Kött Grá Pjé milli steins og sleggju: Klippa eða safna? Guðrún Ansnes skrifar 11. nóvember 2015 15:30 Fagurbláar neglurnar heilla vissulega, enda hefur Kött Grá Pjé hugsað um þær af einstakri natni. Vísir/Vilhelm „Sjálfur reyni ég að hugsa ekki um þetta, það er ekki þægilegt að hafa þessar neglur en þær eru orðnar svo langar og fallegar,“ segir rapparinn Kött Grá Pje, sem hefur aldeilis verið að gera garðinn frægan með tónlistinni sinni en hann steig meðal annarra á svið á Airwaves-hátíðinni um liðna helgi. Segist hann koma nokkuð vel undan hátíðinni. „Ég er pínu þreyttur, raddlaus og hamingjusamur og er ekki frá því að draumagiggið mitt hafi farið fram á Húrra, aðfaranótt sunnudagsins. Ég er hálf klökkur yfir viðbrögðunum sem ég fékk þar,“ segir hann. Þar vakti hann ekki aðeins athygli fyrir tónlistarflutning, en rapparinn skartaði stæðilegum nöglum sem margir hafa eflaust horft öfundaraugum á. Segist hann hafa safnað umræddum nöglum í heilan mánuð fyrir hátíðina og hefur hugsað einkar vel um þær.Ostaneglur? Kannski.Vísir/Vilhelm„Ég valdi mér nýjan túrkisbláan lit fyrir þessa helgi, en hef mikið verið að vinna með fjólubláan. Þennan bláa sá ég og kolféll fyrir honum,“ segir rapparinn. Spurður hvort það sé tímafrekt að halda nöglunum snyrtilegum, með tilliti til þess að Airwaves-tónlistarhátíðin verður seint lögð að jöfnu við afslöppun, sér í lagi fyrir tónlistarmennina sem fram koma, segist hann hafa notið þeirrar blessunar að engin hafi brotnað og bætir við: „Ég lakkaði þær þrisvar sinnum þessa helgi, svona til að halda þeim alveg góðum.“ Kött Grá Pje segist alltaf hafa haft smekk fyrir fallegum nöglum, og lekkerum litum, en segist þó ekki endilega skarta lökkuðum alla daga. „Nei, það er nú allur gangur á því hjá mér. En ég lakka þær oftast ef ég er að fara að gera eitthvað fínt, svona upp á punt,“ svarar hann til. „Ég hef heldur ekki alltaf lakkað á mér neglurnar, það er nú svona frekar nýtilkomið. Ég held þetta tengist því að ég sé að þroskast.“ Í samfélagi þar sem fyrirframgefnar hugmyndir um hvað geti talist karlmannlegt hefur heldur hallað á naglalökkun karla, en Kött Grá Pje segist ekki hafa orðið fyrir neinu sérstöku flóði athugasemda. „Þvert á móti reyndar og merkilegt nokk, þá hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Erfitt er að láta sér rapparann úr greipum renna án þess að spyrja hvert leyndarmálið sé á bak við jafn sterkbyggðar neglur og stendur ekki á svörum: „Ég held að þetta sé mikið osti að þakka. Ég borða mikinn cheddar-ost og hef svona sterkar neglur, það gæti alveg verið ástæðan.“ Tengdar fréttir Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30 Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Sjálfur reyni ég að hugsa ekki um þetta, það er ekki þægilegt að hafa þessar neglur en þær eru orðnar svo langar og fallegar,“ segir rapparinn Kött Grá Pje, sem hefur aldeilis verið að gera garðinn frægan með tónlistinni sinni en hann steig meðal annarra á svið á Airwaves-hátíðinni um liðna helgi. Segist hann koma nokkuð vel undan hátíðinni. „Ég er pínu þreyttur, raddlaus og hamingjusamur og er ekki frá því að draumagiggið mitt hafi farið fram á Húrra, aðfaranótt sunnudagsins. Ég er hálf klökkur yfir viðbrögðunum sem ég fékk þar,“ segir hann. Þar vakti hann ekki aðeins athygli fyrir tónlistarflutning, en rapparinn skartaði stæðilegum nöglum sem margir hafa eflaust horft öfundaraugum á. Segist hann hafa safnað umræddum nöglum í heilan mánuð fyrir hátíðina og hefur hugsað einkar vel um þær.Ostaneglur? Kannski.Vísir/Vilhelm„Ég valdi mér nýjan túrkisbláan lit fyrir þessa helgi, en hef mikið verið að vinna með fjólubláan. Þennan bláa sá ég og kolféll fyrir honum,“ segir rapparinn. Spurður hvort það sé tímafrekt að halda nöglunum snyrtilegum, með tilliti til þess að Airwaves-tónlistarhátíðin verður seint lögð að jöfnu við afslöppun, sér í lagi fyrir tónlistarmennina sem fram koma, segist hann hafa notið þeirrar blessunar að engin hafi brotnað og bætir við: „Ég lakkaði þær þrisvar sinnum þessa helgi, svona til að halda þeim alveg góðum.“ Kött Grá Pje segist alltaf hafa haft smekk fyrir fallegum nöglum, og lekkerum litum, en segist þó ekki endilega skarta lökkuðum alla daga. „Nei, það er nú allur gangur á því hjá mér. En ég lakka þær oftast ef ég er að fara að gera eitthvað fínt, svona upp á punt,“ svarar hann til. „Ég hef heldur ekki alltaf lakkað á mér neglurnar, það er nú svona frekar nýtilkomið. Ég held þetta tengist því að ég sé að þroskast.“ Í samfélagi þar sem fyrirframgefnar hugmyndir um hvað geti talist karlmannlegt hefur heldur hallað á naglalökkun karla, en Kött Grá Pje segist ekki hafa orðið fyrir neinu sérstöku flóði athugasemda. „Þvert á móti reyndar og merkilegt nokk, þá hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Erfitt er að láta sér rapparann úr greipum renna án þess að spyrja hvert leyndarmálið sé á bak við jafn sterkbyggðar neglur og stendur ekki á svörum: „Ég held að þetta sé mikið osti að þakka. Ég borða mikinn cheddar-ost og hef svona sterkar neglur, það gæti alveg verið ástæðan.“
Tengdar fréttir Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30 Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30
Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00
Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist