Lífið

Dennis Quaid hellir sér yfir starfsfólk á setti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dennis Quaid
Dennis Quaid vísir/getty/skjáskot
Leikarinn Dennis Quaid missti stjórn á sér á setti fyrir skemmstu en vefsíðan TMZ birtir myndband af bræðiskasti leikarans. Á myndbandinu sést hvernig Quaid gjörsamlega hellir sér yfir starfsfólk á staðnum.

Í upphafi myndbandsins hefur einhver truflað Quaid með því að ganga um settið og það veldur því að hann brjálast. „Ég get ekki einu sinni komið frá mér einni línu án þess að vera truflaður.“ Hann hélt áfram og kallaði settið meðal annars það ófagmannlegasta sem hann hafði verið á.“

Ekki er vitað að hvaða mynd eða þætti hann var að vinna að þegar þetta gerðist. Enginn hefur tjáð sig um það ennþá.



Atvikið minnir töluvert á það þegar Cristian Bale missti sig árið 2009 eftir að ljósamaður truflaði hann í miðri línu. Bæði atvikin er hægt að sjá í fréttinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.