Spenna og kænska blandast saman 13. janúar 2015 12:00 "Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum,“ segir Sigursteinn J. Gunnarsson. MYND/PJETUR Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson fékk snemma áhuga á tölvuleikjum og keypti sína fyrstu tölvu þrettán ára gamall. Í framhaldsskóla urðu borðspilin stærsta áhugamál hans og nýtti hann allar stundir við spil með vinum sínum. Samhliða BA-námi sínu í ritlist við Háskóla Íslands vann hann í Spilavinum þar sem hann kynntist mörg hundruð spilum, meðal annars fjölskylduspilum sem hann kenndi á bekkjarkvöldum grunnskóla, ungbarnaspilum fyrir yngstu kynslóðina og þyngri spilum fyrir lengra komna. Það kom því fáum á óvart þegar Sigursteinn sótti um nám í leikjahönnun við NYU Tisch-háskólann í New York. „Deildin mín kallast NYU Game Center og er leidd af nokkrum virtustu fræðimönnum í leikjaheiminum í dag, þeim Frank Lantz og Eric Zimmerman. Kennararnir eru ekki af verri endanum heldur og þar má m.a. nefna Bennett Foddy sem bjó til hinn undarlega en vinsæla leik QWOP.“ Áherslan í náminu er á leikjahönnun og skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta; gerð tölvuleikja, gerð spila og annarra leikja og svo fræðilegan hluta námsins. „Fyrir utan kennsluna sjálfa þá er stór hluti af náminu öll tækifærin og tengslin sem við náum að mynda hér í New York sem og fyrirlestrarnir sem deildin heldur utan um. Við lærum meðal annars góð vinnubrögð í hönnun, mikilvægi þess að prufukeyra alla leiki sem maður gerir aftur og aftur, forritun og sjálf fræðin á bak við leikjahönnun.“ Sigursteinn hefur tekist á við mörg áhugaverð verkefni í náminu. „Flest verkefnin tengjast borðspilum en ég hef líka mikinn áhuga á tölvuleikjum. Einn tölvuleikurinn gengur út á að fjórir sitja saman með fjarstýringar og leika fólk á geimskipi. Einn leikmannanna er þó með geim-sníkjudýr og leikur því á móti hinum. Hann er sá eini sem veit það vegna þess að fjarstýringin hans titrar örlítið. Því verður leikurinn mjög spennandi og vekur vantraust og svikatilfinningar meðal spilaranna.“ Sigursteinn vinnur nú að lokaverkefni sínu ásamt þremur öðrum nemendum. „Þar skoðum við mörk borðspila og tölvuleikja. Okkur fannst vanta sárlega leiki sem sameinuðu spennuna og tæknina í tölvuleikjum við þá nánd og kænsku sem maður fær í borðspilum.“ Tíminn í New York er búinn að vera ótrúlega spennandi og lærdómsríkur að hans sögn. „Þetta hefur náttúrulega ekki bara verið eintómur dans á rósum þar sem eiginkonan er búin að vera á sama tíma í námi við Listaháskólann á Íslandi. Ég mun þó aldrei sjá eftir þessu tækifæri.“ Nokkrir mánuðir eru í útskrift og starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir að sögn Sigursteins. „Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum, hvort sem ég leita þau uppi sjálfur eða þau finna mig. Hvort sem það verður aðalstarf mitt eða meðfram öðru starfi veit ég þó að ég mun alltaf stunda borðspilahönnun.“ Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson fékk snemma áhuga á tölvuleikjum og keypti sína fyrstu tölvu þrettán ára gamall. Í framhaldsskóla urðu borðspilin stærsta áhugamál hans og nýtti hann allar stundir við spil með vinum sínum. Samhliða BA-námi sínu í ritlist við Háskóla Íslands vann hann í Spilavinum þar sem hann kynntist mörg hundruð spilum, meðal annars fjölskylduspilum sem hann kenndi á bekkjarkvöldum grunnskóla, ungbarnaspilum fyrir yngstu kynslóðina og þyngri spilum fyrir lengra komna. Það kom því fáum á óvart þegar Sigursteinn sótti um nám í leikjahönnun við NYU Tisch-háskólann í New York. „Deildin mín kallast NYU Game Center og er leidd af nokkrum virtustu fræðimönnum í leikjaheiminum í dag, þeim Frank Lantz og Eric Zimmerman. Kennararnir eru ekki af verri endanum heldur og þar má m.a. nefna Bennett Foddy sem bjó til hinn undarlega en vinsæla leik QWOP.“ Áherslan í náminu er á leikjahönnun og skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta; gerð tölvuleikja, gerð spila og annarra leikja og svo fræðilegan hluta námsins. „Fyrir utan kennsluna sjálfa þá er stór hluti af náminu öll tækifærin og tengslin sem við náum að mynda hér í New York sem og fyrirlestrarnir sem deildin heldur utan um. Við lærum meðal annars góð vinnubrögð í hönnun, mikilvægi þess að prufukeyra alla leiki sem maður gerir aftur og aftur, forritun og sjálf fræðin á bak við leikjahönnun.“ Sigursteinn hefur tekist á við mörg áhugaverð verkefni í náminu. „Flest verkefnin tengjast borðspilum en ég hef líka mikinn áhuga á tölvuleikjum. Einn tölvuleikurinn gengur út á að fjórir sitja saman með fjarstýringar og leika fólk á geimskipi. Einn leikmannanna er þó með geim-sníkjudýr og leikur því á móti hinum. Hann er sá eini sem veit það vegna þess að fjarstýringin hans titrar örlítið. Því verður leikurinn mjög spennandi og vekur vantraust og svikatilfinningar meðal spilaranna.“ Sigursteinn vinnur nú að lokaverkefni sínu ásamt þremur öðrum nemendum. „Þar skoðum við mörk borðspila og tölvuleikja. Okkur fannst vanta sárlega leiki sem sameinuðu spennuna og tæknina í tölvuleikjum við þá nánd og kænsku sem maður fær í borðspilum.“ Tíminn í New York er búinn að vera ótrúlega spennandi og lærdómsríkur að hans sögn. „Þetta hefur náttúrulega ekki bara verið eintómur dans á rósum þar sem eiginkonan er búin að vera á sama tíma í námi við Listaháskólann á Íslandi. Ég mun þó aldrei sjá eftir þessu tækifæri.“ Nokkrir mánuðir eru í útskrift og starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir að sögn Sigursteins. „Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum, hvort sem ég leita þau uppi sjálfur eða þau finna mig. Hvort sem það verður aðalstarf mitt eða meðfram öðru starfi veit ég þó að ég mun alltaf stunda borðspilahönnun.“
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira