Þriðja tap meistaranna í röð | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 09:05 Tum Duncan virðist hafa forðað sér upp í stúku í leiknum í nótt. Vísir/AP Meistararnir í San Antonio Spurs hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eftir stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum. Í nótt tapaði liðið fyrir Utah á útivelli, 90-81. Trey Burke skoraði 23 stig fyrir Utah en það var fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem skóp sigurinn. San Antonio tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum sem er met á tímabilinu. Utah hefur haldið síðustu fimm andstæðingum sínum undir 100 stigum en miðherjinn Rudy Gobert gaf tóninn með því að verja tvö skot Tim Duncan strax í fyrsta leikhluta. Hann endaði með sjö stig, fjórtán fráköst, þrjá varða bolta og tvo stolna. Duncan var með fjórtán stig og tíu fráköst. Utah er þó nokkuð á eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti hinnar geysisterku vesturdeildar, tíu sigrum á eftir Oklahoma City sem er í áttunda sæti. San Antonio er skrefi á undan Oklahoma City í sjöunda sætinu. Houston, sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar, vann botnlið Minnesota á heimavelli, 113-102. James Harden var með sína aðra þrefalda tvennu á tímabilinu - 31 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Hann klikkaði þó á fyrstu sjö skotunum sínum í leiknum. LA Clippers, sem hafði unnið fjóra leiki í röð, tapaði í nótt fyrir Mepmhis á heimavelli, 90-87. Mike Conley skoraði átján stig fyrir Memphis og Jeff Green sextán. Miami Heat vann Philadelphia, 119-108. Luol Deng var með 29 stig og nýtti ellefu af fjórtán skotum sínum í leiknum og Goran Dragic bætti við 23 stigum og tíu stoðsendingum. Dwayne Wade var með átján stig fyrir Miami sem er í sjöunda sætinu í austrinu. Mikil barátta er um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni austanmegin. Miami og Brooklyn standa þar best að vígi nú en Detroit, Indiana, Charlotte og Boston eru ekki langt undan og eiga enn möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Miami - Philadelphia 119-108 Chicago - Milwaukee 87-71 Houston - Minnesota 113-102 New Orleans - Toronto 100-97 Denver - Brooklyn 82-110 Phoenix - Boston 110-115 Utah - San Antonio 90-81 LA Clippers - Memphis 87-90 NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Meistararnir í San Antonio Spurs hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eftir stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum. Í nótt tapaði liðið fyrir Utah á útivelli, 90-81. Trey Burke skoraði 23 stig fyrir Utah en það var fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem skóp sigurinn. San Antonio tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum sem er met á tímabilinu. Utah hefur haldið síðustu fimm andstæðingum sínum undir 100 stigum en miðherjinn Rudy Gobert gaf tóninn með því að verja tvö skot Tim Duncan strax í fyrsta leikhluta. Hann endaði með sjö stig, fjórtán fráköst, þrjá varða bolta og tvo stolna. Duncan var með fjórtán stig og tíu fráköst. Utah er þó nokkuð á eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti hinnar geysisterku vesturdeildar, tíu sigrum á eftir Oklahoma City sem er í áttunda sæti. San Antonio er skrefi á undan Oklahoma City í sjöunda sætinu. Houston, sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar, vann botnlið Minnesota á heimavelli, 113-102. James Harden var með sína aðra þrefalda tvennu á tímabilinu - 31 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Hann klikkaði þó á fyrstu sjö skotunum sínum í leiknum. LA Clippers, sem hafði unnið fjóra leiki í röð, tapaði í nótt fyrir Mepmhis á heimavelli, 90-87. Mike Conley skoraði átján stig fyrir Memphis og Jeff Green sextán. Miami Heat vann Philadelphia, 119-108. Luol Deng var með 29 stig og nýtti ellefu af fjórtán skotum sínum í leiknum og Goran Dragic bætti við 23 stigum og tíu stoðsendingum. Dwayne Wade var með átján stig fyrir Miami sem er í sjöunda sætinu í austrinu. Mikil barátta er um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni austanmegin. Miami og Brooklyn standa þar best að vígi nú en Detroit, Indiana, Charlotte og Boston eru ekki langt undan og eiga enn möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Miami - Philadelphia 119-108 Chicago - Milwaukee 87-71 Houston - Minnesota 113-102 New Orleans - Toronto 100-97 Denver - Brooklyn 82-110 Phoenix - Boston 110-115 Utah - San Antonio 90-81 LA Clippers - Memphis 87-90
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira