Felldu tillögu SUS: Sameinuð um kynjakvóta Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 17:31 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra „Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum. Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum.
Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30