Þúsund og fimm íbúar Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun