Öruggir skoteldar - ánægjuleg áramót Birna Hreiðarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 07:00 Slys af völdum skotelda virðast óumflýjanleg um hver áramót og í kjölfarið upphefst umræða um hættur sem fylgja skoteldum. Þá er m.a. rökrætt hvort eðlilegt sé að leyfa sölu á stórum skotkökum til almennings og sýnist sitt hverjum. En er það svo að ánægja af skoteldum minnki í beinu hlutfalli við sprengikraftinn og komi þannig niður á áramótagleði landans? Því verður að svara neitandi. Sé litið til núgildandi lagaumhverfis þá veitir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leyfi til innflutnings á skoteldum, hefur eftirlit með skoteldum á markaði og rannsakar jafnframt slys sem verða af völdum skotelda. Þetta er löngu úrelt kerfi, Lögreglan hefur ærin verkefni og það ætti að vera markmið stjórnvalda að fela öðrum aðilum stjórnsýsluverkefni eins og innflutningsleyfi og eftirlit á markað með vöru. Tilskipun 2007/23/EB um markaðssetningu á flugeldavörum (skoteldar falla hér undir) hefur verið tekin inn í EES-samninginn, en tilskipunin kveður m.a. á um samræmt flokkunarkerfi skotelda. Það byggist á hættumati mismunandi tegunda og settar eru reglur um nauðsynlega öryggisstaðla fyrir slíkar vörur. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að öryggi og heilsa manna njóti öflugrar verndar, bæði hvað varðar einkanot og einnig þegar nota á skotelda í atvinnuskyni. Samkvæmt upplýsingum EFTA-dómstólsins bar Íslandi að innleiða tilskipunina í íslenska löggjöf fyrir 1. nóvember 2012, sem var ekki gert. Dómstóllinn kvað upp dóm þann 24. september sl. þar sem stjórnvöld voru gerð ábyrgð vegna vanefnda á innleiðingunni. Slíkt er afar óheppilegt því það getur hugsanlega bakað stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Auðvitað erum það síðan við – almenningur – sem borgum brúsann þegar og ef á það reynir.Daga ítrekað uppi Það sem virðist standa framförum á þessu sviði fyrir þrifum er að frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi um breytingar á vopnalögum nr. 16/1988 (en skoteldar falla undir þá löggjöf), hafa ítrekað dagað uppi í meðförum þingsins. Ef Alþingi sér ekki fært að breyta vopnalögum verður einfaldlega að fara aðra leið til að þoka málum áleiðis. Augljósa lausnin er að semja sérlög um skotelda. Hér er að stórum hluta um sérhæfða CE-merkta neytendavöru að ræða sem lýtur sérstökum lögmálum og hefur takmarkaða skírskotun til efnis vopnalaga. Samkvæmt nýrri og endurbættri tilskipun ESB um flugeldavörur nr. 2013/29/EB skulu aðildarríki innleiða efni tilskipunarinnar fyrir 1. júlí 2015. Á sama tíma fellur tilskipun 2007/23/EB úr gildi, sem reyndar aldrei tókst að innleiða hér á landi! Óskandi væri að stjórnvöld taki nú til óspilltra málanna og komi þessum málum í ásættanlegt horf sem allra fyrst. Í núgildandi reglugerð um skotelda eru fjórir flokkar skotelda taldir upp, en flokkunin er ruglingsleg sem leiðir til þess að auðvelt getur verið að flokka skotelda á rangan hátt. Í þessu sambandi má rifja upp bruna sem varð í skoteldageymslu í Hollandi árið 2000, þar sem 21 lést og 944 slösuðust. Í ljós kom að næstum 90% skoteldanna sem voru í geymslunni höfðu verið rangt flokkaðir. Með endurbættri löggjöf mætti koma í veg fyrir að slíkt gerðist hér á landi. Heildarinnflutningur skotelda 2014 nam um 300 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Kannski verða breyttar reglur til þess að dýrir og öflugir skoteldar hverfi af neytendamarkaði og sala skotelda dragist eitthvað saman. Það er hins vegar með öllu óeðlilegt að tengja saman skoteldasölu um áramótin við fjáröflun björgunarsveita og íþróttafélaga í þeim mæli sem verið hefur hingað til. Finna verður aðrar leiðir til að fjármagna þá þjóðhagslegu mikilvægu starfsemi sem þessir aðilar inna af hendi. Í ljósi alvarlegra slysa af völdum skotelda hljóta allir að skilja mikilvægi þess að færa þessi mál til betri vegar. Umræðan verður hins vegar að fara fram á málefnalegum grunni án hávaða og upphrópana. Tökum höndum saman og útrýmum slysum af völdum skotelda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Slys af völdum skotelda virðast óumflýjanleg um hver áramót og í kjölfarið upphefst umræða um hættur sem fylgja skoteldum. Þá er m.a. rökrætt hvort eðlilegt sé að leyfa sölu á stórum skotkökum til almennings og sýnist sitt hverjum. En er það svo að ánægja af skoteldum minnki í beinu hlutfalli við sprengikraftinn og komi þannig niður á áramótagleði landans? Því verður að svara neitandi. Sé litið til núgildandi lagaumhverfis þá veitir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leyfi til innflutnings á skoteldum, hefur eftirlit með skoteldum á markaði og rannsakar jafnframt slys sem verða af völdum skotelda. Þetta er löngu úrelt kerfi, Lögreglan hefur ærin verkefni og það ætti að vera markmið stjórnvalda að fela öðrum aðilum stjórnsýsluverkefni eins og innflutningsleyfi og eftirlit á markað með vöru. Tilskipun 2007/23/EB um markaðssetningu á flugeldavörum (skoteldar falla hér undir) hefur verið tekin inn í EES-samninginn, en tilskipunin kveður m.a. á um samræmt flokkunarkerfi skotelda. Það byggist á hættumati mismunandi tegunda og settar eru reglur um nauðsynlega öryggisstaðla fyrir slíkar vörur. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að öryggi og heilsa manna njóti öflugrar verndar, bæði hvað varðar einkanot og einnig þegar nota á skotelda í atvinnuskyni. Samkvæmt upplýsingum EFTA-dómstólsins bar Íslandi að innleiða tilskipunina í íslenska löggjöf fyrir 1. nóvember 2012, sem var ekki gert. Dómstóllinn kvað upp dóm þann 24. september sl. þar sem stjórnvöld voru gerð ábyrgð vegna vanefnda á innleiðingunni. Slíkt er afar óheppilegt því það getur hugsanlega bakað stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Auðvitað erum það síðan við – almenningur – sem borgum brúsann þegar og ef á það reynir.Daga ítrekað uppi Það sem virðist standa framförum á þessu sviði fyrir þrifum er að frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi um breytingar á vopnalögum nr. 16/1988 (en skoteldar falla undir þá löggjöf), hafa ítrekað dagað uppi í meðförum þingsins. Ef Alþingi sér ekki fært að breyta vopnalögum verður einfaldlega að fara aðra leið til að þoka málum áleiðis. Augljósa lausnin er að semja sérlög um skotelda. Hér er að stórum hluta um sérhæfða CE-merkta neytendavöru að ræða sem lýtur sérstökum lögmálum og hefur takmarkaða skírskotun til efnis vopnalaga. Samkvæmt nýrri og endurbættri tilskipun ESB um flugeldavörur nr. 2013/29/EB skulu aðildarríki innleiða efni tilskipunarinnar fyrir 1. júlí 2015. Á sama tíma fellur tilskipun 2007/23/EB úr gildi, sem reyndar aldrei tókst að innleiða hér á landi! Óskandi væri að stjórnvöld taki nú til óspilltra málanna og komi þessum málum í ásættanlegt horf sem allra fyrst. Í núgildandi reglugerð um skotelda eru fjórir flokkar skotelda taldir upp, en flokkunin er ruglingsleg sem leiðir til þess að auðvelt getur verið að flokka skotelda á rangan hátt. Í þessu sambandi má rifja upp bruna sem varð í skoteldageymslu í Hollandi árið 2000, þar sem 21 lést og 944 slösuðust. Í ljós kom að næstum 90% skoteldanna sem voru í geymslunni höfðu verið rangt flokkaðir. Með endurbættri löggjöf mætti koma í veg fyrir að slíkt gerðist hér á landi. Heildarinnflutningur skotelda 2014 nam um 300 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Kannski verða breyttar reglur til þess að dýrir og öflugir skoteldar hverfi af neytendamarkaði og sala skotelda dragist eitthvað saman. Það er hins vegar með öllu óeðlilegt að tengja saman skoteldasölu um áramótin við fjáröflun björgunarsveita og íþróttafélaga í þeim mæli sem verið hefur hingað til. Finna verður aðrar leiðir til að fjármagna þá þjóðhagslegu mikilvægu starfsemi sem þessir aðilar inna af hendi. Í ljósi alvarlegra slysa af völdum skotelda hljóta allir að skilja mikilvægi þess að færa þessi mál til betri vegar. Umræðan verður hins vegar að fara fram á málefnalegum grunni án hávaða og upphrópana. Tökum höndum saman og útrýmum slysum af völdum skotelda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar