Dagdraumar um sæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás?
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun