Dagdraumar um sæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun