Svona væri lífið ef að snjallsímarnir myndu hverfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 12:45 Ljósmyndarinn og kærastan hans áður en þau fara að sofa. mynd/eric pickersgill Eric Pickersgill er bandarískur ljósmyndari sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljósmyndaverkefni sitt REMOVED. Á ljósmyndunum má sjá fólk í hversdagslegum aðstæðum að skoða símana sína eða spjaldtölvuna. Á myndunum er reyndar ekki að finna neina síma eða spjaldtölvur heldur situr fólkið með hendur tómar og starir í lófann á sér.Þrír strákar „með“ spjaldtölvur.mynd/eric pickersgillÞaðan er heiti ljósmyndaverkefnisins komið, REMOVED, sem útleggst gæti á íslensku sem „Horfnir“. Ljósmyndarinn segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu þegar hann sat á kaffihúsi og fylgdist með fjölskyldu sem var þar. Allir voru í símanum sínum nema mamman. „Þarna fór ég kannski fyrst að taka eftir því hvað við erum öll mikið í símanum. Hugmyndin að myndaseríunni kom svo þegar ég var að fara að sofa. Ég var að lesa tölvupóstinn minn en sofnaði og vaknaði við það að síminn datt í gólfið. Þá sá ég höndina mína sem hélt enn á símanum þó að hann væri dottinn í gólfið. Þannig ég fékk ég hugmyndina að því að taka myndirnar fyrir REMOVED,“ segir Pickersgill í samtali við Vísi.Nýgift en upptekin í símanum.mynd/eric pickersgillHann telur að með því að hafa tækin ekki á myndunum heldur láta fólkið stilla sér upp án þeirra verði það ennþá greinilegra hversu mikill hluti þau eru af daglegu lífi okkar. Myndirnar hér eru birtar með leyfi ljósmyndarans en hér má sjá allar myndir seríunnar auk þess sem Pickersgill heldur úti Instagram-síðu.Uppteknar mæðgur.mynd/eric pickersgill Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Eric Pickersgill er bandarískur ljósmyndari sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljósmyndaverkefni sitt REMOVED. Á ljósmyndunum má sjá fólk í hversdagslegum aðstæðum að skoða símana sína eða spjaldtölvuna. Á myndunum er reyndar ekki að finna neina síma eða spjaldtölvur heldur situr fólkið með hendur tómar og starir í lófann á sér.Þrír strákar „með“ spjaldtölvur.mynd/eric pickersgillÞaðan er heiti ljósmyndaverkefnisins komið, REMOVED, sem útleggst gæti á íslensku sem „Horfnir“. Ljósmyndarinn segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu þegar hann sat á kaffihúsi og fylgdist með fjölskyldu sem var þar. Allir voru í símanum sínum nema mamman. „Þarna fór ég kannski fyrst að taka eftir því hvað við erum öll mikið í símanum. Hugmyndin að myndaseríunni kom svo þegar ég var að fara að sofa. Ég var að lesa tölvupóstinn minn en sofnaði og vaknaði við það að síminn datt í gólfið. Þá sá ég höndina mína sem hélt enn á símanum þó að hann væri dottinn í gólfið. Þannig ég fékk ég hugmyndina að því að taka myndirnar fyrir REMOVED,“ segir Pickersgill í samtali við Vísi.Nýgift en upptekin í símanum.mynd/eric pickersgillHann telur að með því að hafa tækin ekki á myndunum heldur láta fólkið stilla sér upp án þeirra verði það ennþá greinilegra hversu mikill hluti þau eru af daglegu lífi okkar. Myndirnar hér eru birtar með leyfi ljósmyndarans en hér má sjá allar myndir seríunnar auk þess sem Pickersgill heldur úti Instagram-síðu.Uppteknar mæðgur.mynd/eric pickersgill
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira