Þúsund og fimm íbúar Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar