Kvennaathvarfið og jólin Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2015 12:00 Í Kvennaathvarfinu eru ýmsir fastir desemberliðir. Meðal aðventuverkanna er móttaka gjafa og styrkja af ýmsu tagi, frá einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum sem vilja láta gott af sér leiða fyrir jólin. Það eru fallegar heimsóknir. Annað sem tilheyrir aðventunni er umræðan um ofbeldi um jólin. Þá er talað um að auðvitað ættum við að geta lokað Kvennaathvarfinu um jólin af því að þó heimilisofbeldi sé nógu slæmt í sjálfu sér þá sé heimilisofbeldi um jól alveg út úr kortinu. Vissulega er þetta falleg hugsun; að jólin séu svo heilög og mannbætandi að menn sem hafa beitt konur sínar ofbeldi allt árið um kring hætti því í bili. Reyndar er það þannig í sumum tilfellum; ofbeldi í nánum samböndum er hreint ekki eins stjórnlaust og oft er talið og fólk sem beitir því stjórnar hegðun sinni iðulega á þann hátt að ofbeldið á sér stað þegar engin vitni eru, áverkarnir eru ekki á sýnilegum stöðum og menn sem þrengja að öndunarvegi kvenna sinna þannig að þær missa meðvitund sleppa, til allrar hamingju, oftast takinu áður en dauði hlýst af. Og sumt fólk beitir ofbeldi “bara” þegar börnin eru ekki heima eða “bara” þegar illa hefur gengið í vinnunni. Mögulega “bara” þegar það eru ekki jól. Hins vegar er heimilisofbeldi um jól ekki sjálfkrafa neitt annað og hræðilegra en heimilisofbeldi á öðrum tímum ársins. Ofbeldi á heimilum er hræðilegt og á ekki að viðgangast. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2008 eru 1-2% fullorðinna kvenna á Íslandi beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (eða líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi) af hálfu maka eða fyrrum maka á hverju ári. Það getur jafngilt því að á hverjum einasta degi séu 5 konur beittar ofbeldi af þessu tagi. Það er að segja eigi ofbeldið sér “bara” stað einu sinni á ári, sem það gerir líklega ekki. Ef hver kona er að meðaltali beitt ofbeldi tvisvar á ári, sem er líklega of lág tala líka, geta þetta verið 10 konur á hverjum degi allan ársins hring. Sem getur verið á aðfangadag rétt eins og aðra daga. En er svo miklu hræðilegra að ofbeldi sé beitt á jólunum heldur en á páskunum, á þjóðhátíðardaginn, megrunarlausa daginn, afmælum barnanna, daginn þegar fyrsti snjórinn fellur eða þegar fyrstu krókusarnir skjóta kollinum upp úr vetrarmoldinni, daginn þegar sólin fer að hækka á lofti, daginn sem ástvinur deyr, þegar það kemur í ljós að kona er barnshafandi eða þegar frumburður fæðist? Er ekki ofbeldi í nánum samböndum hræðilegt í sjálfu sér og ættum við ekki bara að geta lokað Kvennaathvarfinu burtséð frá árstíma? Er heimilisofbeldi ekki bara svo fáránleg mótsögn eitt og sér að það þarf ekki jól til að gera það óásættanlegt? Kvennaathvarfið verður opið öll jólin eins og venjulega. Hér munu dvelja konur og börn sem sjálfsagt gætu vel hugsað sér að vera annars staðar en hér verður örugglega líka hlegið og leikið, teknir upp pakkar og borðaðar piparkökur eins og á öðrum heimilum. Þökk sé öllum þeim sem hugsa hlýlega til þeirra sem hér dvelja.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu eru ýmsir fastir desemberliðir. Meðal aðventuverkanna er móttaka gjafa og styrkja af ýmsu tagi, frá einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum sem vilja láta gott af sér leiða fyrir jólin. Það eru fallegar heimsóknir. Annað sem tilheyrir aðventunni er umræðan um ofbeldi um jólin. Þá er talað um að auðvitað ættum við að geta lokað Kvennaathvarfinu um jólin af því að þó heimilisofbeldi sé nógu slæmt í sjálfu sér þá sé heimilisofbeldi um jól alveg út úr kortinu. Vissulega er þetta falleg hugsun; að jólin séu svo heilög og mannbætandi að menn sem hafa beitt konur sínar ofbeldi allt árið um kring hætti því í bili. Reyndar er það þannig í sumum tilfellum; ofbeldi í nánum samböndum er hreint ekki eins stjórnlaust og oft er talið og fólk sem beitir því stjórnar hegðun sinni iðulega á þann hátt að ofbeldið á sér stað þegar engin vitni eru, áverkarnir eru ekki á sýnilegum stöðum og menn sem þrengja að öndunarvegi kvenna sinna þannig að þær missa meðvitund sleppa, til allrar hamingju, oftast takinu áður en dauði hlýst af. Og sumt fólk beitir ofbeldi “bara” þegar börnin eru ekki heima eða “bara” þegar illa hefur gengið í vinnunni. Mögulega “bara” þegar það eru ekki jól. Hins vegar er heimilisofbeldi um jól ekki sjálfkrafa neitt annað og hræðilegra en heimilisofbeldi á öðrum tímum ársins. Ofbeldi á heimilum er hræðilegt og á ekki að viðgangast. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2008 eru 1-2% fullorðinna kvenna á Íslandi beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (eða líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi) af hálfu maka eða fyrrum maka á hverju ári. Það getur jafngilt því að á hverjum einasta degi séu 5 konur beittar ofbeldi af þessu tagi. Það er að segja eigi ofbeldið sér “bara” stað einu sinni á ári, sem það gerir líklega ekki. Ef hver kona er að meðaltali beitt ofbeldi tvisvar á ári, sem er líklega of lág tala líka, geta þetta verið 10 konur á hverjum degi allan ársins hring. Sem getur verið á aðfangadag rétt eins og aðra daga. En er svo miklu hræðilegra að ofbeldi sé beitt á jólunum heldur en á páskunum, á þjóðhátíðardaginn, megrunarlausa daginn, afmælum barnanna, daginn þegar fyrsti snjórinn fellur eða þegar fyrstu krókusarnir skjóta kollinum upp úr vetrarmoldinni, daginn þegar sólin fer að hækka á lofti, daginn sem ástvinur deyr, þegar það kemur í ljós að kona er barnshafandi eða þegar frumburður fæðist? Er ekki ofbeldi í nánum samböndum hræðilegt í sjálfu sér og ættum við ekki bara að geta lokað Kvennaathvarfinu burtséð frá árstíma? Er heimilisofbeldi ekki bara svo fáránleg mótsögn eitt og sér að það þarf ekki jól til að gera það óásættanlegt? Kvennaathvarfið verður opið öll jólin eins og venjulega. Hér munu dvelja konur og börn sem sjálfsagt gætu vel hugsað sér að vera annars staðar en hér verður örugglega líka hlegið og leikið, teknir upp pakkar og borðaðar piparkökur eins og á öðrum heimilum. Þökk sé öllum þeim sem hugsa hlýlega til þeirra sem hér dvelja.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar