Innlent

Félagsmenn Flóabandalagsins samþykkja verkfallsboðun

Atli Ísleifsson skrifar
Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 12 á hádegi í dag.
Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 12 á hádegi í dag. Vísir/ernir
Félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði segja já við verkfallsboðunum en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti boðaðar verkfallsaðgerðir í póstatkvæðagreiðslu.

Félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis samþykktu einnig verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða rúmlega 96 prósent atkvæða.

Efling, VFSK og Verkalýðsfélagið Hlíf mynda saman Flóabandalagið svokallaða.

Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 12 á hádegi í dag og var hún í tvennu lagi þar sem annars vegar greiddu atkvæði þeir félagsmenn sem falla undir almenna kjarasamninginn og hins vegar þeir sem falla undir kjarasamning vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hafi verið eftirfarandi:

Almenni kjarasamningurinn – Á kjörskrá voru 9.063

Atkvæði greiddu 2.662 eða 29,37%

Já sögðu 2.503 eða 94%

Nei sögðu 151 eða 5,7%

Sjö seðlar voru auðir og einn ógildur eða samtals 0,3%

Starfsfólk veitinga- og gistihúsa– Á kjörskrá voru 5.526

Atkvæði greiddu 817 eða 14,8%

Já sögðu 744 eða 91,1%

Nei sögðu 70 eða 8,6%

Þrír seðlar voru auðir eða 0,3%


Tengdar fréttir

Aldraðir og öryrkjar fái líka 300 þúsund

Varaformaður Öryrkjabandalags Íslands segir lífeyrisgreiðslur engan veginn duga til að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. Formaður Landssambands eldri borgara segir aldraða ekki hafa notið launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×