Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira