Heilbrigð stjórnmál, valdaklíkur og öflugt atvinnulíf Páll Valur Björnsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun