Gráhærðir fá loks uppreisn æru Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 10:00 Hugrún Harðardóttir á Barbarella coiffeur er ánægð með fjölbreytnina sem fylgir gráu hárunum. Vísir/gva „Ég sé vissulega trend í þessu á stofunni hjá okkur,“ segir Heiðrún Birna Rúnarsdóttir hársnyrtir á Feima. Hún segir konur nálgast gráu hárin með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í fjöldamörg ár. „Mér finnst konur bjóða gráu hárin mikið velkomnari núna, og ég hef verið að taka eftir þessu hægt og bítandi undanfarið ár.“ Heiðrún segir vinsælt að velja skol fremur en lit og þá með það fyrir augum að gefa gráu hárunum aukinn glans frekar en að fela þau. „Sumar hverjar kjósa að lita yfir þau allra gráustu og leyfa hinum að njóta sín.“ Einnig hafi færst í aukana að konur biðji um að láta heillita á sér hárið í gráum lit og jafnvel alveg hvítum, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur lengi státað af.Heiðrún Birna Rúnarsdóttir vinnur á Feima, þar sem náttúruleg efni eru í hávegum höfð. Hún segir gráa hárið vinsælt í dag.Vísir/Vilhelm Þegar Heiðrún er innt eftir uppruna þessarar nýju tísku segist hún ekki geta sett fingurinn á það, en undanfarin ár hafa náttúrlegir straumar verið ríkjandi í hártískunni. Þessi grái náttúrulegi litur gæti því allt eins verið framhald af þeirri nálgun. Hugrún Harðardóttir, eigandi Barbarellu, tekur í sama streng og Heiðrún og segir augljósa breytingu á upplifunum kvenna gagnvart þeim gráu hárum sem láta skyndilega á sér kræla. „Ég fæ mikið af konum, ungum konum, sem láta þessi hár ekki trufla sig heldur þvert á móti.“ Hugrún segir þróunina mjög jákvæða. „Ég hef einnig verið að fá ungar konur til mín sem ekki eru farnar að grána en vilja fá gráa litinn,“ útskýrir Hugrún. Mikið frelsi virðist einkenna hártískuna í dag en Hugrún segist auk þess gráa fá mikið af konum inn á stofu til sín sem óski eftir að fá fjólublátt og blátt hár. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gaman að fá að leika með þessa óhefðbundnu liti.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég sé vissulega trend í þessu á stofunni hjá okkur,“ segir Heiðrún Birna Rúnarsdóttir hársnyrtir á Feima. Hún segir konur nálgast gráu hárin með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í fjöldamörg ár. „Mér finnst konur bjóða gráu hárin mikið velkomnari núna, og ég hef verið að taka eftir þessu hægt og bítandi undanfarið ár.“ Heiðrún segir vinsælt að velja skol fremur en lit og þá með það fyrir augum að gefa gráu hárunum aukinn glans frekar en að fela þau. „Sumar hverjar kjósa að lita yfir þau allra gráustu og leyfa hinum að njóta sín.“ Einnig hafi færst í aukana að konur biðji um að láta heillita á sér hárið í gráum lit og jafnvel alveg hvítum, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur lengi státað af.Heiðrún Birna Rúnarsdóttir vinnur á Feima, þar sem náttúruleg efni eru í hávegum höfð. Hún segir gráa hárið vinsælt í dag.Vísir/Vilhelm Þegar Heiðrún er innt eftir uppruna þessarar nýju tísku segist hún ekki geta sett fingurinn á það, en undanfarin ár hafa náttúrlegir straumar verið ríkjandi í hártískunni. Þessi grái náttúrulegi litur gæti því allt eins verið framhald af þeirri nálgun. Hugrún Harðardóttir, eigandi Barbarellu, tekur í sama streng og Heiðrún og segir augljósa breytingu á upplifunum kvenna gagnvart þeim gráu hárum sem láta skyndilega á sér kræla. „Ég fæ mikið af konum, ungum konum, sem láta þessi hár ekki trufla sig heldur þvert á móti.“ Hugrún segir þróunina mjög jákvæða. „Ég hef einnig verið að fá ungar konur til mín sem ekki eru farnar að grána en vilja fá gráa litinn,“ útskýrir Hugrún. Mikið frelsi virðist einkenna hártískuna í dag en Hugrún segist auk þess gráa fá mikið af konum inn á stofu til sín sem óski eftir að fá fjólublátt og blátt hár. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gaman að fá að leika með þessa óhefðbundnu liti.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira