Innlent

Fulltrúar „Stattu með taugakerfinu“ funduðu með forsætisráðherra

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fulltrúar Mænuskaðastofnunar Íslands, SEM samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagsins, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálpar og Parkinsonfélagsins hittu Sigmund Davíð Gunnlaugsson í dag.
Fulltrúar Mænuskaðastofnunar Íslands, SEM samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagsins, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálpar og Parkinsonfélagsins hittu Sigmund Davíð Gunnlaugsson í dag. vísir/gva
Fulltrúar aðildarfélaga að þjóðarátakinu Stattu með taugakerfinu sem hrint var úr vör í síðustu viku hittu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu í hádeginu í dag.

Markmiðið með átakinu er að hvetja aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, til að mæla með að aðildarríki SÞ samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að auka skilning á virkni taugakerfisins. Ný þróunarmarkmið verða tekin til samþykktar í september. Leitast er eftir stuðningi forsætisráðherra með því að hvetja Norðurlöndin til að styðja við þessa beiðni.

Ísland hefur talað máli mænuskaddaðra á vettvangi Norðurlandaráðs, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna um árabil og hefur margt unnist í þeirri baráttu.

Í tilkynningu frá félögunum segir að með átaki íslensku þjóðarinnar, Sameinuðu þjóðanna og stuðningi alþjóðasamfélagsins sé hægt að stuðla að því að gera lækningu að veruleika. Hvetja félögin Íslendinga því til að styðja við beiðnina en henni hefur verið komið á framfæri með opinberu bréfi frá samtökunum til aðalritarans. Þá er rafræn undirskriftasöfnun hafin á vefsíðunni taugakerfid.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×