Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:30 Tómas Heiðar er sjóðheitur með Þórsurum. Vísir/Vilhelm Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira