Öruggir skoteldar - ánægjuleg áramót Birna Hreiðarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 07:00 Slys af völdum skotelda virðast óumflýjanleg um hver áramót og í kjölfarið upphefst umræða um hættur sem fylgja skoteldum. Þá er m.a. rökrætt hvort eðlilegt sé að leyfa sölu á stórum skotkökum til almennings og sýnist sitt hverjum. En er það svo að ánægja af skoteldum minnki í beinu hlutfalli við sprengikraftinn og komi þannig niður á áramótagleði landans? Því verður að svara neitandi. Sé litið til núgildandi lagaumhverfis þá veitir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leyfi til innflutnings á skoteldum, hefur eftirlit með skoteldum á markaði og rannsakar jafnframt slys sem verða af völdum skotelda. Þetta er löngu úrelt kerfi, Lögreglan hefur ærin verkefni og það ætti að vera markmið stjórnvalda að fela öðrum aðilum stjórnsýsluverkefni eins og innflutningsleyfi og eftirlit á markað með vöru. Tilskipun 2007/23/EB um markaðssetningu á flugeldavörum (skoteldar falla hér undir) hefur verið tekin inn í EES-samninginn, en tilskipunin kveður m.a. á um samræmt flokkunarkerfi skotelda. Það byggist á hættumati mismunandi tegunda og settar eru reglur um nauðsynlega öryggisstaðla fyrir slíkar vörur. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að öryggi og heilsa manna njóti öflugrar verndar, bæði hvað varðar einkanot og einnig þegar nota á skotelda í atvinnuskyni. Samkvæmt upplýsingum EFTA-dómstólsins bar Íslandi að innleiða tilskipunina í íslenska löggjöf fyrir 1. nóvember 2012, sem var ekki gert. Dómstóllinn kvað upp dóm þann 24. september sl. þar sem stjórnvöld voru gerð ábyrgð vegna vanefnda á innleiðingunni. Slíkt er afar óheppilegt því það getur hugsanlega bakað stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Auðvitað erum það síðan við – almenningur – sem borgum brúsann þegar og ef á það reynir.Daga ítrekað uppi Það sem virðist standa framförum á þessu sviði fyrir þrifum er að frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi um breytingar á vopnalögum nr. 16/1988 (en skoteldar falla undir þá löggjöf), hafa ítrekað dagað uppi í meðförum þingsins. Ef Alþingi sér ekki fært að breyta vopnalögum verður einfaldlega að fara aðra leið til að þoka málum áleiðis. Augljósa lausnin er að semja sérlög um skotelda. Hér er að stórum hluta um sérhæfða CE-merkta neytendavöru að ræða sem lýtur sérstökum lögmálum og hefur takmarkaða skírskotun til efnis vopnalaga. Samkvæmt nýrri og endurbættri tilskipun ESB um flugeldavörur nr. 2013/29/EB skulu aðildarríki innleiða efni tilskipunarinnar fyrir 1. júlí 2015. Á sama tíma fellur tilskipun 2007/23/EB úr gildi, sem reyndar aldrei tókst að innleiða hér á landi! Óskandi væri að stjórnvöld taki nú til óspilltra málanna og komi þessum málum í ásættanlegt horf sem allra fyrst. Í núgildandi reglugerð um skotelda eru fjórir flokkar skotelda taldir upp, en flokkunin er ruglingsleg sem leiðir til þess að auðvelt getur verið að flokka skotelda á rangan hátt. Í þessu sambandi má rifja upp bruna sem varð í skoteldageymslu í Hollandi árið 2000, þar sem 21 lést og 944 slösuðust. Í ljós kom að næstum 90% skoteldanna sem voru í geymslunni höfðu verið rangt flokkaðir. Með endurbættri löggjöf mætti koma í veg fyrir að slíkt gerðist hér á landi. Heildarinnflutningur skotelda 2014 nam um 300 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Kannski verða breyttar reglur til þess að dýrir og öflugir skoteldar hverfi af neytendamarkaði og sala skotelda dragist eitthvað saman. Það er hins vegar með öllu óeðlilegt að tengja saman skoteldasölu um áramótin við fjáröflun björgunarsveita og íþróttafélaga í þeim mæli sem verið hefur hingað til. Finna verður aðrar leiðir til að fjármagna þá þjóðhagslegu mikilvægu starfsemi sem þessir aðilar inna af hendi. Í ljósi alvarlegra slysa af völdum skotelda hljóta allir að skilja mikilvægi þess að færa þessi mál til betri vegar. Umræðan verður hins vegar að fara fram á málefnalegum grunni án hávaða og upphrópana. Tökum höndum saman og útrýmum slysum af völdum skotelda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Slys af völdum skotelda virðast óumflýjanleg um hver áramót og í kjölfarið upphefst umræða um hættur sem fylgja skoteldum. Þá er m.a. rökrætt hvort eðlilegt sé að leyfa sölu á stórum skotkökum til almennings og sýnist sitt hverjum. En er það svo að ánægja af skoteldum minnki í beinu hlutfalli við sprengikraftinn og komi þannig niður á áramótagleði landans? Því verður að svara neitandi. Sé litið til núgildandi lagaumhverfis þá veitir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leyfi til innflutnings á skoteldum, hefur eftirlit með skoteldum á markaði og rannsakar jafnframt slys sem verða af völdum skotelda. Þetta er löngu úrelt kerfi, Lögreglan hefur ærin verkefni og það ætti að vera markmið stjórnvalda að fela öðrum aðilum stjórnsýsluverkefni eins og innflutningsleyfi og eftirlit á markað með vöru. Tilskipun 2007/23/EB um markaðssetningu á flugeldavörum (skoteldar falla hér undir) hefur verið tekin inn í EES-samninginn, en tilskipunin kveður m.a. á um samræmt flokkunarkerfi skotelda. Það byggist á hættumati mismunandi tegunda og settar eru reglur um nauðsynlega öryggisstaðla fyrir slíkar vörur. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að öryggi og heilsa manna njóti öflugrar verndar, bæði hvað varðar einkanot og einnig þegar nota á skotelda í atvinnuskyni. Samkvæmt upplýsingum EFTA-dómstólsins bar Íslandi að innleiða tilskipunina í íslenska löggjöf fyrir 1. nóvember 2012, sem var ekki gert. Dómstóllinn kvað upp dóm þann 24. september sl. þar sem stjórnvöld voru gerð ábyrgð vegna vanefnda á innleiðingunni. Slíkt er afar óheppilegt því það getur hugsanlega bakað stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Auðvitað erum það síðan við – almenningur – sem borgum brúsann þegar og ef á það reynir.Daga ítrekað uppi Það sem virðist standa framförum á þessu sviði fyrir þrifum er að frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi um breytingar á vopnalögum nr. 16/1988 (en skoteldar falla undir þá löggjöf), hafa ítrekað dagað uppi í meðförum þingsins. Ef Alþingi sér ekki fært að breyta vopnalögum verður einfaldlega að fara aðra leið til að þoka málum áleiðis. Augljósa lausnin er að semja sérlög um skotelda. Hér er að stórum hluta um sérhæfða CE-merkta neytendavöru að ræða sem lýtur sérstökum lögmálum og hefur takmarkaða skírskotun til efnis vopnalaga. Samkvæmt nýrri og endurbættri tilskipun ESB um flugeldavörur nr. 2013/29/EB skulu aðildarríki innleiða efni tilskipunarinnar fyrir 1. júlí 2015. Á sama tíma fellur tilskipun 2007/23/EB úr gildi, sem reyndar aldrei tókst að innleiða hér á landi! Óskandi væri að stjórnvöld taki nú til óspilltra málanna og komi þessum málum í ásættanlegt horf sem allra fyrst. Í núgildandi reglugerð um skotelda eru fjórir flokkar skotelda taldir upp, en flokkunin er ruglingsleg sem leiðir til þess að auðvelt getur verið að flokka skotelda á rangan hátt. Í þessu sambandi má rifja upp bruna sem varð í skoteldageymslu í Hollandi árið 2000, þar sem 21 lést og 944 slösuðust. Í ljós kom að næstum 90% skoteldanna sem voru í geymslunni höfðu verið rangt flokkaðir. Með endurbættri löggjöf mætti koma í veg fyrir að slíkt gerðist hér á landi. Heildarinnflutningur skotelda 2014 nam um 300 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Kannski verða breyttar reglur til þess að dýrir og öflugir skoteldar hverfi af neytendamarkaði og sala skotelda dragist eitthvað saman. Það er hins vegar með öllu óeðlilegt að tengja saman skoteldasölu um áramótin við fjáröflun björgunarsveita og íþróttafélaga í þeim mæli sem verið hefur hingað til. Finna verður aðrar leiðir til að fjármagna þá þjóðhagslegu mikilvægu starfsemi sem þessir aðilar inna af hendi. Í ljósi alvarlegra slysa af völdum skotelda hljóta allir að skilja mikilvægi þess að færa þessi mál til betri vegar. Umræðan verður hins vegar að fara fram á málefnalegum grunni án hávaða og upphrópana. Tökum höndum saman og útrýmum slysum af völdum skotelda.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar