Dýrunum verður ekki hleypt alls staðar inn Linda Blöndal skrifar 20. maí 2015 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal kaffihúsaeigenda um hvort leyfa eigi gæludýr á stöðunum en borgarstjórn hefur samþykkt að láta reyna á það hvort dýrahald á veitingastöðum verði gefið frjálst. Meirihluti borgarstjórnar mun beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélög megi sjálf ráða því hvernig reglur um hollustuhætti og matvæli er háttað og þá hvort að eigendum kaffihúsa og veitingastaða og annarra samkomustaða verði í sjálfvald sett að leyfa dýr inni á stöðunum. Ekki vandamálÍ Vesturbænum telja staðarhaldarar allt mæla með því að meira frelsi verði gefið í þessum efnum. Margrét Marteinsdóttir er vert á Kaffihúsi Vesturbæjar: „Okkur er treyst fyrir veitingarekstri og þá á að treysta okkur fyrir þessu. Að því sögðu þá erum við líka mjög hlynnt því að dýrin fái að koma hérna inn, sérstaklega á rigningardögum og þegar það er frost. Ég hef enga áhyggjur af því að það fyllist hér allt af dýrum", sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð um hvort að ekki sé vandamál að sumir þjáist af ofnæmi fyrir hundum og köttum segir Margrét að það sé eitthvað sem brugðist yrði við í hverju tilfelli fyrir sig. „Það á ekki að mæta þessu sem einhverjum vanda heldur frekar að bregðast við. Ef það kemur manneskja hérna inn og er með ofnæmi og hundur er inni þá fer hundurinn út, það er ósköp einfalt", segir hún og bendir á aðra þekkta ofnæmisvalda sem séu víða á matsölustöðum. „Við erum til dæmis með hnetur hérna og Kiwi og fleira sem eru bráðaofnæmisvaldar en það er bara brugðist við því þegar á við", segir hún. Ekki gefa sér neikvæða reynsluHerdís Hallmarsdóttir, varaformaður Hundaræktendafélags Íslands segir að hugsa verði málið út frá sjálfsögðu frelsi fólks en ekki banni. „Af hverju á að takmarka rétt okkar sem eigum hund vegna þess að fyrirfram sé búið að gefa sér að einhverjir hundaeigendur munu hegða sér á óábyrgan hátt. Við eigum bara að bregast við því", segir Herdís.Kaffitár myndi ekki opna fyrir dýrum Fréttastofa hafði samband við nokkra veitinga- og kaffihúsaeigendur sem virtust jákvæðir gagnvart dýrahaldi á sínum stöðum og sum staðar koma fastakúnnar með hundinn sinn á þessa staði. Ekki eru þó allir á einu máli og á einni stærstu kaffihúsakefðju landsins, Kaffitári, mun dýrunum ekki verða hleypt inn þótt frelsi verði gefið til þess, samkvæmt Aðalheiði Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs og nefndi hún meðal annars að sumt fólk óttaðist dýr eins og hunda. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal kaffihúsaeigenda um hvort leyfa eigi gæludýr á stöðunum en borgarstjórn hefur samþykkt að láta reyna á það hvort dýrahald á veitingastöðum verði gefið frjálst. Meirihluti borgarstjórnar mun beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélög megi sjálf ráða því hvernig reglur um hollustuhætti og matvæli er háttað og þá hvort að eigendum kaffihúsa og veitingastaða og annarra samkomustaða verði í sjálfvald sett að leyfa dýr inni á stöðunum. Ekki vandamálÍ Vesturbænum telja staðarhaldarar allt mæla með því að meira frelsi verði gefið í þessum efnum. Margrét Marteinsdóttir er vert á Kaffihúsi Vesturbæjar: „Okkur er treyst fyrir veitingarekstri og þá á að treysta okkur fyrir þessu. Að því sögðu þá erum við líka mjög hlynnt því að dýrin fái að koma hérna inn, sérstaklega á rigningardögum og þegar það er frost. Ég hef enga áhyggjur af því að það fyllist hér allt af dýrum", sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð um hvort að ekki sé vandamál að sumir þjáist af ofnæmi fyrir hundum og köttum segir Margrét að það sé eitthvað sem brugðist yrði við í hverju tilfelli fyrir sig. „Það á ekki að mæta þessu sem einhverjum vanda heldur frekar að bregðast við. Ef það kemur manneskja hérna inn og er með ofnæmi og hundur er inni þá fer hundurinn út, það er ósköp einfalt", segir hún og bendir á aðra þekkta ofnæmisvalda sem séu víða á matsölustöðum. „Við erum til dæmis með hnetur hérna og Kiwi og fleira sem eru bráðaofnæmisvaldar en það er bara brugðist við því þegar á við", segir hún. Ekki gefa sér neikvæða reynsluHerdís Hallmarsdóttir, varaformaður Hundaræktendafélags Íslands segir að hugsa verði málið út frá sjálfsögðu frelsi fólks en ekki banni. „Af hverju á að takmarka rétt okkar sem eigum hund vegna þess að fyrirfram sé búið að gefa sér að einhverjir hundaeigendur munu hegða sér á óábyrgan hátt. Við eigum bara að bregast við því", segir Herdís.Kaffitár myndi ekki opna fyrir dýrum Fréttastofa hafði samband við nokkra veitinga- og kaffihúsaeigendur sem virtust jákvæðir gagnvart dýrahaldi á sínum stöðum og sum staðar koma fastakúnnar með hundinn sinn á þessa staði. Ekki eru þó allir á einu máli og á einni stærstu kaffihúsakefðju landsins, Kaffitári, mun dýrunum ekki verða hleypt inn þótt frelsi verði gefið til þess, samkvæmt Aðalheiði Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs og nefndi hún meðal annars að sumt fólk óttaðist dýr eins og hunda.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira