Trúir þú mér? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 16. desember 2015 00:00 Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, lesandi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafði samband við Átak, félag fólks með þroskahömlun, þar sem ég er formaður, til að spyrja okkur hvað best væri að gera til að verjast svona ofbeldi. Við sögðum við hana að það besta sem gert væri, væri að hlusta á okkur og trúa okkur. Veita okkur vettvang til þess að fá að segja okkar sögu, okkar sýn og okkar skoðun. Þetta mál stendur okkur nærri og við viljum segja frá, segja frá upplifun okkar af dökku hliðum samfélags okkar, sem allt of lengi hefur verið horft fram hjá. Stundum þurfum við sérúrræði en þá eigum við rétt á að fá þá þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita okkar. Það er ekki réttlátt að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka þjónustu ef mig langar í frí. Það er í hlutverki sveitarfélaga að veita þá stuðningsþjónustu sem mig vantar vegna minnar fötlunar og það er hlutverk ráðherra að hafa eftirlit með því að sveitarfélagið mitt sé að sinna þessari þjónustu. Hvað þá um þá, sem ekki geta tjáð sig um eða varið sig fyrir ofbeldi vegna fötlunar sinnar. Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt á almennilegri þjónustu sem þeir treysta? Væri ekki betra að það væri sá sem þekkir til viðkomandi, sá sem þjónustar hann alla hina dagana, sem væri að veita þjónustu í fríinu. Af hverju þarf þjónustan að fara í frí líka og senda mig í þjónustu sem ég greiði úr eigin vasa? Þjónustu sem enginn hefur eftirlit með og þekkir ekki til minna þarfa. Við eigum að geta valið hvert við förum og með hverjum. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.Mannréttindi mín eru ekki frekja Mannréttindi mín eru ekki sértæk eða frekja um að fá eitthvað umfram aðra. Þau snúast um það, eins og segir í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að ég hafi jafnan rétt á við aðra í samfélaginu að gera það sem mig langar til. Að fara í frí er eitt af því, sem mig langar að sé í boði fyrir mig. Að yfirvöld hlusti á mig þannig að óprúttnir aðilar séu ekki að misnota sér stöðu fatlaðs fólks til að lokka það til sín með gylliboðum og hafa það að féþúfu með ónógri þjónustu. Að yfirvöld tryggi mér aðgang að réttarkerfinu og trúi mér, þannig að þeir sem slíkt gera fái viðeigandi refsingu, eru þau mannréttindi sem óskað er eftir. Við þurfum stuðning við að koma okkar málflutningi á framfæri. Ekki af því að við erum ekki góð í því að tala, heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við þurfum til að taka upplýsta ákvörðun eru ekki aðgengilegar fyrir alla, bara suma. Ég tel því að kominn sé sá tími, að hætt verði að tala um okkur og farið verði að tala við okkur. Trúið okkur fyrir lífsgæðum okkar, styðjið okkur í að vera fagleg og trúið okkur þegar við segjum frá, meira biðjum við ekki um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, lesandi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafði samband við Átak, félag fólks með þroskahömlun, þar sem ég er formaður, til að spyrja okkur hvað best væri að gera til að verjast svona ofbeldi. Við sögðum við hana að það besta sem gert væri, væri að hlusta á okkur og trúa okkur. Veita okkur vettvang til þess að fá að segja okkar sögu, okkar sýn og okkar skoðun. Þetta mál stendur okkur nærri og við viljum segja frá, segja frá upplifun okkar af dökku hliðum samfélags okkar, sem allt of lengi hefur verið horft fram hjá. Stundum þurfum við sérúrræði en þá eigum við rétt á að fá þá þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita okkar. Það er ekki réttlátt að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka þjónustu ef mig langar í frí. Það er í hlutverki sveitarfélaga að veita þá stuðningsþjónustu sem mig vantar vegna minnar fötlunar og það er hlutverk ráðherra að hafa eftirlit með því að sveitarfélagið mitt sé að sinna þessari þjónustu. Hvað þá um þá, sem ekki geta tjáð sig um eða varið sig fyrir ofbeldi vegna fötlunar sinnar. Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt á almennilegri þjónustu sem þeir treysta? Væri ekki betra að það væri sá sem þekkir til viðkomandi, sá sem þjónustar hann alla hina dagana, sem væri að veita þjónustu í fríinu. Af hverju þarf þjónustan að fara í frí líka og senda mig í þjónustu sem ég greiði úr eigin vasa? Þjónustu sem enginn hefur eftirlit með og þekkir ekki til minna þarfa. Við eigum að geta valið hvert við förum og með hverjum. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.Mannréttindi mín eru ekki frekja Mannréttindi mín eru ekki sértæk eða frekja um að fá eitthvað umfram aðra. Þau snúast um það, eins og segir í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að ég hafi jafnan rétt á við aðra í samfélaginu að gera það sem mig langar til. Að fara í frí er eitt af því, sem mig langar að sé í boði fyrir mig. Að yfirvöld hlusti á mig þannig að óprúttnir aðilar séu ekki að misnota sér stöðu fatlaðs fólks til að lokka það til sín með gylliboðum og hafa það að féþúfu með ónógri þjónustu. Að yfirvöld tryggi mér aðgang að réttarkerfinu og trúi mér, þannig að þeir sem slíkt gera fái viðeigandi refsingu, eru þau mannréttindi sem óskað er eftir. Við þurfum stuðning við að koma okkar málflutningi á framfæri. Ekki af því að við erum ekki góð í því að tala, heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við þurfum til að taka upplýsta ákvörðun eru ekki aðgengilegar fyrir alla, bara suma. Ég tel því að kominn sé sá tími, að hætt verði að tala um okkur og farið verði að tala við okkur. Trúið okkur fyrir lífsgæðum okkar, styðjið okkur í að vera fagleg og trúið okkur þegar við segjum frá, meira biðjum við ekki um.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar