Lagaboð – lélegra og dýrara bensín Glúmur Björnsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun