Spiluðu saman upp alla yngri flokkana en eru mótherjar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 15:30 Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson í leik með Fjölni fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00
Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00
Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26
Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25
Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn