Landsliðskonan Brynja Magnúsdóttir er snúin aftur í Kópavoginn og skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK.
Brynja er uppalin HK-ingur en hefur undanfarin tvö ár leikið sem atvinnumaður með Flint-Trönsberg í Noregi.
Brynja var markadrottning efstu deildar árið 2011 þegar hún skoraði 121 mark í 17 leikjum fyrir HK.
Brynja hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár en hún hefur alls leikið 25 landsleiki og skorað í þeim 21 mark.
HK endaði í 9. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og komst ekki í úrslitakeppnina. Liðið hefur hins vegar styrkst talsvert í sumar en auk Brynju er markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir gengin í raðir Kópavogsliðsins á ný.
