Handbolti

Gensheimer: Dagur og Guðmundur báðir afar nákvæmir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Uwen Gensheimer hefur verið undir stjórn Guðmundar og Dags.
Uwen Gensheimer hefur verið undir stjórn Guðmundar og Dags. vísir/getty
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, lék lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sem hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í vor til þess að taka við danska landsliðinu í handbolta.

Gensheimer leikur nú undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá þýska landsliðinu og segir að það sé margt líkt með þjálfurunum.

„Það eru lítil smáatriði sem skilja þá að en auðvitað hefur hver þjálfari sínar áherslur í því hvernig hann stýrir æfingum, undirbýr leiki og talar við leikmenn. Báðir eru afar nákvæmir í sínum undirbúningi og með mjög skýra sýn á leikstíl sinna liða. Þeir sinna einnig allri tæknivinnslu í undirbúningi sínum mjög vel en það er nauðsynlegt í nútímahandbolta,“ segir Gensheimer.

Þýski hornamaðurinn var með þýska landsliðinu hér á landi sem vann einn vináttuleik gegn Íslandi en tapaði öðrum. Bæði lið undirbúa sig nú fyrir HM í Katar sem hefst seinna í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×