Lagaboð – lélegra og dýrara bensín Glúmur Björnsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun