stundina. Núna er ég að skrifa þriðju bókina um strokubörnin á Skuggaskeri og því eru þeir ævintýrakrakkar aðalfólkið mitt núna. Bétveir er mikill vinur minn af því að hann er svo hrifinn af bókum. En ég hef gert langflestar sögur um strákinn Kugg og gömlu kerlingarnar, vinkonur hans, þær Málfríði og mömmu hennar. Þau eru uppátækjasöm og í næsta mánuði ætla þau að hoppa upp á leiksvið í Kúlu Þjóðleikhússins og leika þar leikrit fyrir alla krakka sem heitir KUGGUR OG LEIKHÚSVÉLIN.“ Þegar þú skrifar bækur, sérðu þær þá fyrir þér í myndum? „Já, hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við. Margar þeirra komast á blað en aðrar bíða síns tíma þarna inni.“ Leitarðu að sögupersónum í kringum þig eða verða þær til í hugskoti þínu eða draumum? „Það er svolítið erfitt að greina þarna á milli. Sögupersónurnar mínar verða til í hugskoti mínu – en í hugskotinu leynast persónur bæði úr draumum og veruleika. Þetta blandast svo allt saman og úr verður alls konar skrítið og skemmtilegt fólk.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent