Dýrunum verður ekki hleypt alls staðar inn Linda Blöndal skrifar 20. maí 2015 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal kaffihúsaeigenda um hvort leyfa eigi gæludýr á stöðunum en borgarstjórn hefur samþykkt að láta reyna á það hvort dýrahald á veitingastöðum verði gefið frjálst. Meirihluti borgarstjórnar mun beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélög megi sjálf ráða því hvernig reglur um hollustuhætti og matvæli er háttað og þá hvort að eigendum kaffihúsa og veitingastaða og annarra samkomustaða verði í sjálfvald sett að leyfa dýr inni á stöðunum. Ekki vandamálÍ Vesturbænum telja staðarhaldarar allt mæla með því að meira frelsi verði gefið í þessum efnum. Margrét Marteinsdóttir er vert á Kaffihúsi Vesturbæjar: „Okkur er treyst fyrir veitingarekstri og þá á að treysta okkur fyrir þessu. Að því sögðu þá erum við líka mjög hlynnt því að dýrin fái að koma hérna inn, sérstaklega á rigningardögum og þegar það er frost. Ég hef enga áhyggjur af því að það fyllist hér allt af dýrum", sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð um hvort að ekki sé vandamál að sumir þjáist af ofnæmi fyrir hundum og köttum segir Margrét að það sé eitthvað sem brugðist yrði við í hverju tilfelli fyrir sig. „Það á ekki að mæta þessu sem einhverjum vanda heldur frekar að bregðast við. Ef það kemur manneskja hérna inn og er með ofnæmi og hundur er inni þá fer hundurinn út, það er ósköp einfalt", segir hún og bendir á aðra þekkta ofnæmisvalda sem séu víða á matsölustöðum. „Við erum til dæmis með hnetur hérna og Kiwi og fleira sem eru bráðaofnæmisvaldar en það er bara brugðist við því þegar á við", segir hún. Ekki gefa sér neikvæða reynsluHerdís Hallmarsdóttir, varaformaður Hundaræktendafélags Íslands segir að hugsa verði málið út frá sjálfsögðu frelsi fólks en ekki banni. „Af hverju á að takmarka rétt okkar sem eigum hund vegna þess að fyrirfram sé búið að gefa sér að einhverjir hundaeigendur munu hegða sér á óábyrgan hátt. Við eigum bara að bregast við því", segir Herdís.Kaffitár myndi ekki opna fyrir dýrum Fréttastofa hafði samband við nokkra veitinga- og kaffihúsaeigendur sem virtust jákvæðir gagnvart dýrahaldi á sínum stöðum og sum staðar koma fastakúnnar með hundinn sinn á þessa staði. Ekki eru þó allir á einu máli og á einni stærstu kaffihúsakefðju landsins, Kaffitári, mun dýrunum ekki verða hleypt inn þótt frelsi verði gefið til þess, samkvæmt Aðalheiði Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs og nefndi hún meðal annars að sumt fólk óttaðist dýr eins og hunda. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal kaffihúsaeigenda um hvort leyfa eigi gæludýr á stöðunum en borgarstjórn hefur samþykkt að láta reyna á það hvort dýrahald á veitingastöðum verði gefið frjálst. Meirihluti borgarstjórnar mun beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélög megi sjálf ráða því hvernig reglur um hollustuhætti og matvæli er háttað og þá hvort að eigendum kaffihúsa og veitingastaða og annarra samkomustaða verði í sjálfvald sett að leyfa dýr inni á stöðunum. Ekki vandamálÍ Vesturbænum telja staðarhaldarar allt mæla með því að meira frelsi verði gefið í þessum efnum. Margrét Marteinsdóttir er vert á Kaffihúsi Vesturbæjar: „Okkur er treyst fyrir veitingarekstri og þá á að treysta okkur fyrir þessu. Að því sögðu þá erum við líka mjög hlynnt því að dýrin fái að koma hérna inn, sérstaklega á rigningardögum og þegar það er frost. Ég hef enga áhyggjur af því að það fyllist hér allt af dýrum", sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð um hvort að ekki sé vandamál að sumir þjáist af ofnæmi fyrir hundum og köttum segir Margrét að það sé eitthvað sem brugðist yrði við í hverju tilfelli fyrir sig. „Það á ekki að mæta þessu sem einhverjum vanda heldur frekar að bregðast við. Ef það kemur manneskja hérna inn og er með ofnæmi og hundur er inni þá fer hundurinn út, það er ósköp einfalt", segir hún og bendir á aðra þekkta ofnæmisvalda sem séu víða á matsölustöðum. „Við erum til dæmis með hnetur hérna og Kiwi og fleira sem eru bráðaofnæmisvaldar en það er bara brugðist við því þegar á við", segir hún. Ekki gefa sér neikvæða reynsluHerdís Hallmarsdóttir, varaformaður Hundaræktendafélags Íslands segir að hugsa verði málið út frá sjálfsögðu frelsi fólks en ekki banni. „Af hverju á að takmarka rétt okkar sem eigum hund vegna þess að fyrirfram sé búið að gefa sér að einhverjir hundaeigendur munu hegða sér á óábyrgan hátt. Við eigum bara að bregast við því", segir Herdís.Kaffitár myndi ekki opna fyrir dýrum Fréttastofa hafði samband við nokkra veitinga- og kaffihúsaeigendur sem virtust jákvæðir gagnvart dýrahaldi á sínum stöðum og sum staðar koma fastakúnnar með hundinn sinn á þessa staði. Ekki eru þó allir á einu máli og á einni stærstu kaffihúsakefðju landsins, Kaffitári, mun dýrunum ekki verða hleypt inn þótt frelsi verði gefið til þess, samkvæmt Aðalheiði Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs og nefndi hún meðal annars að sumt fólk óttaðist dýr eins og hunda.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira