Viðskipti innlent

Nethegðun kemur upp um þig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristoffer Cassell
Kristoffer Cassell
Hvenær einstaklingur kaupir vöru á netinu eða hversu hratt hann slær inn upplýsingar getur gefið glögga mynd af kaupandanum. Þessu hefur fyrirtækið Klarna komist að í rannsóknum sínum en fyrirtækið var stofnað árið 2005 í Svíþjóð og sérhæfir sig í greiðsluþjónustu og áhættustýringu fyrir rafræn viðskipti. Þá hefur fyrirtækið rannsakað hegðun kaupenda á netinu og unnið áhættulíkön fyrir netverslun.

„Markmið Klarna er að gera netverslun einfaldari og öruggari. Söfnun upplýsinga hefur enga þýðingu í sjálfu sér heldur hvernig þær eru nýttar eins og við erum að gera til að einfalda netverslun fyrir milljónir viðskiptavina,“ segir Kristoffer Cassel, framkvæmdastjóri hjá Klarna.

Kristoffer heldur erindi á ráðstefnu sem Creditinfo stendur fyrir og ber yfirskriftina „Leiðin að upplýstum ákvörðunum“ en hún fer fram í Hörpu í dag. Þar verður fjallað um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn til þess að lágmarka afskriftir og auka viðskipti með því að umbuna fjárhagslega ábyrgum viðskiptavinum.

Klarna sinnir greiðsluþjónustu fyrir 50 þúsund netverslanir í Evrópu, en notendur þjónustunnar eru um 35 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×