Nýtur stangveiða og að skíða Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:57 Ingþór Karl Eiríksson hefur starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðustu sjö ár. Vísir/GVA Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór. Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór.
Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira