Maður á sjötugsaldri þykir hafa sloppið nokkuð vel er hann var bitinn af krókódil á golfvelli í Ástralíu.
Hann var að taka högg nálægt vatni á 11. holu er krókódill stekkur upp úr vatninu og bítur hann í fótinn. Maðurinn náði að losa sig og koma sér í burtu. Hann er þó með mikið sár á fætinum.
Yfirvöld leita nú krókódílsins svo hann angri ekki fleiri kylfinga.
Maðurinn tók málinu frekar létt og segist alls ekki ætla að leggja kylfurnar á hilluna.
Krókódíll beit kylfing í Ástralíu

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



„Manchester er heima“
Enski boltinn
