Aprílgabb forsætisráðherra? Steingrímur J Sigfússon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar